Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kisuvettlingar
Hannyrðahornið 27. júní 2016

Kisuvettlingar

Höfundur: Guðrún María
Vettlinga með þessu munstri prjónaði hin færeyska móðir mín á okkur börnin og síðar barnabörnin.  
 
Kisuandlitin voru ýmist einlit eða hver röð í hvort í sínum lit. Öll brosum við þegar við sjáum vettlinga með þessu munstri og munum eftir öllum vettlingunum sem mamma/amma prjónaði. 
 
Garn: 
Navia Trio (fæst hjá Handverkskúnst).
Aðallitur: 1 dokka.
Munsturlitur: 1 dokka.
Vettlingarnir á myndinni eru sinnepsgulir og dökkbláir
 
Prjónar: 
Sokkaprjónar nr 3,5mm og 4,5mm.
 
Prjónafesta:
20 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni.
 
Aðferð:
Fitjið upp 36 lykkjur á sokkaprjóna nr 3,5 tengið í hring og prjónið stroff, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 5 sm. Skiptið yfir á prjóna nr 4,5 og prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út um 4 lykkjur = 40 lykkjur. Bætið við munsturlit og prjónið eftir teikningu. ATH: þegar kemur að lykkjur merktri M í umferð 9, setjið þá prjónamerki sitthvoru megin við hana. Þetta er fyrsta lykkja í þumli og er aukið út sitthvoru megin við hana í annarri hverri umferð alls 5 sinnum = 11 lykkjur á milli prjónamerkjanna. Umferð 19: setjið þumallykkjurnar á þráð/nælu og fitjið upp 1 lykkju = 40 lykkjur aftur á prjónunum. Klárið vettlinginn eftir teikningu, klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru.
 
Þumall: Setjið lykkjurnar sem geymdar voru á sokkaprjóna nr. 4,5, samtals 11 lykkjur, takið upp 4-5 lykkjur = 15-16 lykkjur á þumli. Prjónið slétt með aðallit þar til þumallinn mælist um það bil 4,5 sm.
Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman næstu tvær umferðir. Klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru og herðið að.
 
Frágangur:
Gangið frá endum, þvoið vettlingana í höndum eða á ullarprógrammi í þvottavél og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja,
Guðrún María           
Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...