Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jólahúfa á káta krakka
Hannyrðahornið 21. desember 2018

Jólahúfa á káta krakka

Höfundur: Handverkskúnst
Hér er flott jólahúfa á káta krakka. 
 
Stærð: 2 (3/4) 5/8 (9/12) ára
Höfuðmál: ca 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm
Lengd: 38 (41) 42 (45) cm
 
Garn: Drops Merino Extra Fine fæst í Handverkskúnst
100-100-100-100 g litur 11, rauður
50-50-50-50 g litur 01, natur
50-50-50-50 g litur 05, ljós grár
 
Prjónar: Sokkaprjónar nr 3,5, 40 cm hringprjónar nr 2,5 og 3,5.
Prjónfesta:22 lykkjur á breidd og 30 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.3.
 
ÚRTAKA:
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt saman.
 
HÚFA:
Húfan er prjónuð í hring. neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjón eftir þörfum. 
 
Fitjið upp 104 (112) 112 (120) lykkjur á hringprjón 2,5 með ljósgrár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 sl,2 br) 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 8 lykkjur jafnt yfir umferðina = 96 (104) 104 (112) lykkjur. Prjónið A.1 hringinn (= 12-13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð merktri með ör er aukið út um 0 (1) 1 (2) lykkjur jafnt yfir = 96 (105) 105 (114) lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.2 hringinn. Í umferð merktri með ör er fækkað um 0 (1) 1 (2) lykkjur jafnt yfir = 96 (104) 104 (112) lykkjur. Prjónið A.3 hringinn (= 12-13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Prjónið áfram slétt prjón með rauðum lit þar til stykkið mælist 16 (17) 18 (19) cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar og 1 prjónamerki eftir 48 (52) 52 (56) lykkjur (prjónamerki merkja hliðar). Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 3. hverri umferð alls 23 (25) 25 (27) sinnum = 4 lykkjur á prjóni í öllum stærðum. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Húfan mælist ca 38 (41) 42 (45) cm ofan frá og niður.
 
Gangið frá endum, festið skúf eða dusk á enda húfunnar. 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 

3 myndir:

Skylt efni: jólahúfa

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...