Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kálfagerði
Bóndinn 29. janúar 2015

Kálfagerði

Ágúst Ásgrímsson og Hulda Sigurðardóttir búa í raun á þremur jörðum; Stekkjarflötum, þar sem íbúðarhúsið er, Kálfagerði, þar sem kúabúið er, og á Guðrúnarstöðum.

Býli:  Stekkjarflatir/ Kálfagerði/Guðrúnarstaðir.

Staðsett í sveit:  Í Eyjafjarðarsveit.

Ábúendur: Ágúst Ásgrímsson, Hulda Sigurðardóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): 

Börn: Ágúst Máni Ágústsson, f. 2000, Bergþór Bjarmi Ágústsson, f. 2004, Anna Sonja Ágústsdóttir, f. 1988 og Sigmundur Rúnar Sveinsson, f. 1987, tengdasonur. Einnig eru  tveir „field trial“-labradorar sem notaðir eru við skotveiðar, Rösk og Baltó.

Stærð jarðar? Við búum á þrem jörðum, allar eru þær frekar smáar en ræktað land er um 75 ha.

Gerð bús? Mjólkurframleiðsla með brautakerfi í 36 bása fjósi og 226.312 lítra greiðslumark.

Fjöldi búfjár og tegundir? 107 nautgripir, 40 hross, 30 kindur, 5 geitur og 3 fjóskettir.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 

Dagurinn byrjar og endar á fjósverkum að vetri en á öðrum árstímum eru dagarnir mun lengri og er þá hefðbundnum bústörfum sinnt bæði á milli mála og á kvöldin.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Engin bústörf leiðinleg aðeins mismunandi skemmtileg og hver árstími hefur sinn sjarma.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir 5 ár verðum við vonandi sveitt við að byggja nýtt fjós.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru almennt í góðu lagi að okkar mati en forustan mætti vera beittari í tilsvörum fyrir okkur bændur í fjölmiðlum.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Smjör mun drúpa af hverju strái ef okkur tekst að halda sjálfstæði okkar og látum ekki stjórnast af  einhverjum skrifstofublókum í Evrópusambandinu.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í lambakjötinu, því framleiðslugetan er gífurlega vannýtt, en markaðsmálin virðast ganga hægt. Einnig höfum við trú á skyrinu og öðrum mjólkurafurðum. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk úr tanknum, ostur, smjör, súrmjólk, egg og grænmeti.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Íslenska lambalærið, hrossalund og villibráð.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var mjög eftirminnilegt þegar við keyptum fyrstu jörðina 1999 og hófum okkar búskap einn fallegan sumardag. Við sváfum á gólfinu í íbúðarhúsinu fyrstu vikuna alveg án allrar búslóðar. Ágúst hafði aldrei komið við kú áður en hann gerðist bóndi og Hulda var með heilar sex mjaltir á bakinu frá Hólaskóla (hestabraut) hehe. Við vissum sem sagt ekkert í okkar haus varðandi kúabúskap  og erum enn að læra og stefnum fram á við.

7 myndir:

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.