Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ný stjórn Samtaka ungra bænda. Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
Ný stjórn Samtaka ungra bænda. Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
Mynd / SUB
Fréttir 26. febrúar 2018

Jóna Björg er nýr formaður ungra bænda

Höfundur: smh

Á aðalfundi Samtaka ungra bænda (SUB), sem haldinn var 24. febrúar í Vatnsholti í Flóa, var Jóna Björg Hlöðversdóttir frá Björgum í Þingeyjarsýslu kosin formaður. 

Einar Freyr Elínarson, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og þá gaf Bjarni Rúnarsson ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. 

Ný stjórn er þannig skipuð: Jóna Björg Hlöðversdóttir formaður, Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
 
Í tilkynningu frá SUB segir að aðalfundurinn hafi verið með nokkuð hefðbundnu sniði, með miklu málefnastarfi og öflugum umræðum.
 
Ályktanir voru samþykktar um fjölbreytt málefni, svo sem um plastumbúðir, nýliðunarstuðning og ekki síst menntun og nauðsyn þess að hafa öflugan búrekstur við Landbúnaðarháskóla. Jafnframt var samþykkt að halda aðalfund og árshátíð að ári á Norðurlandi, á félagssvæði Félags ungra bænda á Norðurlandi.
 
Félag ungra bænda á Suðurlandi stóð svo fyrir árshátíð samtakanna á Hótel Vatnsholti að kvöldi 24. febrúar. 
Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...