Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dráttarvél ársins 2022 er John Deere 7R 350.
Dráttarvél ársins 2022 er John Deere 7R 350.
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

Höfundur: Hörður Kristjánsson

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evrópskra blaðamanna. Þá er John Deere 6120M AutoPowr dráttarvélin valin dráttarvél ársins hvað gagnsemi varðar.

Dráttarvél ársins, Tractor of the Year (TotY), er alþjóðleg verðlaun sem hópur óháðra blaðamanna sem sérhæfa sig í landbúnaðartækjum veitir árlega besta traktornum á evrópskum markaði. Höfuðstöðvar þessarar keppni, eða verðlaunaúttektar, eru á Ítalíu.

Reform Metrac H75 Pro.

Alþjóðlega dómnefndin er skipuð 26 fulltrúum fjölbreyttra miðla sem koma út í pappírsútgáfu, sem tímarit og á vefnum, sem landbúnaðarsjónvarpsþættir, samfélagsmiðlar og svo fleira. Blaðamennirnir eiga það sammerkt að sérhæfa sig í umfjöllun um landbúnað og tæki tengd þeirri grein.

Verðlaunin fyrir dráttarvél ársins voru fyrst veitt árið 1998 að frumkvæði ítalska tímaritsins Trattori.

Strax í árdaga voru næstum öll helstu landbúnaðarblöðin í Evrópu sem tóku þátt í þessu verkefni. Ár eftir ár hefur dómnefndin verið að vaxa að því marki sem nú er, með fulltrúa frá 25 löndum.

Dómnefndin og TotY verkefnin halda áfram viðleitni sinni við að leita að bestu tækninni og lausnunum sem til eru á markaðnum.

New Holland T6.180 Methane Power.

Aðrir vinningshafar í keppninni um dráttarvél ársins 2022 voru Reform Metrac H75 Pro, sem hlaut verðlaun fyrir sérhæfð landbúnaðartæki og New Holland T6.180 Methane Power, sem hlaut verðlaun sem sjálfbærasta dráttarvél ársins 2022. 

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara