Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ný stjórn Samtaka ungra bænda. Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
Ný stjórn Samtaka ungra bænda. Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
Mynd / SUB
Fréttir 26. febrúar 2018

Jóna Björg er nýr formaður ungra bænda

Höfundur: smh

Á aðalfundi Samtaka ungra bænda (SUB), sem haldinn var 24. febrúar í Vatnsholti í Flóa, var Jóna Björg Hlöðversdóttir frá Björgum í Þingeyjarsýslu kosin formaður. 

Einar Freyr Elínarson, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og þá gaf Bjarni Rúnarsson ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. 

Ný stjórn er þannig skipuð: Jóna Björg Hlöðversdóttir formaður, Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
 
Í tilkynningu frá SUB segir að aðalfundurinn hafi verið með nokkuð hefðbundnu sniði, með miklu málefnastarfi og öflugum umræðum.
 
Ályktanir voru samþykktar um fjölbreytt málefni, svo sem um plastumbúðir, nýliðunarstuðning og ekki síst menntun og nauðsyn þess að hafa öflugan búrekstur við Landbúnaðarháskóla. Jafnframt var samþykkt að halda aðalfund og árshátíð að ári á Norðurlandi, á félagssvæði Félags ungra bænda á Norðurlandi.
 
Félag ungra bænda á Suðurlandi stóð svo fyrir árshátíð samtakanna á Hótel Vatnsholti að kvöldi 24. febrúar. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...