Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Vonir standa til að auka megi uppskeru á papriku yfir veturinn.
Vonir standa til að auka megi uppskeru á papriku yfir veturinn.
Mynd / Bbl
Fréttir 27. mars 2025

Íslenskar paprikur árið um kring

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sölufélag garðyrkjumanna fékk nýverið 13,5 milljóna króna styrk vegna rannsókna á paprikurækt yfir veturinn.

Verkefnið snýr að því að kanna hvernig er best að standa að paprikurækt í gróðurhúsum allt árið þar sem lýst er með led-lömpum.

Notkun ljósanna krefst talsverðra breytinga á gróðurhúsum, meðal annars til þess að vega upp á móti því að nýju lamparnir framkalli ekki hita.

Paprikan viðkvæm í ræktun

Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir nauðsynlegt að átta sig á hvað virkar við íslenskar aðstæður áður en garðyrkjubændur leggjast í miklar fjárfestingar.

Því er hafin tilraun við Garðyrkjuskólann á Reykjum þar sem er verið að bera saman hefðbundna lýsingu, blandaða lýsingu og eingöngu led. „Paprikan er mjög viðkvæm planta. Í vetur þegar það var mikið frost misstum við hitann aðeins niður og þá refsar hún,“ segir Gunnlaugur.

Ef hiti, raki og ljós er ekki eins og best verður á kosið kemur það niður á uppskerunni nokkrum vikum síðar.

Íslenskir bændur hafa kynnt sér led-lýsingu hjá starfsbræðrum sínum á Norðurlöndum og bendir Gunnlaugur á að þar hafi komið upp ýmis hliðarvandamál. „Hitaþörfin í gróðurhúsinu eykst gríðarlega við þetta þannig að heildarorkusparnaðurinn í Noregi reyndist vera mjög lítill þar sem þeir nýta jarðefnaeldsneyti til hitunar.

Á Íslandi er önnur staða þar sem við höfum heitt vatn á ásættanlegu verði, en vandamálið hjá okkur er að það þarf að breyta gróðurhúsunum mjög mikið. Það þarf meiri kyndingu og öflugar hitastýringar. Setja þarf upp rakabúnað og helst að setja upp gardínur. Það eru ekki mörg gróðurhús hér á landi sem ráða við þetta“ segir Gunnlaugur.

Led lampar dýrari

„Ef vel gengur að stilla af ræktun framtíðarinnar sparar hún mjög mikið rafmagn – allt að fimmtíu prósent. Á móti kemur að lamparnir eru margfalt dýrari en hefðbundnir lampar,“ segir Gunnlaugur. Þá þarf að leggjast í mikla fjárfestingu í öðrum tækjabúnaði og jafnvel að byggja ný gróðurhús.

Gunnlaugur segir fyrstu niðurstöður tilraunarinnar gefa tilefni til bjartsýni og vonast hann til þess að hægt verði að rækta papriku á Íslandi allt árið um kring þegar fram líða stundir. Hingað til hefur innlend framleiðsla á papriku dregist mjög saman yfir veturinn þar sem rafmagnskostnaðurinn er of hár. Gunnlaugur bendir á að verðið á raforku hafi hækkað um allt að 50 prósent frá því í byrjun árs 2024.

„Við erum auðvitað að veðja á að rekstrarumhverfi greinarinnar verði lagað og þess vegna erum við að huga að framtíðinni og þeirri tækni sem er fram undan. Við trúum því og treystum að það verði gerð bragarbót á þessum ósanngjörnu orkutöxtum sem við erum að greiða í dag. Aðalatriði málsins er íslenski neytandinn sem hefur áhuga á að kaupa þessa frábæru vöru. Við erum að tala um hágæða grænmeti, eiturefnalaust og framleitt með íslensku vatni.“

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...