Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kjúklingalundir „katsu“ ættaðar frá Japan
Matarkrókurinn 17. nóvember 2017

Kjúklingalundir „katsu“ ættaðar frá Japan

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Steiktur kjúklingur er einstaklega bragðgóður. Hér er notast við aðferð sem ættuð er frá Japan og kallast „katsu“.
 
Kjúklingalundir „katsu“ 
með hrásalati
 • 8 kjúklingalundir eða bringur skornar í sneiðar
 • 2 bollar brauðraspur
 • 1 bolli hveiti
 • 2 egg með svolítilli mjólk
 • 1 msk ristuð sesamfræ
Katsu-sósa
 • ¹/4 bolli sojasósa
 • 1/4 bolli tómatsósa
 • 2 msk hunang
 • 2 msk hvítvínsedik
 • 1 rif hvítlaukur, saxaður eða marinn
 
Hrásalat
 • 2 bollar fínt rifið hvítkál eða gulrætur
 • 2 bollar rifið rauðkál
 • 1 gulrót, rifin eða annað grænmeti (flottar nýjar marglitar gulrætur)
 • 4 msk fínt söxuð steinselja
 • ¹/4 bolli saxaðar ristaðar hnetur
 • ¹/4 bolli majónes, skyr eða sýrður rjómi
Meðlæti
 • 1 msk olía
 • 1 msk sykur
 • 1 pakki hrísgrjón
 • 2 tsk fiskisósa
 
Aðferð
 1. Veltið hverri lund upp úr hveiti, svo eggi og endið á brauðraspi helst (Pankó-raspi).
 2. Hitið ofninn í 180 gráður.
 3. Setjið smjörpappír á ofnbakka og bakið í 20 mínútur, eða þar til kjúklingur er soðinn í gegn.
 4. Líka má brúna hann á pönnu eða djúpsteikja hann.
 5. Á meðan skaltu elda hrísgrjónin eins og sagt er á leiðbeiningum á  pakka.
 6. Til að gera  sósu, setjið sojasósu, tómatsósu, hunang, edik, hvítlauk og 2 msk af vatni í litlum potti á miðlungs hita. Hrærið í 2 mínútur til að það þykkni lítillega.
 7. Kryddið yfir kjúklinginn með salt og pipar.
 8. Til að gera hrásalatið skal setja hvítkál, gulrót og steinselju í stóra skál. Blandið öllu saman  og stráið yfir hnetur. Og kryddið til með smá salti og pipar
 9. Framreiðið með hrísgrjónum  og katsu-sósu. Skreytið  með sesam-fræjum og hrásalati til  hliðar.
 
Hvernig á að elda stökkan mjölhjúpaðan kjúkling?
 
Það er einstaklega gott að borða steiktan kjúkling. Algengt er að nota hveiti, en ef þú vilt fá mjög stökka húð á kjúklinginn þá er maísmjöl betri kostur. Kornsterkja er hrein sterkja sem oft er notuð sem þykkingarefni fyrir sósur og súpur og almennt notuð í framandi matreiðslu frá Asíu. 
 
Skref 1:
Takið kjúklingalundir og þerrið  vandlega með  pappírsþurrku.
 
Skref 2:
Hellið maíssterkju í stóra skál og kryddið með salti, pipar og kryddi eins og hvítlauk og chili-dufti.
 
Skref 3:
Setjið kjúklinginn í skál með smá sojasósu eða bræddu smjöri, stráið maíssterkjublöndunni yfir og hrærið og nuddið saman þannig að mjölið hjúpar kjúklinginn. Allar hliðar kjúklingsins ættu að vera að fullu hjúpaðar maíssterkju áður en þær eru eldaðar. Lundirnar eru steiktar á pönnu og bakaðar í ofni eða djúpsteiktar þar til kjúklingurinn er orðinn stökkur.
 
 
Möndlu- og súkkulaðiorkustykki
Náttúruleg sætuefni eru hollari en unninn sykur. Þótt það sé sykur í flestu súkkulaði er hægt að nota dökkt súkkulaði og kakósmjör (sem fæst í betri búðum) og gera hollt orkustykki í anda Snickers með náttúrulegu heilnæmu hráefni.
 
Fyrir grunninn að stykkinu
 • 1/2 bolli brætt kakósmjör eða íslenskt smjör
 • 1/2 bolli kasjúhnetur
 • 1/2 bolli möndluspænir
 • 1/2 bolli rifinn kókos
 • 1/4 bolli hunang
 • 2 msk hnetusmjör
 • klípa af sjávarsalti

Fyrir hnetusmjörskaramellu
 
 • 50 g smjör eða kakósmjör
 • 1 msk hnetusmjör
 • 2 msk hunang eða maple-síróp
 • 1/2 tsk vanilluduft eða þykkni
 • klípa af sjávarsalti
 • 1/2 bolli hnetur að eigin vali, möndlur eða jarðhnetur

Fyrir súkkulaði
 • 200 g gott súkkulaði
 • 1/4 bolli kókosolía

Aðferð fyrir grunninn
 1. Blandið saman í matvinnsluvél kasjúhnetum, möndlum, kókos og salti – þar til öll innihaldsefni eru brotin niður í mulning.
 2. Setjið hunang og hnetusmjör saman við, smjör eða kakósmjör og vinnið þar til það er orðið blautt eins og ostakökubotn.
 3. Ýtið botninum jafnt niður í bökunarpönnuna eða kökuformið með smjörpappír.
 4. Setjið í frystinn og látið harðna.
 
Aðferð fyrir hnetusmjörskaramellu
 1. Gerið smá karamellu með hunangi eða sírópi, bætið hnetum saman við, hnetusmjöri, vanillu, smjöri og salti í matvinnsluvél – þar til blandan er grófhökkuð.
 2. Dreifið karamelluhnetunum yfir botninn.
 3. Setjið aftur í frystinn.
 
Aðferð fyrir súkkulaði
 1. Hitið kókosolíu í potti yfir lágum hita þar til hún er alveg bráðin.
 2. Bætið bræddu súkkulaði við og hrærið  saman þar til allt er alveg blandað saman.
 3. Hellið smá súkkulaði jafnt yfir karamelluna.
 4. Setjið aftur í frystinn í að minnsta kosti tvær klukkustundir.
 5. Takið úr frystinum og látið þiðna í 30 mínútur áður en þið skerið í sneiðar. Skreytið með afgangi af súkkulaðinu.
 6. Borðið innan 20–30 mínútna eftir að hafa tekið út úr frystinum!
 
Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...