Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskt staðfest – Upprunamerki fyrir íslensk matvæli og blóm
Fréttir 14. mars 2022

Íslenskt staðfest – Upprunamerki fyrir íslensk matvæli og blóm

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afhjúpaði í dag nýtt íslenskt upprunamerki fyrir matvörur og blóm við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Hnoss í Hörpu.

 

Tilgangur merkisins er að auka sýnileika og markaðshlutdeild íslenskra afurða, tengja neytendur betur við frumframleiðendur og fræða þá um kosti íslenskra matvæla og verslunar.

 

Hafliði Halldórsson, sérfræðingur BÍ, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ við afhjúpum merkisins

Upprunamerki fyrir matvæli og blóm

Íslenskt staðfest er nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Merkið mun auðvelda neytendum að velja íslenskt, en til að mega nota merkið þurfa framleiðendur að ábyrgjast að hráefni sé íslenskt og framleiðsla hafi farið fram á Íslandi. Kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt. Allt að 25% innihalds í blönduðum/unnum matvörum má vera innflutt. 

 

Svar við óskum neytenda

Könnun sem Gallup gerði fyrir fyrir Icelandic Lamb fyrir nokkrum árum kom skýrt fram að neytendur vilja skýrar upplýsingar um uppruna matvöru og betri upprunamerkingar og að yfirgnæfandi meirihluti vill velja íslenskt,

  • Tæp 90% svarenda telja upprunamerkingar mikilvægar.
  • Um 20% svarenda hafa upplifað að hafaverið blekkt við innkaup hvað varðar uppruna matvöru.
  • Rúm 70% neytenda segjast óánægðir með að erlendar kjötafurðir séu seldar undir íslenskum vörumerkjum.
  • 63% svarenda óska þess að innlendar matvörur verði upprunamerktar.
  • Ríflega 80% neytenda kjósa íslenskar vörur í verslunum sé þess kostur.

 

BÍ á og rekur merkið

Bændasamtök Íslands eiga og reka merkið sem byggir á áratugareynslu af notkun sambærilegra merkja á Norðurlöndunum. Stofnun merkisins er afrakstur áralangs samtals hagaðila og opinberra aðila á innlendum matvörumarkaði. Til hamingju með daginn neytendur.

Vottunarstofan Sýni sér um úttektir hjá þeim fyrirtækjum sem kjósa að nota merkið. Enginn má nota merkið nema hafa til þess leyfi sem sótt er um sérstaklega, gangast undir staðal merkisins og uppfylla opinberar kröfur til sinnar starfsemi. 

 

Markmið merkisins

  • Auka sýnileika og markaðshlutdeild íslenskra afurða.
  • Stuðla að því að íslenskar vörur rati á borð neytenda.
  • Tengja neytendur betur við frumframleiðendur og auka verðmæti innlendra afurða.
  • Fræða neytendur um kosti íslenskra matvæla og verslunar.
  • Festa merkið í sessi sem óumdeilt gæðamerki sem má treysta.

 

Nánari upplýsingar um merkið má finna á stadfest.is 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...