Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Keyptu um 200.000 lopapeysur fyrir um fjóra milljarða króna
Fréttir 29. maí 2018

Keyptu um 200.000 lopapeysur fyrir um fjóra milljarða króna

Höfundur: HKr /HS
Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir markaðsstofuna Icelandic Lamb í lok síðasta árs keyptu erlendir ferðamenn sem hingað komu í fyrra um 207 þúsund íslenskar lopapeysur fyrir nær fjóra milljarða króna. Þar af fékk ríkissjóður 750 milljónir í virðisaukaskatt.
 
Engum dylst að Ísland er orðið að vinsælum áningarstað erlendra ferðamanna. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu sóttu rúmlega tvær milljónir okkur heim í fyrra. Þetta er margföldun á örfáum árum.
 
Ástæður vinsældanna eru eflaust margar en ímynd hreinleika og sjálfbærni, alþjóðleg velgengni íþróttafólks og listamanna og landlæg gestrisni okkar Íslendinga hefur án efa hjálpað mikið til. Öflugt markaðsstarf Íslandsstofu og ýmissa íslenskra fyrirtækja skiptir líka verulegu máli. 
 
Ferðamenn koma sterkir inn
 
Markaðsstofan Icelandic Lamb hóf starfsemi fyrir rúmu ári. Helsta verkefni hennar er að kynna íslenskt lambakjöt og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Þetta er m.a. gert með öflugri markaðsherferð á samfélagsmiðlum og samstarfi við um 150 aðila í verslun, veitingarekstri, framleiðslu, nýsköpun og hönnun. Árangurinn hefur verið framar björtustu vonum. Innanlandssala á lambakjöti hefur vaxið síðustu misseri og kannanir sýna okkur að stór hluti þess vaxtar er vegna aukinnar neyslu erlendra ferðamanna.
 
Ferðamenn borða eina og hálfa milljón lambakjötsmáltíða
 
Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir markaðsstofuna Icelandic Lamb í lok síðasta árs borðaði rúmur helmingur erlendu ferðamannanna lambakjöt í Íslands­ferðinni.
 
Sumir borðuðu eingöngu lambakjöt á veitinga­stöðum en aðrir keyptu það úti í búð. Sumir gerðu hvort tveggja. Samtals borðuðu erlendu ferðamennirnir um eina og hálfa milljón skammta af íslensku lambakjöti. Í upphafi þessa árs spurði Gallup líka út í kaup ferðamanna á ull, gærum og ullarvörum.
 
Fjórir milljarðar króna  fyrir sölu á lopapeysum
 
Um þriðjungur þeirra nærri 2.500 erlendu ferðamanna sem svöruðu sögðust hafa keypti einhverjar vörur úr ull, beinum, gærum eða öðrum afurðum sauðkindarinnar. Þegar rýnt er í tölurnar sést einnig að 9,4% þeirra keyptu íslenska lopapeysu í ferðinni. Þetta gera samanlagt um 207 þúsund peysur. Andvirði þeirra út úr búð er öðru hvorum megin við fjóra milljarða króna.  
 
Virðisaukaskattur til ríkis­ins af þessum kaupum nemur um 750 milljónum króna. Bændur þakka handverksfólki, verslunar­eigendum og ferðaþjónustunni samstarfið.

Skylt efni: markaðsmál | ull | gæruskinn

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...