Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ný stjórn Samtaka ungra bænda. Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
Ný stjórn Samtaka ungra bænda. Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
Mynd / SUB
Fréttir 26. febrúar 2018

Jóna Björg er nýr formaður ungra bænda

Höfundur: smh

Á aðalfundi Samtaka ungra bænda (SUB), sem haldinn var 24. febrúar í Vatnsholti í Flóa, var Jóna Björg Hlöðversdóttir frá Björgum í Þingeyjarsýslu kosin formaður. 

Einar Freyr Elínarson, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og þá gaf Bjarni Rúnarsson ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. 

Ný stjórn er þannig skipuð: Jóna Björg Hlöðversdóttir formaður, Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
 
Í tilkynningu frá SUB segir að aðalfundurinn hafi verið með nokkuð hefðbundnu sniði, með miklu málefnastarfi og öflugum umræðum.
 
Ályktanir voru samþykktar um fjölbreytt málefni, svo sem um plastumbúðir, nýliðunarstuðning og ekki síst menntun og nauðsyn þess að hafa öflugan búrekstur við Landbúnaðarháskóla. Jafnframt var samþykkt að halda aðalfund og árshátíð að ári á Norðurlandi, á félagssvæði Félags ungra bænda á Norðurlandi.
 
Félag ungra bænda á Suðurlandi stóð svo fyrir árshátíð samtakanna á Hótel Vatnsholti að kvöldi 24. febrúar. 
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...