Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Rob Van Leijsen, Einar Pálsson og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Rob Van Leijsen, Einar Pálsson og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Mynd / Borgar Páll Bragason
Fréttir 21. apríl 2015

Jarðarberin tveimur mánuðum fyrr á ferðinni en venjulega

Höfundur: smh
Garðyrkjustöðin Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum sendi fyrstu jarðarberin frá sér í búðir um miðjan mars, en jarðarber er þeirra aðal ræktunartegund. 
 
Að sögn Einars Pálssonar, sem á og rekur stöðina ásamt konu sinni, Kristjönu Jónsdóttur, settu þau upp lýsingu í vetur og eru að fikra sig áfram með þá tækni til að berin komist fyrr á markað. 
 
„Það skilaði sér í því að núna erum við um tveimur mánuðum fyrr á ferðinni með berin í búðir en á undanförnum árum. Rækt­unar­tímabilið lengist líka og við reiknum með að geta boðið upp á jarðarber langleiðina til jóla – og þá verði búið að uppskera milli 25 og 30 tonn. Við stefnum á að vera með framboð á berjum tíu mánuði ársins. Svo þarf vart að taka fram, að við notum eingöngu lifrænar varnir og ræktunin er eins vistvæn og hægt er að hugsa sér.“
 
Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, leit við á dögunum í Sólbyrgi og var hollenskur ráðunautur sérfróður í jarðarberjaræktun með í för. Hann heitir Rob Van Leijsen og var hann ánægður með það sem hann sá og væntir góðrar uppskeru. Rob hafði einnig fram að færa mjög gagnlegar ábendingar sem munu nýtast þeim hjónum til að ná enn betri árangri í ræktun sinni. 

8 myndir:

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.