Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ný stjórn Samtaka ungra bænda. Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
Ný stjórn Samtaka ungra bænda. Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
Mynd / SUB
Fréttir 26. febrúar 2018

Jóna Björg er nýr formaður ungra bænda

Höfundur: smh

Á aðalfundi Samtaka ungra bænda (SUB), sem haldinn var 24. febrúar í Vatnsholti í Flóa, var Jóna Björg Hlöðversdóttir frá Björgum í Þingeyjarsýslu kosin formaður. 

Einar Freyr Elínarson, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og þá gaf Bjarni Rúnarsson ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. 

Ný stjórn er þannig skipuð: Jóna Björg Hlöðversdóttir formaður, Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
 
Í tilkynningu frá SUB segir að aðalfundurinn hafi verið með nokkuð hefðbundnu sniði, með miklu málefnastarfi og öflugum umræðum.
 
Ályktanir voru samþykktar um fjölbreytt málefni, svo sem um plastumbúðir, nýliðunarstuðning og ekki síst menntun og nauðsyn þess að hafa öflugan búrekstur við Landbúnaðarháskóla. Jafnframt var samþykkt að halda aðalfund og árshátíð að ári á Norðurlandi, á félagssvæði Félags ungra bænda á Norðurlandi.
 
Félag ungra bænda á Suðurlandi stóð svo fyrir árshátíð samtakanna á Hótel Vatnsholti að kvöldi 24. febrúar. 
Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...