Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jólahúfa á káta krakka
Hannyrðahornið 21. desember 2018

Jólahúfa á káta krakka

Höfundur: Handverkskúnst
Hér er flott jólahúfa á káta krakka. 
 
Stærð: 2 (3/4) 5/8 (9/12) ára
Höfuðmál: ca 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm
Lengd: 38 (41) 42 (45) cm
 
Garn: Drops Merino Extra Fine fæst í Handverkskúnst
100-100-100-100 g litur 11, rauður
50-50-50-50 g litur 01, natur
50-50-50-50 g litur 05, ljós grár
 
Prjónar: Sokkaprjónar nr 3,5, 40 cm hringprjónar nr 2,5 og 3,5.
Prjónfesta:22 lykkjur á breidd og 30 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.3.
 
ÚRTAKA:
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt saman.
 
HÚFA:
Húfan er prjónuð í hring. neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjón eftir þörfum. 
 
Fitjið upp 104 (112) 112 (120) lykkjur á hringprjón 2,5 með ljósgrár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 sl,2 br) 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 8 lykkjur jafnt yfir umferðina = 96 (104) 104 (112) lykkjur. Prjónið A.1 hringinn (= 12-13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð merktri með ör er aukið út um 0 (1) 1 (2) lykkjur jafnt yfir = 96 (105) 105 (114) lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.2 hringinn. Í umferð merktri með ör er fækkað um 0 (1) 1 (2) lykkjur jafnt yfir = 96 (104) 104 (112) lykkjur. Prjónið A.3 hringinn (= 12-13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Prjónið áfram slétt prjón með rauðum lit þar til stykkið mælist 16 (17) 18 (19) cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar og 1 prjónamerki eftir 48 (52) 52 (56) lykkjur (prjónamerki merkja hliðar). Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 3. hverri umferð alls 23 (25) 25 (27) sinnum = 4 lykkjur á prjóni í öllum stærðum. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Húfan mælist ca 38 (41) 42 (45) cm ofan frá og niður.
 
Gangið frá endum, festið skúf eða dusk á enda húfunnar. 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 

3 myndir:

Skylt efni: jólahúfa

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...