Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kjötsala eykst um 8,6%
Fréttir 12. ágúst 2016

Kjötsala eykst um 8,6%

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Sala á kjöti síðustu 12 mánuði er 8,6% meiri en árið á undan. Sala á kindakjöti í júlí var 1,7% meiri en í júlí í fyrra. Kjúklinga- og svínakjöt er í sókn en samanburðurinn þar milli síðustu 12 mánaða og sama tímabils þar á undan sýnir 8,4% og 8,3% söluaukningu. Miklar breytingar eru á framleiðslu og sölu á nautgripakjöti. 
 
Þetta kemur fram í nýju söluyfirliti Matvælastofnunar. Sala á innfluttu kjöti er ekki inni í talnasafni MAST.
 
Sala á íslensku nautgripakjöti síðustu 12 mánuði er tæpum 30% meiri en 12 mánuðina þar á undan. Kúabændur hafa nú dregið úr mjólkurframleiðslu og afsett gripi í meira mæli en áður. Þá er líklegt að þeir hafi sett aukinn kraft í kjötframleiðsluna á móti minnkandi tekjum af mjólkinni. Þann 1. júlí var hætt að greiða mjólkurframleiðendum sama verð fyrir mjólk sem framleidd er innan og utan greiðslumarks.
Á sama tíma og innan­lands­framleiðsla á nautakjöti hefur aukist hefur innflutningur dregist saman. Fyrstu 6 mánuði ársins hefur innflutningsmagn minnkað um tæp 50% en verðmæti aðeins dregist saman um rúm 12%. Innlenda framleiðslan er með stærri hlut af markaðnum en áður en þó er áfram aukning í innflutningi á lundum, eða dýrasta hluta nautsins. Mun minna er flutt inn af hakkefni en áður. 
 
Í kindakjötinu reyndist fyrri hluti ársins mjög góður en söluaukning var rúm 8% fyrstu 6 mánuði ársins. Það er nær allt vegna innanlandssölu, en selt magn á tímabilinu var 270 tonnum meira í ár en í fyrra, en útflutningurinn var nánast sá sami.
 

Skylt efni: kjötsala

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...