Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kjötsala eykst um 8,6%
Fréttir 12. ágúst 2016

Kjötsala eykst um 8,6%

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Sala á kjöti síðustu 12 mánuði er 8,6% meiri en árið á undan. Sala á kindakjöti í júlí var 1,7% meiri en í júlí í fyrra. Kjúklinga- og svínakjöt er í sókn en samanburðurinn þar milli síðustu 12 mánaða og sama tímabils þar á undan sýnir 8,4% og 8,3% söluaukningu. Miklar breytingar eru á framleiðslu og sölu á nautgripakjöti. 
 
Þetta kemur fram í nýju söluyfirliti Matvælastofnunar. Sala á innfluttu kjöti er ekki inni í talnasafni MAST.
 
Sala á íslensku nautgripakjöti síðustu 12 mánuði er tæpum 30% meiri en 12 mánuðina þar á undan. Kúabændur hafa nú dregið úr mjólkurframleiðslu og afsett gripi í meira mæli en áður. Þá er líklegt að þeir hafi sett aukinn kraft í kjötframleiðsluna á móti minnkandi tekjum af mjólkinni. Þann 1. júlí var hætt að greiða mjólkurframleiðendum sama verð fyrir mjólk sem framleidd er innan og utan greiðslumarks.
Á sama tíma og innan­lands­framleiðsla á nautakjöti hefur aukist hefur innflutningur dregist saman. Fyrstu 6 mánuði ársins hefur innflutningsmagn minnkað um tæp 50% en verðmæti aðeins dregist saman um rúm 12%. Innlenda framleiðslan er með stærri hlut af markaðnum en áður en þó er áfram aukning í innflutningi á lundum, eða dýrasta hluta nautsins. Mun minna er flutt inn af hakkefni en áður. 
 
Í kindakjötinu reyndist fyrri hluti ársins mjög góður en söluaukning var rúm 8% fyrstu 6 mánuði ársins. Það er nær allt vegna innanlandssölu, en selt magn á tímabilinu var 270 tonnum meira í ár en í fyrra, en útflutningurinn var nánast sá sami.
 

Skylt efni: kjötsala

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...