Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kertanotkun veldur  eyðingu regnskóga
Fréttir 5. desember 2014

Kertanotkun veldur eyðingu regnskóga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á þessum árstíma er siður að kveikja á kertum og hafa það notalegt í skammdeginu og um jólin, en því miður eiga þessi notalegheit sína dekkri hlið.

Vinsældir pálmaolíu hafa aukist gríðarlega og hún meðal annars notuð til matvælaframleiðslu og í snyrtivöruiðnaði. Pálmaolía er líka notuð til að búa til kerti.

Kosturinn við að nota pálmaolíu í kerti er að hún er bæði ódýr og umhverfisvæn. Ókosturinn er aftur á móti sá að til þess að framleiða olíuna þarf pálmatré og til að rækta þau er gríðarlega stórum svæðum í regnskógunum eytt. Pálmatré eru gróðursett í staðinn með samsvarandi eyðingu búsvæða villtra dýra eins og til dæmis órangútaapa.

Regnskógar Indónesíu hafa orðið hvað verst úti undanfarin ár hvað þetta varðar enda landið stærsti framleiðandi pálmaolíu í heiminum. Dæmi um notkun á pálmaolíu til kertaframleiðslu er að einn stór norrænn seljandi kerta notar á ári um 32.000 tonn af pálmaolíu í framleiðslu sína af um 13.000 hekturum lands.

Búsvæðum órangúta hefur verið eytt af slíkum krafti í Indónesíu að aparnir eru jafnvel taldir vera í útrýmingarhættu þar í landi.

Norska dagblaðið VG gerði nýlega könnun í Noregi sem sýndi fram á að af 18 tegundum kerta á markaði þar innihéldu 14 pálmaolíu en tveir seljendur neituðu að gefa upp hvað væri í kertunum.

Á loftlagsráðstefnunni sem haldin var í New York skuldbundu 20 alþjóðleg matvælafyrirtæki sig til að vinna saman og með ríkjum sem framleiða pálmaolíu og finna leiðir til að bæta úr og draga þannig úr notkun hennar. Markmiðið er að samdrátturinn eigi sér stað án þess að grafa undan efnahag bænda sem lifa á framleiðslu á pálmaolíu. 

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...