Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Jóhannes tekur við starfinu af Garðari Sverrissyni, sem hefur gegnt starfinu frá ársbyrjun 2016. Hann tekur við starfinu fljótlega eftir áramót, en hann starfaði lengi sem ráðunautur hjá BSSL og færði sig síðan yfir til Arion banka og var meðal annars útibússtjóri hjá Arion banka á Hellu. Frá 2020 hefur Jóhannes verið framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.

Ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur

Jóhannes segist spenntur fyrir starfinu og hlakkar til að takast á við það. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, að taka við starfi af jafn farsælum manni og Garðar Eiríksson er – en ég mun gera mitt besta,“ segir Jóhannes.

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt.

Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis.

Skylt efni: Auðhumla

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...