Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hér er verið að ferma flutningavagninn með kurlinu en einnig verða fluttar með sendingunni heyrúllur til Færeyja.
Hér er verið að ferma flutningavagninn með kurlinu en einnig verða fluttar með sendingunni heyrúllur til Færeyja.
Mynd / Skógrækt ríkisins
Fréttir 24. maí 2016

Íslenskt trjákurl til Færeyja

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Trjákurl frá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað hefur að undanförnu verið flutt út í nokkrum mæli til Færeyja. Færeyingar nýta kurlið sem undirburð fyrir hross. Nýlega hafa um 20 rúmmetrar af lerkikurli farið utan með ferjunni Norrænu og áform eru uppi um frekari útflutning.
 
Tilurð samstarfsins má rekja til heimsóknar nokkurra Færeyinga í Hallormsstaðaskóg árið 2014 þar sem þeir kynntu sér ýmsa framleiðslu úr viði. Kurlið vakti athygli þeirra og í framhaldi af heimsókn þeirra sendu starfsmenn Skógræktar ríkisins á Hallormsstað 6 rúmmetra af kurli með ferjunni frá Seyðisfirði til prufu. Kaupandi var hestamannafélagið Berg Hestar í Þórshöfn en það er áhugafélag um íslenska hestinn.
 
Færeyingar nýttu kurlið sem undirburð fyrir hross og gafst það vel. Því hefur nú verið gengið frá nýrri pöntun á um 20 rúmmetrum af lerkikurli sem nýlega voru fluttir til Færeyja. Farmurinn verður fluttur á vagni ásamt heyrúllum af svæðinu. Ætlunin er að nýta kurlið sem undirlag í reiðhöllinni í Þórshöfn.
 
Vonast er til að framhald verði á þessu samstarfi Færeyinga og Skógræktar ríkisins á Hallormsstað að því er fram kemur á vefnum skogur.is. 

Skylt efni: trjákurl

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...