Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Jarðvegur á Íslandi
Á faglegum nótum 5. maí 2015

Jarðvegur á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í bókinni The Soils of Iceland er fjallað um íslenskan jarðveg og þá þætti í umhverfi landsins sem mótar jarðveginn og íslensk vistkerfi.  Jarðvegurinn telst til eldfjallajarðar, sem telst sérstök jarðvegsgerð. Flokkun jarðvegsins er skýrð og rætt um breytileika jarðvegsins og helstu áhrifaþætti sem móta jarðvegseiginleika. 

Höfundur bókarinnar er dr. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. „Aðdragandinn að útgáfu bókarinnar er sá að það er unnið að útgáfu bóka um jarðveg í öllum löndum heims og fyrir nokkrum árum var ég beðinn um að skrifa bók um íslenskan jarðveg fyrir þann bókaflokk sem Springer í Hollandi gefur út.“
Bókin The Soils of Iceland er fyrsta bókin sem hefur komið út um jarðveg á Íslandi frá árinu 1960 þegar Björn Jóhannesson gaf út bókina Íslenskur jarðvegur.

Afrakstur margra ára vinnu

Ólafur hóf vinnu við bókina fyrir tveimur árum en hann segir efni hennar byggja á vinnu og upplýsingum sem hann hefur viðað að sér síðastliðinn 30 ár. „Sumt hefur birst áður en aldrei verið tekið saman, en kaflar bókarinnar voru afar mislengi í vinnslu.“

Sérstaða íslensks jarðvegs

„Jarðvegur á eldfjallasvæðum eins og Íslandi hefur allt aðra eiginleika en jarðvegur annars staðar í heiminum og er flokkaður sér. Jarðvegur hér er að auki mjög sérstæður ekki síst vegna sérstöðu votlendisjarðvegs og hins mikla áfoks, sem á sér varla sinn líkan í veröldinni.
Eiginleikar íslensks jarðvegs einkennist af basískri gjósku og það þýðir að það er lítið af kísli í honum en því meira af öðrum bergefnum eins og kalsíum, magnisíum, járni og mangan sem dæmi.

Gjóskan í jarðveginum er að mestu leyti glerkennt efni sem veðrast hratt og veðrun hér því ein sú hraðasta í heimi og útfelling steinda því mjög hröð.  En leirsteindirnar eru ansi sérstakar og eitt sem einkennir þær er skortur á samloðun. Á móti kemur að hann heldur vel vatni og hefur ríka tilhneigingu til að safna í sig lífrænum efnum og fyrir vikið er hann mjög frjósamur. Þetta þýðir að ef gróður nær á annað borð að festa rætur og fær frið til að dafna myndast hér frjó jörð,“ segir Ólafur.

Sandfok og endurheimt vistkerfa

Í bókinni er sérstakur kafli um hinar miklu sandauðnir landsins, uppfok frá þeim og áhrif áfoks á náttúruna. Síðasti kaflinn tekur saman ritað efni um hrun íslenskra vistkerfa, fjallað er um jarðvegsrof og ástandsstig. Að síðustu er farið nokkrum orðum um vistheimt, endurheimt vistkerfa. Mikill fjöldi heimilda fylgir hverjum kafla, sem auðveldar lesandanum að afla sér frekari þekkingar. Bókin er 180 blaðsíður og í stóru broti með fjölda skýringarmynda í litum.

Skylt efni: Jarðvegur | Landgræðsla

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...