Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kínverjar með tögl og halgdir í kóbaltframleiðslu heimsins
Fréttir 22. júlí 2019

Kínverjar með tögl og halgdir í kóbaltframleiðslu heimsins

Höfundur: Hörður Kristinsson

Kóbalt er undirstöðuhráefni í framleiðslu á lithium-Ion rafhlöðum ásamt efnunum mangan, nickel og lithium. Eftirspurnin eftir þessum efnum hefur aukist hröðum skrefum í takt við aukna framleiðslu á rafknúnum faratækjum.

Þar hafa Kínverjar verið að koma sér í lykilstöðu og eru nú ráðandi á heimsvísu.

Kóbalt er að mestu aukaafurð sem fæst við vinnslu á kopar og nikkel. Kínverjar hafa markviss verið að styrkja stöðu sína í vinnslu á kóbalti á liðnum árum, þó þar í landi séu einungis grafin upp um 1% af kóbalti í heiminum. Hafa þeir því bæði verið að tryggja sér námuréttindi víða um lönd og styrkja stöðu sína í fullvinnslu á kóbalti. Þannig stóðu 13 kínversk fyrirtæki fyrir um 80% framleiðslunnar í heiminum á árinu 2017 samkvæmt frétt Bloomberg í desember á síðasta ári.

Undanfarin ár hefur kóbalt verið eitt eftirsóttasta hráefnið á heimsmarkaði vegna pólitískra ákvarðana um rafbílavæðingu ökutækja. Þessi silfurblái málmur, sem er afar mikilvægur við framleiðslu á liþíum-rafhlöðum, hefur meira en tvöfaldast í verði á tiltölulega skömmum tíma, eða  allt þar til á síðasta ári. Vegna þess hafa bílaframleiðendur og tæknifyrirtæki svifist einskis í baráttunni við að tryggja aðgengi að þessum mikilvæga málmi til náinnar framtíðar. Uppgröftur á kóbalti á sér líka mjög svartar hliðar og hafa t.d. birst skuggalegar fregnir af notkun á börnum við námuvinnslu í Kongó. 

Kínverjar með 50% hlutdeild í námuvinnslu í Kongó

Áherslan á málminn hefur varpað kastljósinu á námuvinnsluna, en kóbalt er að stærstum hluta grafið upp úr námum í Lýðveldinu Kongó. Þar eru 14 stærstu námufyrirtækin með um 50% framleiðslunnar og öll eru þau í eigu Kínverja. Stærst þeirra er Tenke Fungurume sem er í eigu kínverska fyrirtækisins CMOC er með um 21% af heildarvinnslunni í landinu. Stærsta námufyrirtækið í Kongó er hinsvegar Mutanda Minings sem er með 29% af heildarvinnslunni, en það er í eigu Glencore í Sviss.

Kínverjar með 80% hlutdeild í úrvinnslu á kóbalti

Við úrvinnslu á kóbalti og efnum sem innihalda kóbalt eru Kínverjar ráðandi á heimsvísu með um 80% hlutdeild samkvæmt gögnum Darton Commodities Ltd. Þá stjórna Kínverjar meira og minna allri vinnslu á kóbaltmálmi úr málmgrýti sem kemur frá Kongó og víðar fyrir utan það sem unnið er í einni málmvinnslu í Finnlandi samkvæmt gögnum CRU Group í London. 

68% af kóbalti heimsins kemur frá Kongó

Á árinu 2017 kom meiri en tveir þriðju af öllu kóbalti í heiminum frá Kongó, eða 68%. Þá komu 5% frá Filipseyjum, 4% frá Kúbu, 4% frá Rússlandi, 3% frá Ástralíu, 3% frá Kanada, 3% frá Papua Nýju Gíneu, 3% frá Madagaskar, 2% frá Nýju Kaledóníu, frá Madagaskar, 1% frá Morokkó, 1% frá Suður Afríku, 1% frá Zambíu og 1% frá Kína.

Á endanum fer megnið af hráefninu til kínverskra fyrirtækja sem eru ráðandi á heimsvísu í fullvinnslu á kóbalti sem síðan fer til rafhlöðuframleiðslu. Þá kemur síðan fjöldi fyrirtækja við sögu við að framleiða málmblöndur úr kóbalti, nikkel og mangani sem síðan eru nýttar í rafhlöðurnar. Rafhlöðurnar fara síðan að stórum hluta til fyrirtækja eins og Samsung Electronics Co. og Volkswagen AG.

Kóbaltmálmur og kóbaltduft er þó nýtt í margvíslega aðra framleiðslu en rafhlöður. Þar má t.d. nefna málmblöndur sem m.a. eru notaðar í þotuhreyfla. 

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...