Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kálfafell 1b
Bóndinn 23. júní 2016

Kálfafell 1b

Í nóvember 2006 fluttum við hjónin hingað að Kálfafelli ásamt þremur börnum, en þá höfðum við verið búsett á Sauðárkróki um nokkurra ára skeið.  Heiða er fædd og uppalin í Skagafirðinum, frá Ketu í Hegranesi, en Bjössi er frá Kálfafelli og uppalinn þar.  Við tókum alfarið við búrekstrinum af foreldrum Bjössa um áramótin 2006–7, en þá voru hér eingöngu kýr og nautgripir. 
 
Síðan við tókum við höfum við breytt fjárhúsi, sem byggt var árið 1993, í uppeldishús með áburðarkjallara fyrir kálfa og geldneyti.  Höfum auk þess tekið íbúðarhúsið í gegn að hluta til og endurnýjað vélar og tækjakost talsvert.
 
Býli: Kálfafell 1b.
 
Staðsett í sveit: Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Björn Helgi Snorrason og Ragnheiður Hlín Símonardóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við hjónin búum hér á Kálfafelli ásamt fjórum af börnunum okkar, þeim Hafdísi Gígju (18 ára),  Írisi Hönnu (16 ára), Símoni Snorra (10 ára) og Daníel Smára (8 ára).  Hafdís Gígja og Íris Hanna eru dætur Heiðu af fyrra sambandi en Bjössi á fyrir dæturnar Ágústu Margréti (16 ára), Amalíu Rut (15 ára) og Ragnheiði Ingu (14 ára), sem koma hér öðru hvoru í heimsóknir. Strákarnir eru sameign okkar hjónanna. Við eigum border collie tíkina Freyju og köttinn Pétur sem hefur fylgt okkur frá upphafi okkar búskapar. Kettlingurinn Páll er svo nýfluttur hingað til okkar til að veita Pétri selskap í ellinni og létta honum lífið á músavaktinni.
 
Stærð jarðar? Heildarstærð jarðar u.þ.b. 5.000 ha. Á Kálfafelli er þríbýlt og kirkjustaður.
 
Gerð bús? Blandað bú, aðallega mjólkur- og nautakjötsframleiðsla.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum aðallega með kúabú, eigum um 40 mjólkandi kýr í básafjósi með rennibrautarkerfi.  Erum einnig í nautaeldi, setjum alla kálfa á og ölum kvígurnar upp til mjólkurframleiðslu en nautin til kjötframleiðslu. Höfum einnig keypt kálfa til uppeldis af og til. Núna erum við með um 105 naut og kvígur í uppeldi, allt frá mjólkurkálfum til tveggja ára aldurs. Við eigum um 20 kindur til heimilisins og 15 hross auk 5 folalda. Hænurnar eru 5 auk nokkurra hænuunga sem eru nýklaktir úr eggjunum.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Allir dagar byrja með morgunmjöltum, gjöfum og gegningum.  Útiverkin eru mörg sem þarf að sinna og það er alltaf í næg horn að líta, allan ársins hring. Jarðrækt á vorin og heyskapur á sumrin, smalamennskur á haustin og eitt og annað eins og t.d. almennt viðhald sem reynt er að sinna yfir vetrarmánuðina eins og kostur er.  Dagarnir enda flestir á kvöldmjöltum, þó oft sé líka gripið í einhver verk eftir mjaltir á kvöldin, sérstaklega yfir sumartím­ann. Við heyjum töluvert út í frá, á nágrannabæjum í Fljótshverfi og austast á Síðu. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest bústörfin eru skemmtileg, hvert á sinn hátt.  Bjössa finnast þó alltaf gripaflutningar frekar hvimleiðir og Heiðu leiðist pappírsvinnan  í kringum búskapinn.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það veltur á þróun afurðaverðs.  Draumurinn er að byggja upp, stækka fjósið og bæta vinnuaðstöðuna til muna. Eins og er metum við hlutina þó þannig að ekki séu forsendur fyrir því að fara í miklar breytingar.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Sumt er í góðu lagi og erum við þakklát fyrir það sem vel er gert. Nauðsynlegt væri að málsvarar okkar bænda væru öflugri í að leiðrétta það þegar farið er með rangt mál í fjölmiðlum og beittu sér enn frekar fyrir aukinni fræðslu til hins almenna neytanda.  Okkur finnst skortur á að það sem ranglega er sett fram sé leiðrétt og útskýrt á réttan og vel framsettan hátt.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi sem best, hann er jú ein af aðal undirstöðum  þess að við séum sjálfbær þjóð sem ekki er upp á aðra komin með þá nauðsynjavöru sem matvæli eru. Við framleiðum úrvals vörur á Íslandinu góða.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Okkur hefur sýnst  útflutningur vera býsna fallvaltur og erfitt að stóla á hann, a.m.k. núna þegar offramleiðsla á mjólk er allt of víða vandamál erlendis.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkin beint úr kúnum og eggin úr hænunum, smjör, ostur, jógúrt og skinka.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sitt sýnist hverjum.  Lamba-, nauta- og folaldasteikur klikka auðvitað aldrei með góðu meðlæti og sveppaostasósu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það hljóti ekki að vera þegar við vöknuðum að morgni 22. maí 2011 og sáum ekki handa okkar skil vegna öskufalls úr Grímsvötnum. Þegar við héldum til fjósverka þann morgun tókum við á okkur stefnuna enda fjósið hvergi sjáanlegt í kolsvörtum öskubylnum. Þurftum svo að þreifa okkur eftir veggjunum til að finna fjóshurðina. 
 
Þögnin var svo mikil í fjósinu að við hefðum getað heyrt saumnál detta, það er ekki oft sem kýr setur svona algjörlega hljóðar. Við vorum nýlega búin að setja út kvígur og allt lambfé var nýkomið út í hagana þegar þetta var. Þetta var ótrúlegur tími og erfitt meðan á því stóð en betur fór en á horfðist til lengri tíma litið.
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...