Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda.
Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda.
Mynd / smh
Fréttir 21. janúar 2016

Kjötið á markað í fyrsta lagi 2020

Höfundur: smh
Breyting á lögum um innflutning dýra, sem gerir ráð fyrir heimild til innflutnings á sæði og fóðurvísum holdanautgripa í einangrunarstöð á Íslandi, var samþykkt á Alþingi 1. júlí síðastliðinn. Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda (LK), segir ólíklegt að kjöt af nýjum holdanautastofni verði í boði fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2020.  
 
Sigurður segir að LK hafi pantað 40 fósturvísa frá Noregi og er vonast til að hægt verði að  flytja þá inn í apríl næstkomandi. Heilbrigðisreglur leyfa uppsetningu í fósturmæður í fyrsta lagi 60 dögum eftir töku fósturvísanna, þannig að það gæti því orðið í júní.
 
Að sögn Sigurðar hefur verið ákveðið að koma upp alveg nýju húsnæði undir einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóa. „Upphaflega var gert ráð fyrir að farið yrði með fyrirhugaða einangrunarstöð inn í núverandi fjós tilraunastöðvarinnar á Stóra-Ármóti. Það kom svo í ljós að það yrði mun dýrara til langs tíma að gera það með þeim hætti. Þess í stað verður reist alveg ný stöð til hliðar við núverandi starfsemi, sem heldur óbreytt áfram,“ segir Sigðurður.
 
Verkefnið er unnið í samstarfi LK, Bændasamtaka Íslands og Búnaðarsambands Suðurlands – sem á jörðina Stóra-Ármót og hefur umsjón með starfseminni þar.
 
Eingöngu fluttir inn fósturvísar í byrjun
 
„Við munum eingöngu flytja inn fósturvísa til að byrja með. Við gerum það af því að okkur liggur á að koma okkur upp arfhreinum gripum – hjörð af hreinum Angus-kúm. Í framhaldinu verða þær svo sæddar með innfluttu sæði. Þannig verða til kynbótargripirnir sem fara svo í gegnum einangrunarferlið sem þarf að eiga sér stað áður en þeim er leyft að fara út í umhverfið. 
 
Ég reikna með að af þessum 40 fósturvísum þá verði ekki settir upp nema kannski 14 til 16 af þeim þar sem fanghlutfall út úr svona flutningum verður ekki nema kannski um helmingur. Vonir standa svo til þess að við fáum út úr því svona 12 til 14 kálfa. Fósurvísarnir eru ekki kyngreindir þannig að við munum fá bæði naut og kvígur. Nautkálfarnir fara strax inn í þetta einangrunarferli, í ákveðin hólf á stöðinni, sem tekur níu mánuði. Að svo búnu verður hægt að selja þau til bænda. En áður en það er gert verður tekið úr þeim sæði, sem fer svo í dreifingu. Kvígurnar hins vegar verða fyrsti vísirinn að þessari holdakúahjörð sem verða sæddar með innflutta sæðinu, þegar þær verða kynþroska.
 
Ég geri ráð fyrir að við þurfum að flytja inn þrjá til fjóra fósturvísaskammta áður en við verðum búin að ná hjörðinni upp í æskilegan fjölda gripa, sem verða alls 15 til 20. 
 
Þetta verður mjög seinlegt og ég á ekki von á því að það verði farið að borða kjöt af þessum dýrum fyrr en í kringum 2020 til 2021,“ segir Sigurður.
 
Að sögn Sigurðar gera ætlanir um kostnað við uppsetningu og rekstur stöðvarinnar ráð fyrir að hann muni nema hátt í tvö hundruð milljónum króna á fyrstu fjórum rekstrarárunum.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...