Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda.
Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda.
Mynd / smh
Fréttir 21. janúar 2016

Kjötið á markað í fyrsta lagi 2020

Höfundur: smh
Breyting á lögum um innflutning dýra, sem gerir ráð fyrir heimild til innflutnings á sæði og fóðurvísum holdanautgripa í einangrunarstöð á Íslandi, var samþykkt á Alþingi 1. júlí síðastliðinn. Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda (LK), segir ólíklegt að kjöt af nýjum holdanautastofni verði í boði fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2020.  
 
Sigurður segir að LK hafi pantað 40 fósturvísa frá Noregi og er vonast til að hægt verði að  flytja þá inn í apríl næstkomandi. Heilbrigðisreglur leyfa uppsetningu í fósturmæður í fyrsta lagi 60 dögum eftir töku fósturvísanna, þannig að það gæti því orðið í júní.
 
Að sögn Sigurðar hefur verið ákveðið að koma upp alveg nýju húsnæði undir einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóa. „Upphaflega var gert ráð fyrir að farið yrði með fyrirhugaða einangrunarstöð inn í núverandi fjós tilraunastöðvarinnar á Stóra-Ármóti. Það kom svo í ljós að það yrði mun dýrara til langs tíma að gera það með þeim hætti. Þess í stað verður reist alveg ný stöð til hliðar við núverandi starfsemi, sem heldur óbreytt áfram,“ segir Sigðurður.
 
Verkefnið er unnið í samstarfi LK, Bændasamtaka Íslands og Búnaðarsambands Suðurlands – sem á jörðina Stóra-Ármót og hefur umsjón með starfseminni þar.
 
Eingöngu fluttir inn fósturvísar í byrjun
 
„Við munum eingöngu flytja inn fósturvísa til að byrja með. Við gerum það af því að okkur liggur á að koma okkur upp arfhreinum gripum – hjörð af hreinum Angus-kúm. Í framhaldinu verða þær svo sæddar með innfluttu sæði. Þannig verða til kynbótargripirnir sem fara svo í gegnum einangrunarferlið sem þarf að eiga sér stað áður en þeim er leyft að fara út í umhverfið. 
 
Ég reikna með að af þessum 40 fósturvísum þá verði ekki settir upp nema kannski 14 til 16 af þeim þar sem fanghlutfall út úr svona flutningum verður ekki nema kannski um helmingur. Vonir standa svo til þess að við fáum út úr því svona 12 til 14 kálfa. Fósurvísarnir eru ekki kyngreindir þannig að við munum fá bæði naut og kvígur. Nautkálfarnir fara strax inn í þetta einangrunarferli, í ákveðin hólf á stöðinni, sem tekur níu mánuði. Að svo búnu verður hægt að selja þau til bænda. En áður en það er gert verður tekið úr þeim sæði, sem fer svo í dreifingu. Kvígurnar hins vegar verða fyrsti vísirinn að þessari holdakúahjörð sem verða sæddar með innflutta sæðinu, þegar þær verða kynþroska.
 
Ég geri ráð fyrir að við þurfum að flytja inn þrjá til fjóra fósturvísaskammta áður en við verðum búin að ná hjörðinni upp í æskilegan fjölda gripa, sem verða alls 15 til 20. 
 
Þetta verður mjög seinlegt og ég á ekki von á því að það verði farið að borða kjöt af þessum dýrum fyrr en í kringum 2020 til 2021,“ segir Sigurður.
 
Að sögn Sigurðar gera ætlanir um kostnað við uppsetningu og rekstur stöðvarinnar ráð fyrir að hann muni nema hátt í tvö hundruð milljónum króna á fyrstu fjórum rekstrarárunum.
Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f