Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gríðarlegur tekjusamdráttur er fram undan hjá sauðfjárbændum.
Gríðarlegur tekjusamdráttur er fram undan hjá sauðfjárbændum.
Mynd / BBL
Fréttir 11. ágúst 2017

Kaupfélag Skagfirðinga lækkar verð til sauðfjárbænda um 36%

Höfundur: TB
Kaupfélag Skagfirðinga hefur birt verðskrá fyrir komandi sláturtíð. Grunnverð á algengustu flokkum dilkakjöts er á bilinu 320-360 kr/kg. Verðlækkun er um 36% á milli ára í sumum flokkum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um greiðslufyrirkomulag né sláturkostnað en álag er greitt á fyrstu vikum slátrunar. Sama verðskrá er birt á vef sláturhúss Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, www.skvh.is.
 
Meðalverð á dilkakjöti fer úr 542 kr niður í 347 kr. Verð á öðru kjöti er óbreytt frá því í fyrra eða 116 krónur.


Verðskrá KS. Skjáskot af vef KS, www.ks.is
 
Gangi þessi lækkun yfir alla sauðfjárframleiðslu í landinu þýðir lækkunin ríflega 1.800 milljóna króna tekjuskerðingu fyrir sauðfjárbændur í heild.  
 
Það kemur til viðbótar tæplega 580 milljóna króna tekjuskerðingu í fyrra. Það þýðir að á tveimur árum hafa sauðfjárbændur mátt þola verðlækkun á sínum framleiðsluvörum sem nemur um 2,4 milljörðum króna.
 
Vandséð er hvernig búrekstur sauðfjárbænda þolir þann tekjusamdrátt sem er fyrirsjáanlegur. Tekjuhrun þýðir að margir sauðfjárbændur munu bregða búi og í einhverjum tilvikum fara í greiðsluþrot. Forystumenn sauðfjárbænda hafa unnið að aðgerðum og lagt tillögur fyrir ríkisvaldið til þess að bregðast við vandanum.
 
Enn sem komið er hafa stjórnvöld ekki svarað kalli bænda um tafarlausar aðgerðir til þess að mæta þeirri slæmu stöðu sem nú er uppi. Ef ekkert verður að gert blasir við mikill byggðavandi á þeim svæðum þar sem sauðfjárrækt er hryggjarstykkið í atvinnulífinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá dreifingu sauðfjárbúa um landið en brúnu deplarnir eru þau lögbýli þaðan sem fé hefur komið til slátrunar.


Bæir með skráða búsetu árið 2014 og staðir þaðan sem fé kom til slátrunar.
Heimild: Skýrsla RHA-Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri 2015.

 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...