Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ketilsstaðir 2 / Hvammból
Bóndinn 8. mars 2018

Ketilsstaðir 2 / Hvammból

Salóme Þóra Valdimarsdóttir og Ólafur Ögmundsson búa í íbúðar­húsi í Hvammbóli þar sem líka er nýtt smáíbúðagistihús.
 
Búskapurinn er á Ketilsstöðum 2 þar sem Þórhildur Jónsdóttir býr, en hún er móðir Salóme. 
 
Býli:  Ketilsstaðir 2 /Hvammból.
 
Staðsett í sveit:  Í Mýrdal.
 
Ábúendur: Þórhildur Jónsdóttir, Salóme Þóra Valdimarsdóttir og Ólafur Ögmundsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þórhildur býr á Ketilsstöðum en Salóme og Ólafur á Hvammbóli ásamt 3 dætrum, þeim Þórhildi, Sædísi og Hörpu, hundunum Tásu og Sölku og kisunni Ísabellu.
 
Stærð jarðar? Rúmir 300 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað bú með kýr, sauðfé og ferðaþjónustu.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 73 nautgripir, þar af 24 mjólkurkýr og rúmlega 200 kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Það er nú allur gangur á því.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og hey­skapur er yfirleitt skemmti­lega­st­ur en viðgerðir á vélum og tækjum leiðinlegastar.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það fer eftir ýmsu. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau þurfa að vera langtum beinskeyttari.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef stjórnvöld standa sig vel mun honum vegna ágætlega.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Innanlandsmarkaðurinn er mikilvægasti markaðurinn og það ætti frekar að einbeita sér að honum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, rjómi, grænmeti, beikon og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt, steikt eða soðið.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Hjá Þórhildi er eftirminnilegast þegar gaus í Eyjafjallajökli. Hjá Ólafi og Salóme þegar brúðkaupsafmælisdeginum og -kvöldinu síðasta sumar var eytt í það að bjarga doða belju sem lá pikkföst ofan í læk og draga úr henni kálfinn.
 

7 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...