Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslensk hrossarækt í 100 ár
Hross og hestamennska 25. nóvember 2016

Íslensk hrossarækt í 100 ár

Í ár eru tímamót í íslenskri hrossarækt í ýmsum skilningi.
 
Það eru 110 ár frá því að fyrsta kynbótasýningin var haldin, 100 ár frá fæðingu Sörla 71 frá Svaðastöðum, sem er einn helsti ættfaðir íslenska hestsins í dag, 30 ár frá upptöku BLUP-kerfisins, 25 ára afmæli nútíma skýrsluhalds og í ár er 100 ára afmælisár Gunnars Bjarnasonar, fyrrv. hrossaræktarráðunautar, brautryðjanda sýningarhalds og markaðssetningar á íslenska hestinum. 
 
Því er vel við hæfi að líta yfir farinn veg og skoða hvernig til hefur tekist; fara yfir sögu og þróun hrossaræktarinnar, rannsóknir á íslenska hestinum og stöðu þekkingar. Ekki er síður mikilvægt að marka stefnu til næstu ára; móta ræktunarmarkmiðin og matið á hestinum í kynbótadómum; sjá fyrir sér hlutverk hestsins og notendur hans í framtíðinni og hvernig hestahaldið kemur til með að þróast. 
 
Af þessu tilefni er efnt til vinnufundar hrossaræktarinnar þar sem við fræðumst og förum yfir stöðuna í áhugaverðum fyrirlestrum. Einnig er hugmyndin að virkja fundarfólk til þátttöku í stefnumótun fyrir íslenska hestinn og hafa áhrif á mótun ræktunarmarkmiðsins og matsaðferða á hrossum í kynbótadómi. 
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á ráðstefnuna og er skráningin inni á heimasíðunni. www.rml.is (sjá. Á döfinni).
 
Staðsetning:
Samskipahöllin í Spretti
Tímasetning: 
3. desember, 10.00 – 17.00
 
Dagskrá:
 
Ráðstefnustjóri: 
Ágúst Sigurðsson
 
 • 10.00–10.20 Saga íslenskrar hrossaræktar og notkunar hestsins í 100 ár – Kristinn Hugason.
 • 10.30–10.50 Rannsóknir í þágu hestsins  – Sveinn Ragnarsson.
 • 11.00 – 11.20 Þróun kynbóta og næstu skref í þekkingaröflun – Þorvaldur Árnason.
 • 11.30–11.50 Þróun notkunar hestsins og keppnisgreina – Anton Páll Níelsson.
 • 12.00 Matarhlé
 • 13.00–13.20 Velferð, ending og frjósemi hestsins – Sigríður Björnsdóttir.
 • 13.30–13.50 Hrossaræktin og markaðurinn – Olil Amble.
 • 14.00–14.20 Þróun ræktunarmarkmiðsins – Þorvaldur Kristjánsson.
 • 14.20–16.00 Stefnumótun – Hópavinna. 
 • Kaffihlé – 20 mínútur.
 • 16.20–16.50 Samantekt – Hópstjórar kynna afrakstur hópavinnunnar.
 • 16.50–17.00 Lokasamantekt og ráðstefnuslit. 
 
Félag hrossabænda,
Háskólinn á Hólum, Matvælastofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sögusetur íslenska hestsins.
Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...