Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Búið er að reisa burðargrind nýs íþróttahúss í Árnesi og segir oddviti vonir bundnar við að taka megi húsið í notkun fyrir næsta skólaár, 2026, eða jafnvel fyrr miðað við hversu vel framkvæmdir ganga
Búið er að reisa burðargrind nýs íþróttahúss í Árnesi og segir oddviti vonir bundnar við að taka megi húsið í notkun fyrir næsta skólaár, 2026, eða jafnvel fyrr miðað við hversu vel framkvæmdir ganga
Mynd / J. Dermarthon
Fréttir 19. september 2025

Íþróttamiðstöð í burðarliðnum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Stoðum er nú rennt undir íþróttaiðkun og heilsueflingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með byggingu íþróttamiðstöðvar.

Í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er verið að byggja íþróttamiðstöð; íþróttasal, tækjasal, áhaldageymslu og tæknirými, auk anddyris með lyftu og stigahúsi. Burðargrindin er nú risin en fyrsta skóflustungan var tekin sl. haust, af unglingum í Þjórsárskóla. Íþróttamiðstöðin, sem rís á skólasvæðinu, mun verða mikill hvalreki fyrir skólastarfið og samfélagið í heild.

Þá er 25 m sundlaug ásamt heitum pottum, leiklaug og rennibrautum á teikniborðinu. Fyrir er í Árnesi Neslaug, frá 1998, 12,5 m á lengd og breidd. Við hana er útiíþróttavöllur og sparkvöllur.

Framkvæmdir ganga vel

Kostnaðaráætlun við byggingu íþróttamiðstöðvar í Árnesi nemur 834 milljónum króna og er heildarstærð hússins 3.618 fermetrar, að sögn Haraldar Þórs Jónssonar, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

„Framkvæmdir hafa gengið vel og eru á áætlun. Búið verður að loka húsinu fyrir veturinn svo hægt verði að nýta vetrartímann í innanhússfrágang. Húsnæðið verður tekið í notkun fyrir næsta skólaár, haustið 2026, en miðað við hversu vel framkvæmdirnar hafa gengið erum við bjartsýn á að taka húsið í notkun eitthvað fyrr,“ segir Haraldur.

Húmfaxi aðalhönnuður

Arkitekta- og verkfræðistofan Húmfaxi ehf. á Selfossi vann aðaluppdrætti mannvirkisins og er aðalhönnuður hússins. Allir helstu verkþættir eru boðnir út í afmörkuðum sjálfstæðum samningum í samræmi við 53. gr. laga um opinber innkaup.

Í Árnesi, sem kennt er við samnefnda eyju í Þjórsá, hafa undanfarið búið um 60 manns og um 50 nemendur voru í Þjórsárskóla í fyrra. Um 600 manns búa í Skeiðaog Gnúpverjahreppi, austasta sveitarfélagi Árnessýslu ofanverðrar.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...