Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Það voru ekki bara kótelettur á boðstólum á hátíðinni á Selfossi í fyrra. Hér eru Eyþór Arnalds, tónlistarmaður með meiru, og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og  landbúnaðarráðherrar að bíta hvor í sinn endann á risapylsu frá Goða.
Það voru ekki bara kótelettur á boðstólum á hátíðinni á Selfossi í fyrra. Hér eru Eyþór Arnalds, tónlistarmaður með meiru, og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrar að bíta hvor í sinn endann á risapylsu frá Goða.
Mynd / Kótelettan BBQ Festival
Fréttir 27. maí 2015

Íslenskar afurðir í fyrirrúmi

Höfundur: RR
Kótelettan BBQ Festival verður haldin í sjötta skipti helgina 12.–14. júní á Selfossi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2010 og hefur hún vaxið ár frá ári og er nú orðin ein stærsta grill-tónlistarveisla á Íslandi.
 
Víða er farið að halda slíkar hátíðir sem byggja á sneiðum úr lambshrygg sem aðalrétti. Skiptar skoðanir eru um stafsetningu á heiti réttarins sem Selfyssingar kalla kótelettu með e-i, en flestir aðrir sem slíkar hátíðir hafa haldið á Íslandi nota orðið kótiletta með i. Þar sem verið er að tala um sunnlenska hátíð í þetta sinn látum við heimamenn ráða stafsetningunni sem er reyndar með sama hætti og Þjóðverjar myndu rita nafn réttarins. 
 
Dálæti á góðum mat
 
Þrátt fyrir að veðurguðirnir séu enn að kæla landsmenn er Einar Björnsson, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar, með kótelettur á grillinu þegar blaðamaður kom í heimsókn. Hann segir frá hugmyndinni á bakvið hátíðina um leið og hann hugar að kjötinu.
 
,,Ég hef mikið dálæti á góðum mat og enn meira af því að grilla hann. Ég hef unnið lengi í kringum hvers kyns hátíðir á Íslandi, þó mest í gegnum fyrirtækið mitt, EB Kerfi, sl. 23 ár og átti ég mér gamlan draum, sem gekk út á að sameina grillið, fjölskylduna og tónlistina í eina hátíð. Ég ákvað með mjög skömmum fyrirvara fyrir um 5 árum að slá til. Þökk sé góðum viðtökum hjá Landssambandi kúa og sauðfjárbænda auk Svínaræktarfélagi Íslands, Eimskip og fleiri góðum aðilum að Kótelettan varð að veruleika. Hátíðin hefur fengið góðar undirtektir hjá ungum sem öldnum, enda sniðin fyrir alla fjölskylduna,“ segir Einar.
 
Helstu landssamböndin í kjötiðnaði með
 
Einar er stórhuga og hefur lengi verið með það á prjónunum að kynna hátíðina erlendis.
,,Við ákváðum að breyta nafninu lítillega og kalla kjöthátíðina „Kótelettan BBQ Festival“ en slíkar hátíðir eru haldnar um víða veröld undir svipuðum heitum. Þetta er þá hugsað til þess að auðvelda kynningu hátíðarinnar erlendis með von um að hún muni dag einn draga til sín erlenda aðila til að smakka íslenskar afurðir og kynnast landinu um leið,“ segir Einar og snýr kótelettunum. 
 
,,Undanfarin ár höfum við fengið til liðs við okkur helstu landssamböndin í kjötiðnaði ásamt fleiri íslenskum framleiðslufyrirtækjum sem hafa boðið gestum og gangandi á að bragða á afurðum sínum. Hingað til hefur til dæmis verið boðið upp á íslenskt grænmeti heilgrillað naut, svín, lamb o.fl. sem hefur alltaf vakið mikla athygli gesta á hátíðarsvæðinu,“ segir Einar sem býður íslenskum framleiðslufyrirtækjum stórum sem smáum á svæðið til að koma sér og sínu á framfæri, hvort sem það er Beint frá býli eða stærri aðilar.
  
Skemmtileg grillstemning
 
Eftir að hafa kynnst nýjungum á hátíðarsvæðinu yfir daginn er tilvalið að fólk fari heim og haldi veislunni áfram og grilli íslenskar afurðir.
 
,,Á sjálfan hátíðardaginn vonumst við til þess að sem flestir geti kynnt sér allt sem viðkemur grillinu hvort heldur sem er kjöt, kol, grill, gas og öllu hinu sem fullkomnar alvöru grillveislu, bragðað á nýjungum og umfram allt kynnt sér íslenska framleiðslu,“ segir Einar sem hefur gert úr þessu keppni á milli hátíðargesta. 
 
,,Við höfum bryddað upp á ýmsum nýjungum í gegnum árin og í fyrra kynntum við til leiks bráðskemmtilega keppni. Okkur bættist liðsauki frá Götugrill Securitas og Weber á Íslandi og fórum við í að finna Götugrillmeistara Íslands Anton Örn Eggertsson. Þar grilla keppendur sinn besta rétt og vinningshafinn hlýtur glæsileg verðlaun, m.a. Weber gasgrill, öryggispakka frá Securitas, kjöt o.fl. Í fyrra voru í dómnefnd Jói Fel matreiðslumeistari, Sigurður Ing landbúnaðarráðherra o.fl.,“ segir Einar og á tilburðum hans við grillið er ekki annað að sjá en að hann stefni á sigur í keppninni þetta árið. Hann bætir við að fleiri keppnir verði í gangi yfir helgina. 
 
„Á síðasta ári verðlaunuðum við einnig flottustu grillveisluna við góðar undirtektir. Við höfum hvatt bæjarbúa til þess að velja íslenskt á grillið og bjóða vinum og ættingjum til sín og njóta helgarinnar með okkur. Þetta var mjög skemmtileg stemning, við fengum sendar til okkar margar frábærar myndir af fólki sem kom saman og naut þess að vera til og grilla,“ segir Einar og brosir.
 
Tónlist að kvöldverði loknum
 
Ekki verður einungis boðið upp á íslenskar matarafurðir á Kótelettunni heldur einnig það besta sem íslenskt tónlistarlíf hefur fram að færa. Stórskotalið tónlistarmanna stígur á svið á hátíðinni, meðal annars Sálin hans Jóns míns, Amabadama, Páll Óskar, Dúndurfréttir & Magni, Jónas & Ritvélar framtíðarinnar, SSSól, Skítamórall ásamt fleirum.
 
„Við erum afar ánægð með að fá öll þessi frábæru tónlistaratriði á hátíðina. Það er mikill metnaður í mönnum að gera þetta vel. Við finnum að við höfum góðan meðbyr enda hefur hátíðin heppnast með ágætum undanfarin ár og vona ég að sem flestir leggi leið sína á Selfoss þessa helgi og njóti lífsins og alls þess sem Kótelettan og svæðið hefur upp á að bjóða,“ segir Einar um leið og hann skutlar kótelettunum á silfurfat og býður til borðs. „Gjöriði svo vel!“
 
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.kotelettan.is.

7 myndir:

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...