Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.
Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Fréttir 19. ágúst 2014

Kartöfluppskeran lofar góðu og lítið um skemmdir vegna bleytu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir óvenju votviðrasamt sumar byrjuðu bændur í Nesjum að taka upp kartöflur snemma í júlí. Uppskeran lofar góðu og lítið er um skemmdir vegna bleytu. Seljavallabændur reikna með að taka allt upp fyrir lok ágúst ef tíð leyfir.

„Vorið var gott og ekki annað að sjá en að kartöfluuppskeran á Hornafirði verði góð,“ segir Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum. „Ég setti fyrstu kartöflurnar niður 9. apríl, sem er óvenju snemmt, og hef verið að taka upp frá því snemma í júlí og senda á markað í Reykjavík.“

Lítið um skemmdir vegna bleytu

„Fyrstu kartöflurnar sem ég tók upp voru premier en svo fylgdu gullauga og rauðar fljótlega á eftir. Júlí var reyndar óvenju votviðrasamur en við höfum sem betur fer að mestu sloppið við skemmdir vegna bleytunnar þrátt fyrir að hún hafi gert okkur erfitt fyrir fyrstu dagana í júlí. Við fluttum okkur því yfir í þurrari garða og gátum þannig þjónað markaðinum að mestu leyti.“

Góðar horfur

Hjalti segist kartöflurnar það góðar að hann sé þegar farinn að taka þær upp til geymslu. „Í fljótu bragði mundi ég áætla að við værum búnir að taka upp um 60 tonn af kartöflum. Ég er þó viss um að við hefðum getað verið búnir að taka upp meira ef tíðin hefði verið betri.“
Að sögn Hjalta ræktar hann kartöflur á um það bil 22 hekturum og þar af eru fimm undir plasti.

Rófur vaxa vel á Hornafirði

„Auk kartaflna ræktum við svolítið af rófum, sem við gætum örugglega gert meira af því að uppskeran er yfirleitt mjög góð. Hér er aftur á móti lítið um annars konar grænmeti og þá er það einungis til heimabrúks,“ segir Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...