Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kertanotkun veldur  eyðingu regnskóga
Fréttir 5. desember 2014

Kertanotkun veldur eyðingu regnskóga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á þessum árstíma er siður að kveikja á kertum og hafa það notalegt í skammdeginu og um jólin, en því miður eiga þessi notalegheit sína dekkri hlið.

Vinsældir pálmaolíu hafa aukist gríðarlega og hún meðal annars notuð til matvælaframleiðslu og í snyrtivöruiðnaði. Pálmaolía er líka notuð til að búa til kerti.

Kosturinn við að nota pálmaolíu í kerti er að hún er bæði ódýr og umhverfisvæn. Ókosturinn er aftur á móti sá að til þess að framleiða olíuna þarf pálmatré og til að rækta þau er gríðarlega stórum svæðum í regnskógunum eytt. Pálmatré eru gróðursett í staðinn með samsvarandi eyðingu búsvæða villtra dýra eins og til dæmis órangútaapa.

Regnskógar Indónesíu hafa orðið hvað verst úti undanfarin ár hvað þetta varðar enda landið stærsti framleiðandi pálmaolíu í heiminum. Dæmi um notkun á pálmaolíu til kertaframleiðslu er að einn stór norrænn seljandi kerta notar á ári um 32.000 tonn af pálmaolíu í framleiðslu sína af um 13.000 hekturum lands.

Búsvæðum órangúta hefur verið eytt af slíkum krafti í Indónesíu að aparnir eru jafnvel taldir vera í útrýmingarhættu þar í landi.

Norska dagblaðið VG gerði nýlega könnun í Noregi sem sýndi fram á að af 18 tegundum kerta á markaði þar innihéldu 14 pálmaolíu en tveir seljendur neituðu að gefa upp hvað væri í kertunum.

Á loftlagsráðstefnunni sem haldin var í New York skuldbundu 20 alþjóðleg matvælafyrirtæki sig til að vinna saman og með ríkjum sem framleiða pálmaolíu og finna leiðir til að bæta úr og draga þannig úr notkun hennar. Markmiðið er að samdrátturinn eigi sér stað án þess að grafa undan efnahag bænda sem lifa á framleiðslu á pálmaolíu. 

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...