Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gríðarlegur tekjusamdráttur er fram undan hjá sauðfjárbændum.
Gríðarlegur tekjusamdráttur er fram undan hjá sauðfjárbændum.
Mynd / BBL
Fréttir 11. ágúst 2017

Kaupfélag Skagfirðinga lækkar verð til sauðfjárbænda um 36%

Höfundur: TB
Kaupfélag Skagfirðinga hefur birt verðskrá fyrir komandi sláturtíð. Grunnverð á algengustu flokkum dilkakjöts er á bilinu 320-360 kr/kg. Verðlækkun er um 36% á milli ára í sumum flokkum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um greiðslufyrirkomulag né sláturkostnað en álag er greitt á fyrstu vikum slátrunar. Sama verðskrá er birt á vef sláturhúss Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, www.skvh.is.
 
Meðalverð á dilkakjöti fer úr 542 kr niður í 347 kr. Verð á öðru kjöti er óbreytt frá því í fyrra eða 116 krónur.


Verðskrá KS. Skjáskot af vef KS, www.ks.is
 
Gangi þessi lækkun yfir alla sauðfjárframleiðslu í landinu þýðir lækkunin ríflega 1.800 milljóna króna tekjuskerðingu fyrir sauðfjárbændur í heild.  
 
Það kemur til viðbótar tæplega 580 milljóna króna tekjuskerðingu í fyrra. Það þýðir að á tveimur árum hafa sauðfjárbændur mátt þola verðlækkun á sínum framleiðsluvörum sem nemur um 2,4 milljörðum króna.
 
Vandséð er hvernig búrekstur sauðfjárbænda þolir þann tekjusamdrátt sem er fyrirsjáanlegur. Tekjuhrun þýðir að margir sauðfjárbændur munu bregða búi og í einhverjum tilvikum fara í greiðsluþrot. Forystumenn sauðfjárbænda hafa unnið að aðgerðum og lagt tillögur fyrir ríkisvaldið til þess að bregðast við vandanum.
 
Enn sem komið er hafa stjórnvöld ekki svarað kalli bænda um tafarlausar aðgerðir til þess að mæta þeirri slæmu stöðu sem nú er uppi. Ef ekkert verður að gert blasir við mikill byggðavandi á þeim svæðum þar sem sauðfjárrækt er hryggjarstykkið í atvinnulífinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá dreifingu sauðfjárbúa um landið en brúnu deplarnir eru þau lögbýli þaðan sem fé hefur komið til slátrunar.


Bæir með skráða búsetu árið 2014 og staðir þaðan sem fé kom til slátrunar.
Heimild: Skýrsla RHA-Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri 2015.

 
Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...