Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.
Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Fréttir 19. ágúst 2014

Kartöfluppskeran lofar góðu og lítið um skemmdir vegna bleytu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir óvenju votviðrasamt sumar byrjuðu bændur í Nesjum að taka upp kartöflur snemma í júlí. Uppskeran lofar góðu og lítið er um skemmdir vegna bleytu. Seljavallabændur reikna með að taka allt upp fyrir lok ágúst ef tíð leyfir.

„Vorið var gott og ekki annað að sjá en að kartöfluuppskeran á Hornafirði verði góð,“ segir Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum. „Ég setti fyrstu kartöflurnar niður 9. apríl, sem er óvenju snemmt, og hef verið að taka upp frá því snemma í júlí og senda á markað í Reykjavík.“

Lítið um skemmdir vegna bleytu

„Fyrstu kartöflurnar sem ég tók upp voru premier en svo fylgdu gullauga og rauðar fljótlega á eftir. Júlí var reyndar óvenju votviðrasamur en við höfum sem betur fer að mestu sloppið við skemmdir vegna bleytunnar þrátt fyrir að hún hafi gert okkur erfitt fyrir fyrstu dagana í júlí. Við fluttum okkur því yfir í þurrari garða og gátum þannig þjónað markaðinum að mestu leyti.“

Góðar horfur

Hjalti segist kartöflurnar það góðar að hann sé þegar farinn að taka þær upp til geymslu. „Í fljótu bragði mundi ég áætla að við værum búnir að taka upp um 60 tonn af kartöflum. Ég er þó viss um að við hefðum getað verið búnir að taka upp meira ef tíðin hefði verið betri.“
Að sögn Hjalta ræktar hann kartöflur á um það bil 22 hekturum og þar af eru fimm undir plasti.

Rófur vaxa vel á Hornafirði

„Auk kartaflna ræktum við svolítið af rófum, sem við gætum örugglega gert meira af því að uppskeran er yfirleitt mjög góð. Hér er aftur á móti lítið um annars konar grænmeti og þá er það einungis til heimabrúks,“ segir Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum.

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...