Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Endurheimt votlendis telst til loftslagsaðgerða.
Endurheimt votlendis telst til loftslagsaðgerða.
Mynd / ghp
Fréttir 24. júlí 2017

Kalla eftir hugmyndum að loftslagsaðgerðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Vinna stjórnvalda við aðgerða­áætlun í loftslagsmálum er hafin og hefur verið opnað sérstakt vefsvæði tileinkað vinnunni á slóðinni www.co2.is.  Aðgerðaráætlunin mun miða að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum til 2030.
 
Sérstök verkefnisstjórn og sex faghópar vinna áætlunina, en við vinnu aðgerðaáætlunarinnar er áhersla lögð á samráð við haghafa og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins. Almenningur er því hvattur til að senda inn hugmyndir og tillögur að aðgerðum í gegnum netfangið loftslag@uar.is. Allar innsendar tillögur og ábendingar verða birtar undir nafni sendanda á vefsvæði aðgerðaráætlunarinnar.
 
Samkvæmt tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu er ætlunin að birta jafnóðum á vefsvæðinu þær tillögur sem berast en þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar er tengjast vinnunni við aðgerðaáætlun, s.s. um verkefnastjórn áætlunarinnar, þá sex faghópa sem vinna að tillögum er varða afmarkaða geira atvinnulífs og samfélags og sérstakan samráðsvettvang sem er ætlað að vera verkefnisstjórn og faghópum til ráðgjafar meðan á vinnunni stendur.
 
Gert er ráð fyrir að aðgerðaáætlunin liggi fyrir í lok árs 2017 en með henni er stefnt að því að setja fram aðgerðir sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti
Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...