Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ivel – fyrsti smátraktorinn
Á faglegum nótum 30. desember 2015

Ivel – fyrsti smátraktorinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ivel-dráttarvélin er fyrsti smátraktorinn sem settur var á markað. Fyrsta vélin sá dagsins ljós 1902, heilum áratug á undan Fordson og þremur áratugum á undan fyrsta Fergussoninum.

Bretinn Daniel Albone, hönnuður Ivel dráttarvélanna,var með tækjadellu frá unga aldri og smíðaði hann sitt fyrsta reiðhjól þrettán ára gamall sem hann tók þátt í reiðhjólakeppnum á og vann margar þeirra. Tvítugur hóf hann framleiðslu á reiðhjólum, bæði tví- og þríhjólum undir heitinu Ivel Cycle Works í Bedford-skíri á Englandi. Nafnið Ivel er dregið af á sem rann skammt frá þeim stað sem Alborne bjó.

Fyrirtækið var líklega það fyrsta til að setja á markað sérstök reiðhjól fyrir konur sem einu sinni voru kölluð stelpuhjól.

Lítill og meðfærilegur

Fyrsti mótorinn sem Albone smíðaði var þrjú hestöfl og nánast eftirlíking á eins strokka mótor frá hinum þýska Benz. Mótorinn var prófaður í bifreiðum sem Albone framleiddi og minni útgáfa, 1,5 hestöfl, notaður sem hjálparmótor á reiðhjól.

Frumtýpa Iver dráttarvéla var smíðuð 1902 en vélin fór á markað árið 1903. Dráttarvélin þótti á þeim tíma einstaklega lítil og meðfærileg og hentug til flestra verka á býlum í byrjun tuttugustu aldarinnar.

Traktorinn var á þremur gegnheilum gúmmíhjólum með tveggja strokka dísilvél, 20 hestöfl og vó 1650 kíló sem þótti létt. Vélin var tveggja gíra, einn áfram og einn afturábak.

Silfur og gull

Hönnun fyrstu Ivel dráttarvélanna þótti það góð að strax á fyrsta ári sem hún var á markaði vann hún til silfurverðlauna á Konunglegu landbúnaðarsýningunni og aftur 1904. Árið 1905 fékk hún svo gullið á Chester plægingar- og jarðvinnslumótinu.

Albone var frumlegur sölumaður og á hálfs mánaðar fresti hélt hann sýningar á landi sínu þar sem dráttarvélarnar voru látnar leysa þrautir. Bílstjórarnir og aðstoðarmenn þeirra voru klæddir upp í jakkaföt og með kúluhatt og nutu sýningarnar talsverðra vinsælda sem mannamót.

Dan Albone lést 46 ára að aldri 1906 og þrátt fyrir að rekstur fyrirtækisins hafi verið haldið áfram bar það aldrei sitt barr eftir það og koðnaði niður.

Um 500 Ivel traktorar voru framleiddir og fluttir út til átján landa. Verð fyrir dráttarvélina var 300 ensk pund sem þótti umtalsverð upphæð á sínum tíma en fyrirtækinu tókst ekki að halda í við keppinauta sína á markaði. Smám saman dróst það aftur úr og var yfirtekið af United Motor Industries Ltd. árið 1921 og sama ár var framleiðslu Ivel dráttarvéla hætt.

Áhrif langt fram í tímann

Þrátt fyrir að hafa ekki verið í framleiðslu nema í 15 ár lifði hönnun Ivel dráttarvélanna langt fram yfir líftíma framleiðslunnar og var hún fyrirmynd margra minni véla, eins og Fordson og Ferguson, sem áttu eftir að sjá dagsins ljós á næstu áratugum.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...