Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Jóhannes tekur við starfinu af Garðari Sverrissyni, sem hefur gegnt starfinu frá ársbyrjun 2016. Hann tekur við starfinu fljótlega eftir áramót, en hann starfaði lengi sem ráðunautur hjá BSSL og færði sig síðan yfir til Arion banka og var meðal annars útibússtjóri hjá Arion banka á Hellu. Frá 2020 hefur Jóhannes verið framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.

Ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur

Jóhannes segist spenntur fyrir starfinu og hlakkar til að takast á við það. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, að taka við starfi af jafn farsælum manni og Garðar Eiríksson er – en ég mun gera mitt besta,“ segir Jóhannes.

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt.

Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis.

Skylt efni: Auðhumla

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...