Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kertanotkun veldur  eyðingu regnskóga
Fréttir 5. desember 2014

Kertanotkun veldur eyðingu regnskóga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á þessum árstíma er siður að kveikja á kertum og hafa það notalegt í skammdeginu og um jólin, en því miður eiga þessi notalegheit sína dekkri hlið.

Vinsældir pálmaolíu hafa aukist gríðarlega og hún meðal annars notuð til matvælaframleiðslu og í snyrtivöruiðnaði. Pálmaolía er líka notuð til að búa til kerti.

Kosturinn við að nota pálmaolíu í kerti er að hún er bæði ódýr og umhverfisvæn. Ókosturinn er aftur á móti sá að til þess að framleiða olíuna þarf pálmatré og til að rækta þau er gríðarlega stórum svæðum í regnskógunum eytt. Pálmatré eru gróðursett í staðinn með samsvarandi eyðingu búsvæða villtra dýra eins og til dæmis órangútaapa.

Regnskógar Indónesíu hafa orðið hvað verst úti undanfarin ár hvað þetta varðar enda landið stærsti framleiðandi pálmaolíu í heiminum. Dæmi um notkun á pálmaolíu til kertaframleiðslu er að einn stór norrænn seljandi kerta notar á ári um 32.000 tonn af pálmaolíu í framleiðslu sína af um 13.000 hekturum lands.

Búsvæðum órangúta hefur verið eytt af slíkum krafti í Indónesíu að aparnir eru jafnvel taldir vera í útrýmingarhættu þar í landi.

Norska dagblaðið VG gerði nýlega könnun í Noregi sem sýndi fram á að af 18 tegundum kerta á markaði þar innihéldu 14 pálmaolíu en tveir seljendur neituðu að gefa upp hvað væri í kertunum.

Á loftlagsráðstefnunni sem haldin var í New York skuldbundu 20 alþjóðleg matvælafyrirtæki sig til að vinna saman og með ríkjum sem framleiða pálmaolíu og finna leiðir til að bæta úr og draga þannig úr notkun hennar. Markmiðið er að samdrátturinn eigi sér stað án þess að grafa undan efnahag bænda sem lifa á framleiðslu á pálmaolíu. 

Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...