Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Jafnvægi
Skoðun 16. apríl 2014

Jafnvægi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Tíminn er sannarlega afstæður og engu líkara en jörðin snúist hraðar í dag en í gær. Þó örlítið hökt verði á veðrinu nú um páskana er samt greinilegt að sumarið mun leggja vetur konung að velli innan skamms, ja, nema kannski á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. Þar en fannfergi enn gríðarlegt að sögn Indriða Aðalsteinssonar bónda. Vorverkin í sveitum ættu því víðast hvar að geta farið fram með nokkuð skaplegum hætti þetta árið. 
 
Talandi um vorverk, þá bólar enn lítið á raunverulegum lausnum á þeim vanda sem steðjar að bændum landsins í vaxandi mæli og lýtur að ásókn af álft og gæs. Þeim sem ferðast um landið er löngu orðið ljóst að miklu mun meira af t.d. álft hefur vetursetu á Íslandi en opinberlega er viðurkennt. Þúsundir álfta má sjá á túnum bænda allt árið um kring og í fjörum þar sem fuglinn getur nælt sér í þang til átu. 
 
Um leið og nýgræðingurinn fer að skjótast upp úr moldfinni á túnum bænda er álftin og gæsin mætt og slíta upp stráin af mikilli lagni. Á nýræktarspildum er ekki óalgengt að sjá fuglahópa svo hundruðum skiptir og alveg ljóst að slík tún verða seint sláttutæk. Bændur hafa kallað eftir heimildum til að verjast ágangi fugla með takmörkuðum veiðum. Þar er við ramman reip að draga, einkum af tilfinningalegum ástæðum. 
Gæs hefur svo sem verið veidd, en álft er í hugum flestra fugl, sem alls ekki má snerta. Þar verða menn þó að horfa til þess að alger friðun á einum stofni, sem á sér fáa eða enga náttúrulega óvini, getur leitt til mikils ójafnvægis í náttúrunni. Nægir þar að líta til friðunar á ref á stórum svæðum landsins. Hefur slíkt þegar valdið stórskaða á fuglalífi eins og margoft hefur komið fram t.d. á Hornströndum. Má því segja að hugsunarlaus friðun refs í opinberum friðlöndum hafi þegar leitt til stórkostlegs umhverfisslyss og spurning hver ætli að axla ábyrgðina af því. 
 
Það er nefnilega fleira en lömb bóndans sem verða refnum að bráð því að á matseðli hans eru ekki síður rjúpur, vaðfuglar, spörfuglar, mávar, æðarfuglar og jafnvel stöku álftarungar sem fullorðnar álftir ná ekki að verja. Þó góðum og gegnum umhverfisverndarsinnum sé kannski nákvæmlega sama um að bændur tapi tugum eða hundruðum lamba í refskjaft á hverju ári, þá verða þeir hinir sömu samt að taka afstöðu til hvar þeir standa gagnvart öðrum lífverum í náttúrunni. Þar hlýtur að verða að reyna að stuðla að jafnvægi. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...