Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Ísak Aron Jóhannsson einbeittir að störfum í gær.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Ísak Aron Jóhannsson einbeittir að störfum í gær.
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 18. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið fékk aftur gull á Ólympíuleikunum í matreiðslu í gær

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið vann aftur til gullverðlauna á á Ólympíuleikum í matreiðslu í Stuttgart í Þýskalandi í gær, þegar keppt var í heita matnum (hot kitchen).

Íslenska landsliðið hefur því fengið tvenn gullverðlaun út úr báðum keppnum sínum, en það fékk líka gull fyrir flokkinn Chef´s table frá því á laugardaginn.

Er nú beðið tilkynningarinnar á morgun um það hvaða lið stendur uppi með flest heildarstigin út úr keppnunum tveimur, en það lið verður krýnt Ólympíumeistarar kokkalandsliða. Íslenska liðið er í vænlegri stöðu þar sem einungis sænska landsliðið hefur einnig fengið gullverðlaun út úr báðum keppnum.

Í gær var eldað frá grunni á keppnisstað, samkvæmt þriggja rétta matseðli fyrir 110 manns. Íslenskt hráefni var þar í aðalhlutverki; meðal annars íslensk bleikja, íslenskt lamb og skyr.

Heildarúrslitin verða tilkynnt í fyrramálið, en nánari upplýsingar um stöðuna í landsliðskeppninni má finna á vef keppninnar.

Kokkalandsliðið skálar eftir seinni keppnisdaginn í gær.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...