Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hér er verið að ferma flutningavagninn með kurlinu en einnig verða fluttar með sendingunni heyrúllur til Færeyja.
Hér er verið að ferma flutningavagninn með kurlinu en einnig verða fluttar með sendingunni heyrúllur til Færeyja.
Mynd / Skógrækt ríkisins
Fréttir 24. maí 2016

Íslenskt trjákurl til Færeyja

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Trjákurl frá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað hefur að undanförnu verið flutt út í nokkrum mæli til Færeyja. Færeyingar nýta kurlið sem undirburð fyrir hross. Nýlega hafa um 20 rúmmetrar af lerkikurli farið utan með ferjunni Norrænu og áform eru uppi um frekari útflutning.
 
Tilurð samstarfsins má rekja til heimsóknar nokkurra Færeyinga í Hallormsstaðaskóg árið 2014 þar sem þeir kynntu sér ýmsa framleiðslu úr viði. Kurlið vakti athygli þeirra og í framhaldi af heimsókn þeirra sendu starfsmenn Skógræktar ríkisins á Hallormsstað 6 rúmmetra af kurli með ferjunni frá Seyðisfirði til prufu. Kaupandi var hestamannafélagið Berg Hestar í Þórshöfn en það er áhugafélag um íslenska hestinn.
 
Færeyingar nýttu kurlið sem undirburð fyrir hross og gafst það vel. Því hefur nú verið gengið frá nýrri pöntun á um 20 rúmmetrum af lerkikurli sem nýlega voru fluttir til Færeyja. Farmurinn verður fluttur á vagni ásamt heyrúllum af svæðinu. Ætlunin er að nýta kurlið sem undirlag í reiðhöllinni í Þórshöfn.
 
Vonast er til að framhald verði á þessu samstarfi Færeyinga og Skógræktar ríkisins á Hallormsstað að því er fram kemur á vefnum skogur.is. 

Skylt efni: trjákurl

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...