Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Jólasveinarnir
Skoðun 5. desember 2014

Jólasveinarnir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jólasveinarnir eru synir Grýlu og Leppalúði er að öllum líkindum faðir þeirra, en Grýla var ekki við eina fjölina felld því áður en hún kynntist Lúða átti hún vingott við Bola og Gust og átti með þeim fjölda tröllabarna.

Í dag eru flestir sammála um að jólasveinarnir séu þrettán og heiti Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir.

Mörg staðbundin nöfn

Áður gengu jólasveinarnir  undir ýmsum nöfnum sem oft og tíðum voru staðbundin, eins og til dæmis í Fljótunum þar sem nöfnin Pönnuskuggi, Guttormur, Bandaleysir, Lampa skuggi og Klettaskora koma fyrir, og í Mývatnssveit þekktust nöfn eins og Flórsleikir og Móamangi. Á Ströndum voru þeir þrettán eða fjórtán og báru önnur nöfn en annars staðar á landinu.

Illir að eðlisfari og rógsamir

Útlit jólasveina er breytilegt í gegnum aldirnar og í eina tíð var sagt að þeir væru í mannsmynd en klofnir upp í háls, með klær fyrir fingrum, kringlótta fætur og engar tær. Þeir voru sagðir illir að eðlisfari og líkastir púkum og lifa mest á blótsyrðum manna og óvönduðum munnsöfnuði. Þeir voru sagðir rógsamir og rángjarnir, einkum á börn.

Í dag líkjast þeir fremur fíflalegum og hallærislegum trúðum eða búðarfíflum en ógnvekjandi tröllum.

Á leið til byggða

Til upprifjunar fyrir þá sem eru búnir að gleyma eða hina sem aldrei hafa vitað það þá koma jólasveinarnir í þessari röð.

Stekkjastaur 12. dseember, Giljagaur 13. desember,
Stúfur 14. desember,
Þvörusleikir 15. desember,
Pottaskefill 16. desember,
Askasleikir 17. desember,
Hurðaskellir 18. desember,
Skyrgámur 19. desember,
Bjúgnakrækir 20. desember,
Gluggagægir 21. desember,
Gáttaþefur 22. desember,
Ketkrókur á Þorláksmessu, 23. desember, og að lokum Kertasníkir sem kemur þeirra síðastur á aðfangadag, 24. desember.

Þekktur gluggagægir

Upp úr miðri síðustu öld fara jólasveinarnir að mildast og taka á sig alþjóðlega mynd rauðhvíta jólasveinsins. Þeir verða vinir barnanna og færa þeim gjafir í skóinn síðustu dagana fyrir jól og eru ómissandi á jólaskemmtunum.
Íslensku jólasveinarnir halda þó þeim sið að vera hávaðasamir og hrekkjóttir og ekki er laust við að börnin séu enn hrædd við þá. Hræðsla barnanna er fullkomlega eðlileg. Fullorðið fólk hikar ekki við að segja börnunum að þessir ókunnugu ríflega miðaldra offitusjúklingar, sem ganga um í skrýtnum rauðum fötum, komi í herbergið til þeirra á nóttinni og taki óþekk börn og þau sem ekki vilja fara snemma í rúmið.


Einn þeirra er meira að segja þekktur gluggagægir.

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...