Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Kertanotkun veldur  eyðingu regnskóga
Fréttir 5. desember 2014

Kertanotkun veldur eyðingu regnskóga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á þessum árstíma er siður að kveikja á kertum og hafa það notalegt í skammdeginu og um jólin, en því miður eiga þessi notalegheit sína dekkri hlið.

Vinsældir pálmaolíu hafa aukist gríðarlega og hún meðal annars notuð til matvælaframleiðslu og í snyrtivöruiðnaði. Pálmaolía er líka notuð til að búa til kerti.

Kosturinn við að nota pálmaolíu í kerti er að hún er bæði ódýr og umhverfisvæn. Ókosturinn er aftur á móti sá að til þess að framleiða olíuna þarf pálmatré og til að rækta þau er gríðarlega stórum svæðum í regnskógunum eytt. Pálmatré eru gróðursett í staðinn með samsvarandi eyðingu búsvæða villtra dýra eins og til dæmis órangútaapa.

Regnskógar Indónesíu hafa orðið hvað verst úti undanfarin ár hvað þetta varðar enda landið stærsti framleiðandi pálmaolíu í heiminum. Dæmi um notkun á pálmaolíu til kertaframleiðslu er að einn stór norrænn seljandi kerta notar á ári um 32.000 tonn af pálmaolíu í framleiðslu sína af um 13.000 hekturum lands.

Búsvæðum órangúta hefur verið eytt af slíkum krafti í Indónesíu að aparnir eru jafnvel taldir vera í útrýmingarhættu þar í landi.

Norska dagblaðið VG gerði nýlega könnun í Noregi sem sýndi fram á að af 18 tegundum kerta á markaði þar innihéldu 14 pálmaolíu en tveir seljendur neituðu að gefa upp hvað væri í kertunum.

Á loftlagsráðstefnunni sem haldin var í New York skuldbundu 20 alþjóðleg matvælafyrirtæki sig til að vinna saman og með ríkjum sem framleiða pálmaolíu og finna leiðir til að bæta úr og draga þannig úr notkun hennar. Markmiðið er að samdrátturinn eigi sér stað án þess að grafa undan efnahag bænda sem lifa á framleiðslu á pálmaolíu. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...