Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kínverjar með tögl og halgdir í kóbaltframleiðslu heimsins
Fréttir 22. júlí 2019

Kínverjar með tögl og halgdir í kóbaltframleiðslu heimsins

Höfundur: Hörður Kristinsson

Kóbalt er undirstöðuhráefni í framleiðslu á lithium-Ion rafhlöðum ásamt efnunum mangan, nickel og lithium. Eftirspurnin eftir þessum efnum hefur aukist hröðum skrefum í takt við aukna framleiðslu á rafknúnum faratækjum.

Þar hafa Kínverjar verið að koma sér í lykilstöðu og eru nú ráðandi á heimsvísu.

Kóbalt er að mestu aukaafurð sem fæst við vinnslu á kopar og nikkel. Kínverjar hafa markviss verið að styrkja stöðu sína í vinnslu á kóbalti á liðnum árum, þó þar í landi séu einungis grafin upp um 1% af kóbalti í heiminum. Hafa þeir því bæði verið að tryggja sér námuréttindi víða um lönd og styrkja stöðu sína í fullvinnslu á kóbalti. Þannig stóðu 13 kínversk fyrirtæki fyrir um 80% framleiðslunnar í heiminum á árinu 2017 samkvæmt frétt Bloomberg í desember á síðasta ári.

Undanfarin ár hefur kóbalt verið eitt eftirsóttasta hráefnið á heimsmarkaði vegna pólitískra ákvarðana um rafbílavæðingu ökutækja. Þessi silfurblái málmur, sem er afar mikilvægur við framleiðslu á liþíum-rafhlöðum, hefur meira en tvöfaldast í verði á tiltölulega skömmum tíma, eða  allt þar til á síðasta ári. Vegna þess hafa bílaframleiðendur og tæknifyrirtæki svifist einskis í baráttunni við að tryggja aðgengi að þessum mikilvæga málmi til náinnar framtíðar. Uppgröftur á kóbalti á sér líka mjög svartar hliðar og hafa t.d. birst skuggalegar fregnir af notkun á börnum við námuvinnslu í Kongó. 

Kínverjar með 50% hlutdeild í námuvinnslu í Kongó

Áherslan á málminn hefur varpað kastljósinu á námuvinnsluna, en kóbalt er að stærstum hluta grafið upp úr námum í Lýðveldinu Kongó. Þar eru 14 stærstu námufyrirtækin með um 50% framleiðslunnar og öll eru þau í eigu Kínverja. Stærst þeirra er Tenke Fungurume sem er í eigu kínverska fyrirtækisins CMOC er með um 21% af heildarvinnslunni í landinu. Stærsta námufyrirtækið í Kongó er hinsvegar Mutanda Minings sem er með 29% af heildarvinnslunni, en það er í eigu Glencore í Sviss.

Kínverjar með 80% hlutdeild í úrvinnslu á kóbalti

Við úrvinnslu á kóbalti og efnum sem innihalda kóbalt eru Kínverjar ráðandi á heimsvísu með um 80% hlutdeild samkvæmt gögnum Darton Commodities Ltd. Þá stjórna Kínverjar meira og minna allri vinnslu á kóbaltmálmi úr málmgrýti sem kemur frá Kongó og víðar fyrir utan það sem unnið er í einni málmvinnslu í Finnlandi samkvæmt gögnum CRU Group í London. 

68% af kóbalti heimsins kemur frá Kongó

Á árinu 2017 kom meiri en tveir þriðju af öllu kóbalti í heiminum frá Kongó, eða 68%. Þá komu 5% frá Filipseyjum, 4% frá Kúbu, 4% frá Rússlandi, 3% frá Ástralíu, 3% frá Kanada, 3% frá Papua Nýju Gíneu, 3% frá Madagaskar, 2% frá Nýju Kaledóníu, frá Madagaskar, 1% frá Morokkó, 1% frá Suður Afríku, 1% frá Zambíu og 1% frá Kína.

Á endanum fer megnið af hráefninu til kínverskra fyrirtækja sem eru ráðandi á heimsvísu í fullvinnslu á kóbalti sem síðan fer til rafhlöðuframleiðslu. Þá kemur síðan fjöldi fyrirtækja við sögu við að framleiða málmblöndur úr kóbalti, nikkel og mangani sem síðan eru nýttar í rafhlöðurnar. Rafhlöðurnar fara síðan að stórum hluta til fyrirtækja eins og Samsung Electronics Co. og Volkswagen AG.

Kóbaltmálmur og kóbaltduft er þó nýtt í margvíslega aðra framleiðslu en rafhlöður. Þar má t.d. nefna málmblöndur sem m.a. eru notaðar í þotuhreyfla. 

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...