Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Ísak Aron Jóhannsson einbeittir að störfum í gær.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Ísak Aron Jóhannsson einbeittir að störfum í gær.
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 18. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið fékk aftur gull á Ólympíuleikunum í matreiðslu í gær

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið vann aftur til gullverðlauna á á Ólympíuleikum í matreiðslu í Stuttgart í Þýskalandi í gær, þegar keppt var í heita matnum (hot kitchen).

Íslenska landsliðið hefur því fengið tvenn gullverðlaun út úr báðum keppnum sínum, en það fékk líka gull fyrir flokkinn Chef´s table frá því á laugardaginn.

Er nú beðið tilkynningarinnar á morgun um það hvaða lið stendur uppi með flest heildarstigin út úr keppnunum tveimur, en það lið verður krýnt Ólympíumeistarar kokkalandsliða. Íslenska liðið er í vænlegri stöðu þar sem einungis sænska landsliðið hefur einnig fengið gullverðlaun út úr báðum keppnum.

Í gær var eldað frá grunni á keppnisstað, samkvæmt þriggja rétta matseðli fyrir 110 manns. Íslenskt hráefni var þar í aðalhlutverki; meðal annars íslensk bleikja, íslenskt lamb og skyr.

Heildarúrslitin verða tilkynnt í fyrramálið, en nánari upplýsingar um stöðuna í landsliðskeppninni má finna á vef keppninnar.

Kokkalandsliðið skálar eftir seinni keppnisdaginn í gær.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...