Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Bjarni Pálsson, formaður starfshóps um jarðhitavegvísi, er hér lengst til vinstri við undirritun samstarfsyfirlýsingar vegna IDDP-3 djúpborunarverkefnisins á málstofunni „Superhot Summit“ sem var hluti af nýloknu Hringborði norðurslóðanna. Með honum á mynd eru Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Hera Grímsdóttir, Orkuveitu Reykjavíkur og Lilja Magnúsdóttir, HS Orku.
Bjarni Pálsson, formaður starfshóps um jarðhitavegvísi, er hér lengst til vinstri við undirritun samstarfsyfirlýsingar vegna IDDP-3 djúpborunarverkefnisins á málstofunni „Superhot Summit“ sem var hluti af nýloknu Hringborði norðurslóðanna. Með honum á mynd eru Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Hera Grímsdóttir, Orkuveitu Reykjavíkur og Lilja Magnúsdóttir, HS Orku.
Mynd / smh
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi og eflingu samkeppnishæfis Íslands sem jarðhitaríkis.

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði í vikunni sérfræðingahóp sem mun móta tillögur að jarðhitavísi. Mun Bjarni Pálsson, forseti Alþjóðajarðhitasambandsins og framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun, leiða stefnumótunarvinnuna og gegna formennsku í hópnum.

Samstarf eflt við önnur jarðhitaríki

Í tilkynningu úr ráðuneytinu segir að sérfræðingahópnum sé falið að móta tillögur til ráðherra sem miða meðal annars að því að skapa skilyrði til aukinnar raforku- og varmavinnslu með jarðhita, ýta undir tækniþróun og tryggja að jarðhitanum sé beitt markvisst sem tæki til verðmætasköpunar og jöfnunar lífskjara og búsetuskilyrða á Íslandi.

Þá muni hópurinn horfa til þess hvernig megi stuðla að öflugum grunnrannsóknum og menntun á sviði jarðvísinda og jarðhitanýtingar, viðhalda og efla leiðandi hlutverk Íslands í jarðhitamálum á alþjóðavísu, efla samstarf við önnur jarðhitaríki og styðja við útflutning þekkingar og tækni á sviði jarðhita. Tillögum verður skilað til ráðherra fyrir 1. júní 2026.

Höfum náð ótrúlegum árangri

Haft er eftir ráðherra að hvergi í heiminum leiki jarðhiti eins mikilvægt hlutverk og á Íslandi. „Við höfum náð ótrúlegum árangri á sviði jarðhitanýtingar, en það sem hefur vantað sárlega er strategía og stefna, skýr áætlun fram veginn um hvernig við getum styrkt samkeppnishæfni okkar enn frekar. Ef við erum værukær og hættum að hugsa stórt eins og fyrri kynslóðir gerðu, þá glötum við forskotinu.“

Í sérfræðingahópnum sitja, auk Bjarna, Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR, Sigurður H. Markússon, leiðtogi djúpnýtingar hjá Orkuveitunni, Elena Dís Víðisdóttir, verkefnastjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, Finnur Sveinsson, viðskiptastjóri sjálfbærni hjá HS orku og María Erla Marelsdóttir, sendiherra hjá Þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins.  

Skylt efni: Jarðhitamál

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...