Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kennarinn Jón Stefánsson með Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.
Kennarinn Jón Stefánsson með Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.
Mynd / Mynd / umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Fréttir 16. september 2019

Jóni Stefánsson hlaut viðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Höfundur: smh

Dagur íslenskrar náttúru er í dag. Í tilefni dagsins veitti Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra tvær viðurkenningar vegna framlaga til náttúruverndar. Sagafilm hlaut Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir sjónvarpsþættina Hvað höfum við gert? og Jóni Stefánssyni var veitt Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti.

Aðstandendur sjónvarpsþáttaraðarinnar Hvað höfum við gert? með Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra og Rögnu Söru Jónsdóttur, formanni dómnefndar, sem er lengst til vinstri. Mynd / umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Í rökstuðningi dómnefndar vegna Fjölmiðlaviðurkenningarinnar segir að með þáttaröðinni hafi Sagafilm tekist að setja loftslagsmálin rækilega á dagskrá í íslensku samfélagi. „Í þáttaröðinni, sem er einstök í íslenskri fjölmiðlasögu, er fjallað með grípandi hætti um loftslagsbreytingar af manna völdum; hvernig þessar breytingar munu að líkindum hafa áhrif á samfélag mannanna hér á landi og víðar, en um leið var sjónum beint að því hvað þarf að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem og til að milda áhrif þeirra breytinga sem yfirvofandi eru á veðrakerfum og náttúru Jarðarinnar,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.

Í rökstuðningi fyrir Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti segir að Jón Stefánsson hafi skarað fram úr sem kennari „með sínum óþrjótandi áhuga á að nýta nærumhverfi barnanna – náttúruna á heimaslóðum þeirra – til kennslu, rannsókna og upplifunar.“ Þannig hafi nemendur í Hvolsskóla verið virkir þátttakendur í fjölda náttúrutengdra verkefna og fundið á eigin skinni hvernig náttúran breytist og bregst við athöfnum mannanna. Má þar nefna vistheimtarverkefni sem Hvolsskóli hefur tekið þátt í frá 2013 þar sem nemendurnir beita viðurkenndum rannsóknaraðferðum við að kanna áhrif og árangur ólíkra aðferða við landgræðslu; gróðursetningu trjáplantna við rætur Heklu og; mælingar sjöundubekkinga á hopi Sólheimajökuls sem staðið hafa yfir frá 2010 og vakið hafa heimsathygli. „Með elju sinni, ástríðu og hugmyndaauðgi hefur Jón haft ómetanleg áhrif á hundruð barna sem hafa verið svo lánsöm að hafa haft hann sem kennara,“ segir í rökstuðningnum.

Dómnefndin sem útnefndi Sagafilm sem handhafa Fjölmiðlaverðlaunanna var skipuð þeim Rögnu Söru Jónsdóttur, sem var formaður, Kjartani Hreini Njálssyni og Valgerði Önnu Jóhannsdóttur.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...