Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kisuvettlingar
Hannyrðahornið 27. júní 2016

Kisuvettlingar

Höfundur: Guðrún María
Vettlinga með þessu munstri prjónaði hin færeyska móðir mín á okkur börnin og síðar barnabörnin.  
 
Kisuandlitin voru ýmist einlit eða hver röð í hvort í sínum lit. Öll brosum við þegar við sjáum vettlinga með þessu munstri og munum eftir öllum vettlingunum sem mamma/amma prjónaði. 
 
Garn: 
Navia Trio (fæst hjá Handverkskúnst).
Aðallitur: 1 dokka.
Munsturlitur: 1 dokka.
Vettlingarnir á myndinni eru sinnepsgulir og dökkbláir
 
Prjónar: 
Sokkaprjónar nr 3,5mm og 4,5mm.
 
Prjónafesta:
20 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni.
 
Aðferð:
Fitjið upp 36 lykkjur á sokkaprjóna nr 3,5 tengið í hring og prjónið stroff, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 5 sm. Skiptið yfir á prjóna nr 4,5 og prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út um 4 lykkjur = 40 lykkjur. Bætið við munsturlit og prjónið eftir teikningu. ATH: þegar kemur að lykkjur merktri M í umferð 9, setjið þá prjónamerki sitthvoru megin við hana. Þetta er fyrsta lykkja í þumli og er aukið út sitthvoru megin við hana í annarri hverri umferð alls 5 sinnum = 11 lykkjur á milli prjónamerkjanna. Umferð 19: setjið þumallykkjurnar á þráð/nælu og fitjið upp 1 lykkju = 40 lykkjur aftur á prjónunum. Klárið vettlinginn eftir teikningu, klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru.
 
Þumall: Setjið lykkjurnar sem geymdar voru á sokkaprjóna nr. 4,5, samtals 11 lykkjur, takið upp 4-5 lykkjur = 15-16 lykkjur á þumli. Prjónið slétt með aðallit þar til þumallinn mælist um það bil 4,5 sm.
Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman næstu tvær umferðir. Klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru og herðið að.
 
Frágangur:
Gangið frá endum, þvoið vettlingana í höndum eða á ullarprógrammi í þvottavél og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja,
Guðrún María           
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...