Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ketilsstaðir 2 / Hvammból
Bóndinn 8. mars 2018

Ketilsstaðir 2 / Hvammból

Salóme Þóra Valdimarsdóttir og Ólafur Ögmundsson búa í íbúðar­húsi í Hvammbóli þar sem líka er nýtt smáíbúðagistihús.
 
Búskapurinn er á Ketilsstöðum 2 þar sem Þórhildur Jónsdóttir býr, en hún er móðir Salóme. 
 
Býli:  Ketilsstaðir 2 /Hvammból.
 
Staðsett í sveit:  Í Mýrdal.
 
Ábúendur: Þórhildur Jónsdóttir, Salóme Þóra Valdimarsdóttir og Ólafur Ögmundsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þórhildur býr á Ketilsstöðum en Salóme og Ólafur á Hvammbóli ásamt 3 dætrum, þeim Þórhildi, Sædísi og Hörpu, hundunum Tásu og Sölku og kisunni Ísabellu.
 
Stærð jarðar? Rúmir 300 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað bú með kýr, sauðfé og ferðaþjónustu.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 73 nautgripir, þar af 24 mjólkurkýr og rúmlega 200 kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Það er nú allur gangur á því.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og hey­skapur er yfirleitt skemmti­lega­st­ur en viðgerðir á vélum og tækjum leiðinlegastar.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það fer eftir ýmsu. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau þurfa að vera langtum beinskeyttari.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef stjórnvöld standa sig vel mun honum vegna ágætlega.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Innanlandsmarkaðurinn er mikilvægasti markaðurinn og það ætti frekar að einbeita sér að honum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, rjómi, grænmeti, beikon og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt, steikt eða soðið.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Hjá Þórhildi er eftirminnilegast þegar gaus í Eyjafjallajökli. Hjá Ólafi og Salóme þegar brúðkaupsafmælisdeginum og -kvöldinu síðasta sumar var eytt í það að bjarga doða belju sem lá pikkföst ofan í læk og draga úr henni kálfinn.
 

7 myndir:

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...