Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Búið er að reisa burðargrind nýs íþróttahúss í Árnesi og segir oddviti vonir bundnar við að taka megi húsið í notkun fyrir næsta skólaár, 2026, eða jafnvel fyrr miðað við hversu vel framkvæmdir ganga
Búið er að reisa burðargrind nýs íþróttahúss í Árnesi og segir oddviti vonir bundnar við að taka megi húsið í notkun fyrir næsta skólaár, 2026, eða jafnvel fyrr miðað við hversu vel framkvæmdir ganga
Mynd / J. Dermarthon
Fréttir 19. september 2025

Íþróttamiðstöð í burðarliðnum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Stoðum er nú rennt undir íþróttaiðkun og heilsueflingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með byggingu íþróttamiðstöðvar.

Í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er verið að byggja íþróttamiðstöð; íþróttasal, tækjasal, áhaldageymslu og tæknirými, auk anddyris með lyftu og stigahúsi. Burðargrindin er nú risin en fyrsta skóflustungan var tekin sl. haust, af unglingum í Þjórsárskóla. Íþróttamiðstöðin, sem rís á skólasvæðinu, mun verða mikill hvalreki fyrir skólastarfið og samfélagið í heild.

Þá er 25 m sundlaug ásamt heitum pottum, leiklaug og rennibrautum á teikniborðinu. Fyrir er í Árnesi Neslaug, frá 1998, 12,5 m á lengd og breidd. Við hana er útiíþróttavöllur og sparkvöllur.

Framkvæmdir ganga vel

Kostnaðaráætlun við byggingu íþróttamiðstöðvar í Árnesi nemur 834 milljónum króna og er heildarstærð hússins 3.618 fermetrar, að sögn Haraldar Þórs Jónssonar, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

„Framkvæmdir hafa gengið vel og eru á áætlun. Búið verður að loka húsinu fyrir veturinn svo hægt verði að nýta vetrartímann í innanhússfrágang. Húsnæðið verður tekið í notkun fyrir næsta skólaár, haustið 2026, en miðað við hversu vel framkvæmdirnar hafa gengið erum við bjartsýn á að taka húsið í notkun eitthvað fyrr,“ segir Haraldur.

Húmfaxi aðalhönnuður

Arkitekta- og verkfræðistofan Húmfaxi ehf. á Selfossi vann aðaluppdrætti mannvirkisins og er aðalhönnuður hússins. Allir helstu verkþættir eru boðnir út í afmörkuðum sjálfstæðum samningum í samræmi við 53. gr. laga um opinber innkaup.

Í Árnesi, sem kennt er við samnefnda eyju í Þjórsá, hafa undanfarið búið um 60 manns og um 50 nemendur voru í Þjórsárskóla í fyrra. Um 600 manns búa í Skeiðaog Gnúpverjahreppi, austasta sveitarfélagi Árnessýslu ofanverðrar.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f