Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dráttarvél ársins 2022 er John Deere 7R 350.
Dráttarvél ársins 2022 er John Deere 7R 350.
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

Höfundur: Hörður Kristjánsson

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evrópskra blaðamanna. Þá er John Deere 6120M AutoPowr dráttarvélin valin dráttarvél ársins hvað gagnsemi varðar.

Dráttarvél ársins, Tractor of the Year (TotY), er alþjóðleg verðlaun sem hópur óháðra blaðamanna sem sérhæfa sig í landbúnaðartækjum veitir árlega besta traktornum á evrópskum markaði. Höfuðstöðvar þessarar keppni, eða verðlaunaúttektar, eru á Ítalíu.

Reform Metrac H75 Pro.

Alþjóðlega dómnefndin er skipuð 26 fulltrúum fjölbreyttra miðla sem koma út í pappírsútgáfu, sem tímarit og á vefnum, sem landbúnaðarsjónvarpsþættir, samfélagsmiðlar og svo fleira. Blaðamennirnir eiga það sammerkt að sérhæfa sig í umfjöllun um landbúnað og tæki tengd þeirri grein.

Verðlaunin fyrir dráttarvél ársins voru fyrst veitt árið 1998 að frumkvæði ítalska tímaritsins Trattori.

Strax í árdaga voru næstum öll helstu landbúnaðarblöðin í Evrópu sem tóku þátt í þessu verkefni. Ár eftir ár hefur dómnefndin verið að vaxa að því marki sem nú er, með fulltrúa frá 25 löndum.

Dómnefndin og TotY verkefnin halda áfram viðleitni sinni við að leita að bestu tækninni og lausnunum sem til eru á markaðnum.

New Holland T6.180 Methane Power.

Aðrir vinningshafar í keppninni um dráttarvél ársins 2022 voru Reform Metrac H75 Pro, sem hlaut verðlaun fyrir sérhæfð landbúnaðartæki og New Holland T6.180 Methane Power, sem hlaut verðlaun sem sjálfbærasta dráttarvél ársins 2022. 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...