Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kirsuber til margra hluta nytsamleg
Mynd / EHG
Á faglegum nótum 6. september 2016

Kirsuber til margra hluta nytsamleg

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Það hefur viðrað sérstaklega vel til berjasprettu ýmiss konar á Norðurlöndunum í ár líkt og á Íslandi. Í Noregi sem dæmi er úr mörgum berjategundum að ráða sem vaxa villt og eða í görðum hjá fólki. Þannig hafa kirsuberjatré þar í landi, sérstaklega á vesturströndinni, gefið af sér gríðargóða uppskeru þetta síðsumarið.
 
Kirsuber eru ávextir með steinum í og í ætt við plómur, þau er hægt að skilgreina í tvo aðalflokka, sætkirsuber og súrkirsuber. Þau hafa dökkrauðan lit á hýðinu og ávaxtakjötinu og eru súr á bragðið. Því er ávöxturinn mikið notaður til saftgerðar ásamt í vín- og líkjöraframleiðslu og er kjörin vara til þess en einnig er hægt að nota berin til sultugerðar. Einnig er hægt að setja berin í sykurlög og úr verða kokteilber eftir ákveðinn tíma. 
 
Vaxa villt um allan heim 
 
Kirsuber koma upprunalega frá svæðinu í kringum Adríahafið en vaxa einnig villt á fleiri stöðum í Evrópu og í heiminum. Nafnið kemur úr kúrdísku, keras, sem breyttist með tímanum í latneska orðið cerasus og síðan í hið germanska kirsa. Víða hefur fólk ávöxtinn á trjám í görðum hjá sér. Berin verða ekki nema um 1–1,5 cm að þvermáli og þegar þau verða þroskuð geta þau verið gul, rauð, blóðrauð eða alveg svört á lit. Í miðju berjanna er kjarninn sem er mjög harður og geymir fræ ávaxtarins. Kirsuberjasteinninn er næstum því kúlulaga og um 0,5–0,8 cm að þvermáli og inniheldur efnið amygdalin sem breytist í sykur og blásýru ef kjarninn skemmist. 
 
Notuð í náttúrumeðöl
 
Kirsuber eru mjög trefjarík og innihalda litarefnið betakaroten. Einnig innihalda þau efni sem eru bólgueyðandi fyrir líkamann. Vegna þess hversu súr ávöxturinn er passar hann einna best til geymslu en þó er hægt að borða hann eins og hann kemur af trjánum til dæmis með jógúrti eða í ávaxtasalat. 
Kirsuber eru ekki eingöngu falleg á að líta heldur eru þau einnig holl. Þannig gefur hálfur lítri af kirsuberjasafti sem nemur dagsneyslu C-vítamína, sé 250 g af kirsuberjum neytt daglega getur neyslan læknað blöðrubólgu og gigt. Ávöxturinn er notaður í náttúrumeðöl gegn tannlosun. Kirsuberjaræktun er útbreidd um allan heim en um 80% af heimsframleiðslunni kemur enn frá Evrópu. 
 
Kirsuberjauppskriftir
 
Kirsuberjalíkjör
  • 1 kg kirsuber
  • 500 g sykur
  • 1 flaska vín, 60%
 
Aðferð:
Hreinsið stilkana af berjunum. Hreinsið steina úr helmingi berjanna. Setjið ber og sykur til skiptis í stórt ílát/flösku. Hellið víninu í ílátið og látið standa við stofuhita þangað til sykurinn hefur bráðnað. Veltið ílátinu við öðru hverju. Líkjörinn á að standa í að minnsta kosti 10 vikur áður en hans er neytt. Ef vantar meiri sætu er bara að bæta við örlítið meiri sykri. Ekki er nauðsynlegt að sigta berin frá ef nota á líkjörinn innan hálfs árs. 
 
Heimatilbúin kirsuberjasósa
  • 500 g kirsuber, fersk eða frosin
  • 150 g sykur
  • 1 vanillustöng
  • 3 dl vatn
  • 2 msk. Maizena-mjöl
  • 2 dl kirsuberjavín/líkjör

4 myndir:

Skylt efni: kirsuber

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...