Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matís, fjaðrir, kjúkllingar
Matís, fjaðrir, kjúkllingar
Fréttir 26. apríl 2018

Kjúklingafjaðrir vannýtt auðlind

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kjúklingafjaðrir hafa fram til þessa  verið urðaðar hér á landi. Landsáætlun gerir ráð fyrir að urðun á lífrænum úrgangi verði komin niður fyrir 35% af núverandi heildarmagni þann 1. júlí 2020.

Erlendis er þekkt að endurvinna kjúklingafjaðrir í próteinmjöl með ýmsum aðferðum en sú þekking hefur ekki verið yfirfærð í innlenda framleiðslu. Uppi eru áætlanir um að vinna próteinríkt mjöl sem hentar til fóðurgerðar úr íslenskum kjúklingafjöðrum.

Próteinríkt fjaðurmjöl

Til stendur að gera tilraunir til vinnslu á kjúklingafjöðrum, í samstarfi við Reykjagarð, þar sem próteinið verður brotið niður í smærri einingar. Hægt er að nota fjaðurmjöl í fóður fyrir svín, loðdýr, gæludýr og fisk.

Á heimasíðu Matís segir að markmiðið með verkefninu sé að breyta vannýttri afurð, hráefni sem kostnaður hlýst af við að urða, í verðmætt, próteinríkt mjöl sem nýtist í fóðurgerð. Á sama tíma að minnka umhverfisáhrif íslensks iðnaðar og auka nýtingu í kjúklingaframleiðslu. Verkefnið er einnig viðleitni í að verða við markmiðum landsáætlunar sem miða að því að urðun lífræns úrgangs verði umtalsvert minni árið 2020.

2000 tonn af kjúklingafjöðrum

Ætlað er að rúm 2.000 tonn af kjúklingafjöðrum séu urðuð árlega hér á landi. Fram til þessa hafa ekki verið þróaðar hagkvæmar vinnsluaðferðir fyrir fjaðrir. Með verkefninu verður lagður grunnur að hagkvæmri nýtingu staðbundinna hráefna og dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum íslenskrar matvælaframleiðslu.

Verkefnið er styrkt af Framleiðni­sjóði landbúnaðarins.

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...