Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kanilsnúðar, kransatoppar og Snickerskaka
Matarkrókurinn 18. nóvember 2016

Kanilsnúðar, kransatoppar og Snickerskaka

Hér er uppskrift að sígildum snúðum. Hinum fullkomna snúð er náð með því að baka hann í formi því þá verður fyllingin að karmellu í forminu og snúðarnir hreint sælgæti. 
 
Kanilsnúðar bakaðir í muffinsformi
um 12 stykki
 
Deigið
 • 5 dl köld mjólk
 • 50 g ger
 • 1 stórt egg
 • 1 kg af hveiti
 • 150 g af sykri
 • 10 g af salti sjávar
 • 15 g kardimommur muldar eða smá sletta af kardimommudropum
 • 150 g smjör
 • Fylling
 • 200 g mjúkt smjör
 • 200 g sykur
 • 20 g mulinn kanill

Þar að auki

 • 1 egg  til að pensla fyrir bakstur
 • smá sykur til að strá yfir fyrir bakstur

Hellið kaldri mjólk í skál og hrærið saman við gerið. Bætið eggjum, hveiti, sykur, salt og kardimommum saman við og hnoðið deigið þar til það er alveg slétt og gljáandi og losnar frá skálinni. Það tekur um 7–8 mínútur. Best er að nota hrærivél, setja hana á krók eða spaða og hræra á litlum hraða. Skerið smjörið í litla teninga og setjið þá í deigið, sem verður nú hnoðað þar til það er slétt og glansandi. Það tekur um 7–8 mínútur. Leyfið deiginu svo að hvíla undir klút í 1½ klukkustund þangað til það hefur stækkað um helming. Sláið deigið niður og látið kólna í kæli í að minnsta kosti klukkustund. Meðan deigið hvílir er hrært í fyllinguna með því að blanda, smjöri, sykri og kanil saman.

 
Fletjið deigið út á hveitistráðu yfirborði og rúllið út í stykki sem eru um 30 sinnum 60 sentimetrar að stærð. Smyrjið fyllingunni jafnt ofan á deigið. Rúllið út og skerið í sneiðar, setjið í smurð form, til dæmis silikon eða ál muffinsform. Látið hefast  á  heitum stað þangað til snúðarnir hafa  tvöfaldast í stærð. Penslið með eggi og bakið við 200 gráður í um 12–14 mínútur (það má strá kanilsykri yfir fyrir bakstur til að fá stökka skel á toppinn).
 
Kransatoppar
 • 500 g gott marsípan (að minnsta kosti 60 prósent möndlur)
 • 200 g sykur
 • ½ bolli eggjahvítur
Skiptið marsípaninu í litla bita og setjið í hrærivél. Hrærið sykur og eggjahvítur saman í skál. Hellið sykurblöndunni yfir marsípanblönduna og hrærið saman. Hitið ofninn í 190 gráður. Mótið kransabitana eins og óskað er og bakið þar til þeir eru orðnir gulbrúnir, eða um 10 mínútur. Gæti tekið minni tíma svo passið upp á að bitarnir séu mjúkir. 
 
Látið standa í klukkutíma áður en kransabitarnir eru borðaðir.
 
Svo er hægt að dýfa þeim í súkkulaði, eða gera ýmis bragðafbrigði; til dæmis með berjum eða eplum. Það má líka fylla með hnetum eða pistasíu hnetumassa.
 
Kransatopparnir geymast  í  nokkra mánuði í frysti.
 
Snickerskaka
20 stykki
 
Hér er lúxusútgáfa af sígildu Snickers, með  hnetu­smjöri og ríkulega húðað með mjólkur­súkkulaði.
 
Kökubotn
 • 240 g af mjúku smjöri
 • 160 g flórsykur
 • 60 g möndlumjöl eða fínt saxaðar möndlur
 • 2 meðalstór egg
 • korn af ½ vanillufræbelg eða 2 tsk. vanilludropar
 • 470 g af hveiti
 • 1 tsk. fínt salt
Setjið smjör, flórsykur, möndlu­mjöl, egg, vanillufræ og 120 grömm af hveiti í hrærivélaskál og hrærið deigið saman með krók. Verið varkár og ofþeytið blönduna ekki. Bætið við restinni af hveitinu, um 350 g, og salti. Blandið hratt en vel saman. 
 
Skiptið deiginu  í tvo jafna hluta og rúllið deigið út í 2,5 mm þykkt milli tveggja blaða af vaxpappír. Setjið það í kæli og látið deigið hvíla í að minnsta kosti klukkustund. Hitið ofninn í 180 gráður. 
 
Takið deigið úr kæli og setjið í form að eigin vali og gatið nokkrum sinnum með gaffli. Takið álpappír og pressið niður í bakstri með þurrkuðum baunum eða hrísgrjónum (má sleppa en þá gæti deigið lyfst aðeins upp við baksturinn). Bakið ljósbrúnt í nokkrar mínútur.
 
Jarðhnetufylling
150 g af hunangi
100 g kókosfita
60 g af smjöri
600 g salthnetur
mjólkursúkkulaði til að hjúpa stykkin
 
Hitið hunang og kókosfitu saman.Bræðið smjör og hellið því yfir blönduna. Saxið salthnetur og setjið í blönduna (spara smá fyrir skraut). Hellið öllu yfir botninn. kælið og skerið í 20 löng stykki. 
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið svo hverju stykki í eða smyrjið yfir og skerið svo í langa bita á eftir. Skreytið toppinn með  hökkuðum  salthnetum.

3 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...