Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurheimt votlendis telst til loftslagsaðgerða.
Endurheimt votlendis telst til loftslagsaðgerða.
Mynd / ghp
Fréttir 24. júlí 2017

Kalla eftir hugmyndum að loftslagsaðgerðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Vinna stjórnvalda við aðgerða­áætlun í loftslagsmálum er hafin og hefur verið opnað sérstakt vefsvæði tileinkað vinnunni á slóðinni www.co2.is.  Aðgerðaráætlunin mun miða að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum til 2030.
 
Sérstök verkefnisstjórn og sex faghópar vinna áætlunina, en við vinnu aðgerðaáætlunarinnar er áhersla lögð á samráð við haghafa og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins. Almenningur er því hvattur til að senda inn hugmyndir og tillögur að aðgerðum í gegnum netfangið loftslag@uar.is. Allar innsendar tillögur og ábendingar verða birtar undir nafni sendanda á vefsvæði aðgerðaráætlunarinnar.
 
Samkvæmt tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu er ætlunin að birta jafnóðum á vefsvæðinu þær tillögur sem berast en þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar er tengjast vinnunni við aðgerðaáætlun, s.s. um verkefnastjórn áætlunarinnar, þá sex faghópa sem vinna að tillögum er varða afmarkaða geira atvinnulífs og samfélags og sérstakan samráðsvettvang sem er ætlað að vera verkefnisstjórn og faghópum til ráðgjafar meðan á vinnunni stendur.
 
Gert er ráð fyrir að aðgerðaáætlunin liggi fyrir í lok árs 2017 en með henni er stefnt að því að setja fram aðgerðir sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...