Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslensk hrossarækt í 100 ár
Hross og hestamennska 25. nóvember 2016

Íslensk hrossarækt í 100 ár

Í ár eru tímamót í íslenskri hrossarækt í ýmsum skilningi.
 
Það eru 110 ár frá því að fyrsta kynbótasýningin var haldin, 100 ár frá fæðingu Sörla 71 frá Svaðastöðum, sem er einn helsti ættfaðir íslenska hestsins í dag, 30 ár frá upptöku BLUP-kerfisins, 25 ára afmæli nútíma skýrsluhalds og í ár er 100 ára afmælisár Gunnars Bjarnasonar, fyrrv. hrossaræktarráðunautar, brautryðjanda sýningarhalds og markaðssetningar á íslenska hestinum. 
 
Því er vel við hæfi að líta yfir farinn veg og skoða hvernig til hefur tekist; fara yfir sögu og þróun hrossaræktarinnar, rannsóknir á íslenska hestinum og stöðu þekkingar. Ekki er síður mikilvægt að marka stefnu til næstu ára; móta ræktunarmarkmiðin og matið á hestinum í kynbótadómum; sjá fyrir sér hlutverk hestsins og notendur hans í framtíðinni og hvernig hestahaldið kemur til með að þróast. 
 
Af þessu tilefni er efnt til vinnufundar hrossaræktarinnar þar sem við fræðumst og förum yfir stöðuna í áhugaverðum fyrirlestrum. Einnig er hugmyndin að virkja fundarfólk til þátttöku í stefnumótun fyrir íslenska hestinn og hafa áhrif á mótun ræktunarmarkmiðsins og matsaðferða á hrossum í kynbótadómi. 
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á ráðstefnuna og er skráningin inni á heimasíðunni. www.rml.is (sjá. Á döfinni).
 
Staðsetning:
Samskipahöllin í Spretti
Tímasetning: 
3. desember, 10.00 – 17.00
 
Dagskrá:
 
Ráðstefnustjóri: 
Ágúst Sigurðsson
 
 • 10.00–10.20 Saga íslenskrar hrossaræktar og notkunar hestsins í 100 ár – Kristinn Hugason.
 • 10.30–10.50 Rannsóknir í þágu hestsins  – Sveinn Ragnarsson.
 • 11.00 – 11.20 Þróun kynbóta og næstu skref í þekkingaröflun – Þorvaldur Árnason.
 • 11.30–11.50 Þróun notkunar hestsins og keppnisgreina – Anton Páll Níelsson.
 • 12.00 Matarhlé
 • 13.00–13.20 Velferð, ending og frjósemi hestsins – Sigríður Björnsdóttir.
 • 13.30–13.50 Hrossaræktin og markaðurinn – Olil Amble.
 • 14.00–14.20 Þróun ræktunarmarkmiðsins – Þorvaldur Kristjánsson.
 • 14.20–16.00 Stefnumótun – Hópavinna. 
 • Kaffihlé – 20 mínútur.
 • 16.20–16.50 Samantekt – Hópstjórar kynna afrakstur hópavinnunnar.
 • 16.50–17.00 Lokasamantekt og ráðstefnuslit. 
 
Félag hrossabænda,
Háskólinn á Hólum, Matvælastofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sögusetur íslenska hestsins.
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...