Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýja John Deere rafknúna dráttarvélin  er sannarlega enginn kettlingur og dugar vel til flestra verka.
Nýja John Deere rafknúna dráttarvélin er sannarlega enginn kettlingur og dugar vel til flestra verka.
Fréttir 21. mars 2017

John Deere hristir upp í heimi dráttarvélanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mikil eftirvænting var vegna kynningar á nýrri rafdrifinni dráttarvél frá John Deere á SIMA-landbúnaðarsýningunni Paris International Agribusiness Show sem fram fór 26. febrúar til 2. mars. 
 
Um er að ræða stóra vél með 150 kW afli sem samsvarar um 200 hestöflum. 
 
Í vélinni eru tveir rafmótorar, annar til að knýja drifrás dráttarvélarinnar og hinn til að knýja aftanívagna og vökvabúnað. 
 
Nokkuð hefur verið fjallað um þessa vél í erlendum fjölmiðlum síðan í desember. Dráttarvélin frá John Deere er með það sem menn kalla sjálfbært orkuframboð fyrir landbúnaðartæki, eða „Sustainable Energy Supply for Agricultural Machinery“, skammstafað „SESAM“. Vélin er svipuð og 6R týpurnar frá John Deere.
 
Fram kom að geymslugeta í raforku í þessum nýja John Deere traktor sé 30% meiri en í dýrustu útgáfunni af Tesla-rafbílnum. Sagt er að aðeins taki 3 klukkustundir að hlaða rafgeymana í þessari John Deere dráttarvél, en orkan er sögð duga til að keyra vélina í fjórar klukkustundir á 55 kílómetra meðalhraða. Áætlað er að rafgeymarnir dugi fyrir 2.100 hleðslur sem dugar þá til að vinna á vélinni í 8.400 klukkustundir við bestu aðstæður. Kuldi dregur þar talsvert úr vinnslugetunni. Það að skipta um svo öfluga geyma mun svo trúlega koma nokkuð við pyngjuna, en á móti á að koma minni viðhaldskostnaður. 
Í umfjöllunum um vélina þykir mörgum þetta töluverður galli, þar sem ekki taki mörg ár að klára 8.400 tíma. Þá er bent á að akstur á milli vinnslusvæða eða túna sé fljótur að éta upp orkuna. Þá voru sumir líka að láta hljóðið í vélinni fara í taugarnar á sér. 
 
Ýtir undir frekari þróun
 
Það verður ekki af John Deere skafið að þarna er um að ræða fyrstu stóru hreinræktuðu rafmagns-dráttarvélina. Það hljóta að teljast góð tíðindi á tímum umræðu og krafna um aukna umhverfisvitund.
Þarna er sannarlega um gott innlegg að ræða í baráttunni fyrir að gera landbúnaðinn vistvænni. Fyrir lífræna framleiðslu hlýtur slíkt t.d. að skipta töluverðu máli. Það þýðir þó ekki að vélin sé að öðru leyti eitthvað betri en hefðbundin dísilknúin dráttarvél. Fyrir bændur sem eru með eigin rafstöð er rafknúin dráttarvél þó augljós kostur. Spurningin er þá bara um hvort rafgeymarnir séu með ásættanlegri orkurýmd.  
Án efa mun þessi nýja John Deere dráttarvél ýta við öðrum framleiðendum að reyna að gera betur í framleiðslu vistvænna dráttarvéla. Þar hafa nokkrir verið að skoða rafknúnar vélar af svipuðum toga og John Deere, en aðrir eins og New Holland hafa verið að kynna vélar  með vetnisknúnum efnahverfli til raforkuframleiðslu. 
 
Rafgeymarnir eiga að duga í 2.100 hleðslur, eða fyrir allt að 8.400 klukku­stunda akstur á 55 km meðalhraða.  
Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...