Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Séra Halla Rut Stefánsdóttir og Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, þjónuðu í messunni að kvöldi 6. júlí þegar endurgerð kirkjunnar var fagnað. Lilja Sigurlín stendur hér á milli þeirra.
Séra Halla Rut Stefánsdóttir og Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, þjónuðu í messunni að kvöldi 6. júlí þegar endurgerð kirkjunnar var fagnað. Lilja Sigurlín stendur hér á milli þeirra.
Mynd / aðsendar
Fréttir 22. ágúst 2025

Kirkjan á Hofi endurgerð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Lilja Sigurlína Pálmadóttir er eigandi jarðarinnar að Hofi á Höfðaströnd, þar sem Hofskirkja stendur fallega í hlaðinu hjá henni með gamla bæinn sér við hlið. Lilja tengist staðnum sterkum böndum, en afi hennar og amma, Jón Jónsson á Hofi og Sigurlína Björnsdóttir, bjuggu þar allan sinn búskap og faðir Lilju, Pálmi Jónsson, er fæddur þar og uppalinn.

Bændakirkja til 1915

„Jörðin komst í mína eigu árið 2002 en kirkjan, sem fyrr á öldum var bændakirkja þar til 1915, var í umsjá sóknarinnar á staðnum.

Það er sífellt erfiðara að halda þessum gömlu kirkjum við, mikill kostnaður sem fylgir og hafði hún liðið fyrir viðhaldsleysi um nokkurt skeið. Mér rann til rifja að sjá hana drabbast niður smátt og smátt, mikil saga er um kirkjuhald á Hofi, sem nær allt til 12. aldar og forfeður mínir liggja þarna í garðinum. Því varð það að samkomulagi að ég tók að mér uppbyggingu hennar. Þar með varð hún aftur bændakirkja og mín eign,“ segir Lilja aðspurð um sögu kirkjunnar og aðdragandann að því að hún eignaðist hana.

Hofskirkja, sem er glæsileg eftir endurbæturnar, en hún stendur í hlaðinu hjá Lilju Sigurlínu á Hofi á Höfðaströnd.

Tvö ár fóru í endurgerðina

Lilja segir að það hafi tekið tvö ár að endurgera kirkjuna en að það hafi verið í traustum höndum þeirra Guðmundar Svavarssonar og Einars Guðmannssonar hjá Trésmiðjunni Ýri á Sauðárkróki.

„Ég hafði Hjörleif Stefánsson arkitekt með mér í ráðum. Kirkjan er 150 ára gömul og friðuð og því mikilvægt að vanda til verka. Fyrsta messa eftir endurbætur var svo 6. júlí síðastliðinn og þjónuðu sr. Halla Rut Stefánsdóttir og Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum. Það var einstaklega ljúf og falleg stund og mál manna að góður andi væri í húsinu,“ segir Lilja.

Mikið stolt

En framtíð kirkjunnar nú eftir endurbæturnar, hver er hún? „Ég sé hana með nokkuð hefðbundnu sniði en þar verði allavega 3 messur á ári, um sumar, jól og páska. Hún er svo að sjálfsögðu opin fyrir athafnir og einnig held ég að hún sé upplögð fyrir tónleika og þess háttar uppákomur. Eftir endurgerðina er ég fyrst og fremst mikið stolt að hafa fengið að færa þennan öldung í sparifötin og gefa henni framtíðarhlutverk, hún sómir sér ákaflega vel núna á staðnum,“ segir Lilja alsæl kirkjueigandi.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...