Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kanilsnúðar, kransatoppar og Snickerskaka
Matarkrókurinn 18. nóvember 2016

Kanilsnúðar, kransatoppar og Snickerskaka

Hér er uppskrift að sígildum snúðum. Hinum fullkomna snúð er náð með því að baka hann í formi því þá verður fyllingin að karmellu í forminu og snúðarnir hreint sælgæti. 
 
Kanilsnúðar bakaðir í muffinsformi
um 12 stykki
 
Deigið
 • 5 dl köld mjólk
 • 50 g ger
 • 1 stórt egg
 • 1 kg af hveiti
 • 150 g af sykri
 • 10 g af salti sjávar
 • 15 g kardimommur muldar eða smá sletta af kardimommudropum
 • 150 g smjör
 • Fylling
 • 200 g mjúkt smjör
 • 200 g sykur
 • 20 g mulinn kanill

Þar að auki

 • 1 egg  til að pensla fyrir bakstur
 • smá sykur til að strá yfir fyrir bakstur

Hellið kaldri mjólk í skál og hrærið saman við gerið. Bætið eggjum, hveiti, sykur, salt og kardimommum saman við og hnoðið deigið þar til það er alveg slétt og gljáandi og losnar frá skálinni. Það tekur um 7–8 mínútur. Best er að nota hrærivél, setja hana á krók eða spaða og hræra á litlum hraða. Skerið smjörið í litla teninga og setjið þá í deigið, sem verður nú hnoðað þar til það er slétt og glansandi. Það tekur um 7–8 mínútur. Leyfið deiginu svo að hvíla undir klút í 1½ klukkustund þangað til það hefur stækkað um helming. Sláið deigið niður og látið kólna í kæli í að minnsta kosti klukkustund. Meðan deigið hvílir er hrært í fyllinguna með því að blanda, smjöri, sykri og kanil saman.

 
Fletjið deigið út á hveitistráðu yfirborði og rúllið út í stykki sem eru um 30 sinnum 60 sentimetrar að stærð. Smyrjið fyllingunni jafnt ofan á deigið. Rúllið út og skerið í sneiðar, setjið í smurð form, til dæmis silikon eða ál muffinsform. Látið hefast  á  heitum stað þangað til snúðarnir hafa  tvöfaldast í stærð. Penslið með eggi og bakið við 200 gráður í um 12–14 mínútur (það má strá kanilsykri yfir fyrir bakstur til að fá stökka skel á toppinn).
 
Kransatoppar
 • 500 g gott marsípan (að minnsta kosti 60 prósent möndlur)
 • 200 g sykur
 • ½ bolli eggjahvítur
Skiptið marsípaninu í litla bita og setjið í hrærivél. Hrærið sykur og eggjahvítur saman í skál. Hellið sykurblöndunni yfir marsípanblönduna og hrærið saman. Hitið ofninn í 190 gráður. Mótið kransabitana eins og óskað er og bakið þar til þeir eru orðnir gulbrúnir, eða um 10 mínútur. Gæti tekið minni tíma svo passið upp á að bitarnir séu mjúkir. 
 
Látið standa í klukkutíma áður en kransabitarnir eru borðaðir.
 
Svo er hægt að dýfa þeim í súkkulaði, eða gera ýmis bragðafbrigði; til dæmis með berjum eða eplum. Það má líka fylla með hnetum eða pistasíu hnetumassa.
 
Kransatopparnir geymast  í  nokkra mánuði í frysti.
 
Snickerskaka
20 stykki
 
Hér er lúxusútgáfa af sígildu Snickers, með  hnetu­smjöri og ríkulega húðað með mjólkur­súkkulaði.
 
Kökubotn
 • 240 g af mjúku smjöri
 • 160 g flórsykur
 • 60 g möndlumjöl eða fínt saxaðar möndlur
 • 2 meðalstór egg
 • korn af ½ vanillufræbelg eða 2 tsk. vanilludropar
 • 470 g af hveiti
 • 1 tsk. fínt salt
Setjið smjör, flórsykur, möndlu­mjöl, egg, vanillufræ og 120 grömm af hveiti í hrærivélaskál og hrærið deigið saman með krók. Verið varkár og ofþeytið blönduna ekki. Bætið við restinni af hveitinu, um 350 g, og salti. Blandið hratt en vel saman. 
 
Skiptið deiginu  í tvo jafna hluta og rúllið deigið út í 2,5 mm þykkt milli tveggja blaða af vaxpappír. Setjið það í kæli og látið deigið hvíla í að minnsta kosti klukkustund. Hitið ofninn í 180 gráður. 
 
Takið deigið úr kæli og setjið í form að eigin vali og gatið nokkrum sinnum með gaffli. Takið álpappír og pressið niður í bakstri með þurrkuðum baunum eða hrísgrjónum (má sleppa en þá gæti deigið lyfst aðeins upp við baksturinn). Bakið ljósbrúnt í nokkrar mínútur.
 
Jarðhnetufylling
150 g af hunangi
100 g kókosfita
60 g af smjöri
600 g salthnetur
mjólkursúkkulaði til að hjúpa stykkin
 
Hitið hunang og kókosfitu saman.Bræðið smjör og hellið því yfir blönduna. Saxið salthnetur og setjið í blönduna (spara smá fyrir skraut). Hellið öllu yfir botninn. kælið og skerið í 20 löng stykki. 
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið svo hverju stykki í eða smyrjið yfir og skerið svo í langa bita á eftir. Skreytið toppinn með  hökkuðum  salthnetum.

3 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...