Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hér er verið að ferma flutningavagninn með kurlinu en einnig verða fluttar með sendingunni heyrúllur til Færeyja.
Hér er verið að ferma flutningavagninn með kurlinu en einnig verða fluttar með sendingunni heyrúllur til Færeyja.
Mynd / Skógrækt ríkisins
Fréttir 24. maí 2016

Íslenskt trjákurl til Færeyja

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Trjákurl frá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað hefur að undanförnu verið flutt út í nokkrum mæli til Færeyja. Færeyingar nýta kurlið sem undirburð fyrir hross. Nýlega hafa um 20 rúmmetrar af lerkikurli farið utan með ferjunni Norrænu og áform eru uppi um frekari útflutning.
 
Tilurð samstarfsins má rekja til heimsóknar nokkurra Færeyinga í Hallormsstaðaskóg árið 2014 þar sem þeir kynntu sér ýmsa framleiðslu úr viði. Kurlið vakti athygli þeirra og í framhaldi af heimsókn þeirra sendu starfsmenn Skógræktar ríkisins á Hallormsstað 6 rúmmetra af kurli með ferjunni frá Seyðisfirði til prufu. Kaupandi var hestamannafélagið Berg Hestar í Þórshöfn en það er áhugafélag um íslenska hestinn.
 
Færeyingar nýttu kurlið sem undirburð fyrir hross og gafst það vel. Því hefur nú verið gengið frá nýrri pöntun á um 20 rúmmetrum af lerkikurli sem nýlega voru fluttir til Færeyja. Farmurinn verður fluttur á vagni ásamt heyrúllum af svæðinu. Ætlunin er að nýta kurlið sem undirlag í reiðhöllinni í Þórshöfn.
 
Vonast er til að framhald verði á þessu samstarfi Færeyinga og Skógræktar ríkisins á Hallormsstað að því er fram kemur á vefnum skogur.is. 

Skylt efni: trjákurl

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...