Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kjötsala eykst um 8,6%
Fréttir 12. ágúst 2016

Kjötsala eykst um 8,6%

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Sala á kjöti síðustu 12 mánuði er 8,6% meiri en árið á undan. Sala á kindakjöti í júlí var 1,7% meiri en í júlí í fyrra. Kjúklinga- og svínakjöt er í sókn en samanburðurinn þar milli síðustu 12 mánaða og sama tímabils þar á undan sýnir 8,4% og 8,3% söluaukningu. Miklar breytingar eru á framleiðslu og sölu á nautgripakjöti. 
 
Þetta kemur fram í nýju söluyfirliti Matvælastofnunar. Sala á innfluttu kjöti er ekki inni í talnasafni MAST.
 
Sala á íslensku nautgripakjöti síðustu 12 mánuði er tæpum 30% meiri en 12 mánuðina þar á undan. Kúabændur hafa nú dregið úr mjólkurframleiðslu og afsett gripi í meira mæli en áður. Þá er líklegt að þeir hafi sett aukinn kraft í kjötframleiðsluna á móti minnkandi tekjum af mjólkinni. Þann 1. júlí var hætt að greiða mjólkurframleiðendum sama verð fyrir mjólk sem framleidd er innan og utan greiðslumarks.
Á sama tíma og innan­lands­framleiðsla á nautakjöti hefur aukist hefur innflutningur dregist saman. Fyrstu 6 mánuði ársins hefur innflutningsmagn minnkað um tæp 50% en verðmæti aðeins dregist saman um rúm 12%. Innlenda framleiðslan er með stærri hlut af markaðnum en áður en þó er áfram aukning í innflutningi á lundum, eða dýrasta hluta nautsins. Mun minna er flutt inn af hakkefni en áður. 
 
Í kindakjötinu reyndist fyrri hluti ársins mjög góður en söluaukning var rúm 8% fyrstu 6 mánuði ársins. Það er nær allt vegna innanlandssölu, en selt magn á tímabilinu var 270 tonnum meira í ár en í fyrra, en útflutningurinn var nánast sá sami.
 

Skylt efni: kjötsala

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...