Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Klauf
Bærinn okkar 16. mars 2015

Klauf

Ingibjörg er fædd og uppalin í Klauf en Hermann Ingi Gunnarsson kom fyrst í Klauf sem vinnumaður árið 2002 og hefur unnið í Klauf meira og minna síðan. 
 
Þau tóku við búinu af foreldrum Ingibjargar 1. júní 2013. Leifur Guðmundsson og Þórdís Karlsdóttir, foreldrar Ingibjargar, búa svo á nýbýlinu Syðri-Klauf í skógarreit aðeins sunnan við.
 
Býli:  Klauf.
 
Staðsett í sveit:  Eyjafjarðarsveit.
 
Ábúendur: Hermann Ingi Gunnarsson og Ingibjörg Leifsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við sjálf og strákarnir okkar tveir, þeir Þórarinn Karl, fjögurra ára, Kári, eins og hálfs árs og Labradorhundurinn okkar hann Elvis.
 
Stærð jarðar? Um 120 ha. og þar af 50 ha. ræktað land.
 
Gerð bús? Aðallega kúabú og nokkrar kindur til skemmtunar.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 50 kýr, 90 geldneyti, 18 kindur, 10 hænur og tvo ketti sem heita Finnur og Baldur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Dagurinn byrjar á mjöltum en milli mjalta eru fjölmörg störf sem þarf að sinna. Það er misjafnt eftir árstímum hvar er borið niður en yfir háveturinn sinnum við viðhaldi og öðrum smávægilegum verkefnum. Eftir seinnipartskaffi er farið í fjós og mjólkað. Dagarnir enda alltaf á því að rölta eina ferð um fjósið áður en farið er að sofa.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest störfin við búið eru skemmtileg en skemmtilegast er að sjá sýnilegan árangur af þeirri vinnu sem maður hefur innt af hendi. Leiðinlegast er þegar kýr fá júgurbólgu og nýtast ekki í framleiðsluna með tilheyrandi kostnaði.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum fyrir okkur að stækka búið, helst myndum við vilja kaupa meira land og fjölga kúnum.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmál bænda eru í þokkalegum farvegi. Við höfum þó orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum að það hefur ekki gengið nógu vel að kynna fyrir almenningi kosti þess að hafa hér trygga framleiðslu landbúnaðarafurða því hér er betra eftirlit með gæðum framleiðslunnar og umhirðu skepna en víðast hvar. Málefni bænda eru brýn og nauðsynlegt að fara bein í baki inn í samninga við ríkið til þess að ná fram hagkvæmum samningum fyrir bændur svo framleiðsla matvæla sé sem best tryggð okkur öllum til heilla.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Mjög vel ef rétt verður á málum haldið á næstu árum en þar skiptir miklu að auka útflutning og styrkja rekstraröryggi íslenskra bænda til að framleiða á innanlandsmarkað.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að helstu tækifærin liggi í útflutningi á mjólkurafurðum sem seldar eru sem munaðarvara á markaði í Evrópu og Ameríku. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, súrmjólk, smjör, grænmeti og ávextir.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað nautafille með bernaissósu og ofnbökuðum kartöflum að hætti bóndans en drengjunum finnast kjötbollur bestar.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar tvær fyrstu kýrnar báru eftir að við tókum við, tveimur kálfum hvor. Önnur bar nauti og kvígu en hin tveimur nautum og endaði annað þeirra á nautastöð og er í notkun um þessar mundir.

5 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...