Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kalla eftir þátttöku á Terra Madre Nordic
Fréttir 21. júní 2022

Kalla eftir þátttöku á Terra Madre Nordic

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slow Food hreyfingin á Norðurlöndunum mun halda matarhátíðina Terra Madre Nordic 1.–3. september nk. í Stokkhólmi, í samvinnu við Eldrimner, sem eru þarlend samtök smáframleiðenda.

Samtök smáframleiðenda matvæla kalla eftir þátttöku félagsmanna á hátíðinni.

Á Terra Madre Nordic felst dagskráin í málstofum, vinnusmiðjum, smökkunum og uppákomum á svæðinu.

Samhliða þeirri matarhátíð verður keppt í matarhandverki á viðburðinum Nordic Artisan Food Awards, sem er óformleg Norðurlandakeppni.

Terra Madre á Norðurlöndunum ber svipmót alþjóðlegu Terra Madre hátíðarinnar sem haldin er í Tórínó á Ítalíu annað hvert haust. Síðast voru slíkar hátíðir haldnar árið 2018, en féllu niður árið 2020 vegna Covid- 19-faraldursins.

Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum smáframleiðenda matvæla stendur Íslendingum til boða að taka þátt í nokkrum viðburðum hátíðarinnar en áhugasömum er bent á að hafa samband við Slow Food á Íslandi fyrir nánari upplýsingar.

Drög að dagskrá

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...