Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kálfafell 2
Bærinn okkar 9. ágúst 2017

Kálfafell 2

Á Kálfafelli 2 í Suðursveit hefur verið eingöngu sauðfjábúskapur í 26 ár og nú er tíundi ættliður­inn að taka við.
 
Býli:  Kálfafell 2
 
Staðsett í sveit: Suðursveit. Sveit sólar.
 
Ábúendur: Bjarni Steinþórsson, Hrefna Guðmund­ar­dóttir, Aðal­björg Bjarnadóttir, Bjarni Haukur Bjarnason og smalamaðurinn Ingunn Bjarnadóttir.. 
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fimm, auk þriggja hundar.
 
Stærð jarðar? 6000 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú. 
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 600 fjár, 9 geitur, 7 hænur og 5 hestar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er mjög árstíðarbundið. Þessa dagana hefur verið hey­skapur svo maður reynir að krafla í því meðan vel viðrar. Þess á milli erum við að byggja íbúðarhús sem allur frítími fer í. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Hjá yngri bændunum er heyskapur, sæðingar og sauðburður á toppnum! Það er alltaf svo mikið stuð á bænum að ekkert starf getur orðið leiðinlegt.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Bara mjög svipaðan. Kannski fleiri geitur og betri smalahundar.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Það vantar alla samstöðu. Það er alltof mikill metingur á milli bænda.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? 
Hann mun sveiflast upp og niður einsog hann hefur gert síðustu áratugi. 
 
Hvar teljið þið að helstu tæki­færin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Það er hægt að flytja allt út ef það er vel markaðsett.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, ostur og smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Feitt kjöt af veturgömlu!
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Einn veturinn þegar við fórum í morgungegningar var hurðin í gemsakrónni opin og hver einasta klauf farin út. 
 
Þá hélt æðsti bóndinn að allir væru löngu horfnir til fjalla, en þegar við komum heim úr gegn­ingum sáum við þá alla með tölu í garðinum heima. Það var mikill léttir.

5 myndir:

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...