Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dráttarvél ársins 2022 er John Deere 7R 350.
Dráttarvél ársins 2022 er John Deere 7R 350.
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

Höfundur: Hörður Kristjánsson

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evrópskra blaðamanna. Þá er John Deere 6120M AutoPowr dráttarvélin valin dráttarvél ársins hvað gagnsemi varðar.

Dráttarvél ársins, Tractor of the Year (TotY), er alþjóðleg verðlaun sem hópur óháðra blaðamanna sem sérhæfa sig í landbúnaðartækjum veitir árlega besta traktornum á evrópskum markaði. Höfuðstöðvar þessarar keppni, eða verðlaunaúttektar, eru á Ítalíu.

Reform Metrac H75 Pro.

Alþjóðlega dómnefndin er skipuð 26 fulltrúum fjölbreyttra miðla sem koma út í pappírsútgáfu, sem tímarit og á vefnum, sem landbúnaðarsjónvarpsþættir, samfélagsmiðlar og svo fleira. Blaðamennirnir eiga það sammerkt að sérhæfa sig í umfjöllun um landbúnað og tæki tengd þeirri grein.

Verðlaunin fyrir dráttarvél ársins voru fyrst veitt árið 1998 að frumkvæði ítalska tímaritsins Trattori.

Strax í árdaga voru næstum öll helstu landbúnaðarblöðin í Evrópu sem tóku þátt í þessu verkefni. Ár eftir ár hefur dómnefndin verið að vaxa að því marki sem nú er, með fulltrúa frá 25 löndum.

Dómnefndin og TotY verkefnin halda áfram viðleitni sinni við að leita að bestu tækninni og lausnunum sem til eru á markaðnum.

New Holland T6.180 Methane Power.

Aðrir vinningshafar í keppninni um dráttarvél ársins 2022 voru Reform Metrac H75 Pro, sem hlaut verðlaun fyrir sérhæfð landbúnaðartæki og New Holland T6.180 Methane Power, sem hlaut verðlaun sem sjálfbærasta dráttarvél ársins 2022. 

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...