Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.
Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Fréttir 19. ágúst 2014

Kartöfluppskeran lofar góðu og lítið um skemmdir vegna bleytu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir óvenju votviðrasamt sumar byrjuðu bændur í Nesjum að taka upp kartöflur snemma í júlí. Uppskeran lofar góðu og lítið er um skemmdir vegna bleytu. Seljavallabændur reikna með að taka allt upp fyrir lok ágúst ef tíð leyfir.

„Vorið var gott og ekki annað að sjá en að kartöfluuppskeran á Hornafirði verði góð,“ segir Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum. „Ég setti fyrstu kartöflurnar niður 9. apríl, sem er óvenju snemmt, og hef verið að taka upp frá því snemma í júlí og senda á markað í Reykjavík.“

Lítið um skemmdir vegna bleytu

„Fyrstu kartöflurnar sem ég tók upp voru premier en svo fylgdu gullauga og rauðar fljótlega á eftir. Júlí var reyndar óvenju votviðrasamur en við höfum sem betur fer að mestu sloppið við skemmdir vegna bleytunnar þrátt fyrir að hún hafi gert okkur erfitt fyrir fyrstu dagana í júlí. Við fluttum okkur því yfir í þurrari garða og gátum þannig þjónað markaðinum að mestu leyti.“

Góðar horfur

Hjalti segist kartöflurnar það góðar að hann sé þegar farinn að taka þær upp til geymslu. „Í fljótu bragði mundi ég áætla að við værum búnir að taka upp um 60 tonn af kartöflum. Ég er þó viss um að við hefðum getað verið búnir að taka upp meira ef tíðin hefði verið betri.“
Að sögn Hjalta ræktar hann kartöflur á um það bil 22 hekturum og þar af eru fimm undir plasti.

Rófur vaxa vel á Hornafirði

„Auk kartaflna ræktum við svolítið af rófum, sem við gætum örugglega gert meira af því að uppskeran er yfirleitt mjög góð. Hér er aftur á móti lítið um annars konar grænmeti og þá er það einungis til heimabrúks,“ segir Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...