Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rob Van Leijsen, Einar Pálsson og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Rob Van Leijsen, Einar Pálsson og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Mynd / Borgar Páll Bragason
Fréttir 21. apríl 2015

Jarðarberin tveimur mánuðum fyrr á ferðinni en venjulega

Höfundur: smh
Garðyrkjustöðin Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum sendi fyrstu jarðarberin frá sér í búðir um miðjan mars, en jarðarber er þeirra aðal ræktunartegund. 
 
Að sögn Einars Pálssonar, sem á og rekur stöðina ásamt konu sinni, Kristjönu Jónsdóttur, settu þau upp lýsingu í vetur og eru að fikra sig áfram með þá tækni til að berin komist fyrr á markað. 
 
„Það skilaði sér í því að núna erum við um tveimur mánuðum fyrr á ferðinni með berin í búðir en á undanförnum árum. Rækt­unar­tímabilið lengist líka og við reiknum með að geta boðið upp á jarðarber langleiðina til jóla – og þá verði búið að uppskera milli 25 og 30 tonn. Við stefnum á að vera með framboð á berjum tíu mánuði ársins. Svo þarf vart að taka fram, að við notum eingöngu lifrænar varnir og ræktunin er eins vistvæn og hægt er að hugsa sér.“
 
Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, leit við á dögunum í Sólbyrgi og var hollenskur ráðunautur sérfróður í jarðarberjaræktun með í för. Hann heitir Rob Van Leijsen og var hann ánægður með það sem hann sá og væntir góðrar uppskeru. Rob hafði einnig fram að færa mjög gagnlegar ábendingar sem munu nýtast þeim hjónum til að ná enn betri árangri í ræktun sinni. 

8 myndir:

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...