Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gunnar Þórarinsson og Matthildur Hjálmarsdóttir, bændur á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, með eitt af smærri lömbum sínum frá því í vor. Matthildur sagði það alltaf svolítið sárt að þurfa að láta frá sér lömb eins og þetta sem tekin hafa verið undan mæðrum sí
Gunnar Þórarinsson og Matthildur Hjálmarsdóttir, bændur á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, með eitt af smærri lömbum sínum frá því í vor. Matthildur sagði það alltaf svolítið sárt að þurfa að láta frá sér lömb eins og þetta sem tekin hafa verið undan mæðrum sí
Mynd / HKr.
Fréttir 10. september 2015

Jafnvænni dilkar af fjalli en í fyrra

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hrútfirðingar smöluðu um  fyrri helgi  í Hrútatungurétt og á svæði sem nær í vestur á hábungu Holtavörðuheiðar og í austur að Sléttafelli við mörk afréttalands Miðfirðinga, en það fylgir Tvídægrusvæðinu.
 
Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, sagði að göngur hafi gengið vel í bærilegu veðri og heimtur hafi verið ágætar. 
 
Það var fé af fimm til sex bæjum í Hrútafirði sem sótt var á heiðina um fyrri helgi. Bæir vestan Hrútafjarðar eiga ekki rétt á að senda fé á beit á heiðina, enda er það svæði lokað af  með sauðfjárveikivarnagirðingu. 
„Lömbin sem komin eru líta vel út og eru holdgóð og jafnari en ég átti von á. Ég átti von á smærri lömbum af fjalli eftir þetta kalda vor. Mér sýnist þau þvert á móti jafnbetri en í fyrra og hef trú á að þau verði vænni af þessu svæði en í fyrra.“ 
 
Gunnar ætlaði að smala heimalönd síðastliðinn þriðjudag en gengið verður á Hrútafjarðarháls og hálsa upp af Miðfirði síðustu helgina í september.  
 
Gunnar og eiginkonan Matthildur Hjálmarsdóttir bóndi voru með um 460 fjár á fóðrum síðastliðinn vetur auk nokkurra hrossa. Reikna þau með að ásetningin á komandi vetri verði svipuð. 
„Það fóru um 830 lömb lifandi frá okkur í sumar og af því fengum við hátt í 300 af heiðinni í fyrri viku. Meirihlutinn er svo hér á hálsunum og í heimalöndum.“ Reiknar Gunnar með að byrja að senda frá sér fé í sláturhúsið á Hvammstanga í næstu viku. 
 
Heyfengur sleppur til
 
Að sögn Gunnars var grassprettan í sumar mjög hæg vegna kulda. Eigi að síður telur hann að heyfengur sumarsins ætti að duga í vetur.
 
„Margir eru að slá há núna,“ sagði Gunnar þegar blaðamaður Bændablaðsins fór þangað í heimsókn í fyrri viku. Gunnar segir að bændur í kringum hann séu margir með þetta frá 300 og allt upp í um 800 fjár í þessu fjármesta landbúnaðarhéraði landsins. Búa þeir við mjög grösugt beitarland og á Þóroddsstöðum eru einnig stórir afgirtir heimahagar sem skipt er upp í beitarhólf.  
 
„Ég held að heyöflunin sleppi víðast hvar. Flestir áttu líka eftir eitthvað af heyjum síðan í fyrra, en þau eru þó allavega að gæðum. Sjálfsagt er líka búið að gefa skárri hlutann af því í vetur og vor.“
 
Gunnar segist því ekki telja að þeir verði margir sem lendi í vandræðum með fóður í vetur.  Hann sagði að grænfóðrið hafi líka sprottið mjög hægt í sumar, en nokkrir góðir dagar nú í byrjun hausts gæti þó lagað þar stöðuna talsvert. Þá sé heyið sem fengist hafi í sumar mun kjarnbetra en heyið í fyrra. 
 
– Sjá myndasyrpu úr Hrútatungurétt á bls.7 í nýju Bændablaði.
Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...