Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Bjarni Pálsson, formaður starfshóps um jarðhitavegvísi, er hér lengst til vinstri við undirritun samstarfsyfirlýsingar vegna IDDP-3 djúpborunarverkefnisins á málstofunni „Superhot Summit“ sem var hluti af nýloknu Hringborði norðurslóðanna. Með honum á mynd eru Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Hera Grímsdóttir, Orkuveitu Reykjavíkur og Lilja Magnúsdóttir, HS Orku.
Bjarni Pálsson, formaður starfshóps um jarðhitavegvísi, er hér lengst til vinstri við undirritun samstarfsyfirlýsingar vegna IDDP-3 djúpborunarverkefnisins á málstofunni „Superhot Summit“ sem var hluti af nýloknu Hringborði norðurslóðanna. Með honum á mynd eru Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Hera Grímsdóttir, Orkuveitu Reykjavíkur og Lilja Magnúsdóttir, HS Orku.
Mynd / smh
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi og eflingu samkeppnishæfis Íslands sem jarðhitaríkis.

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði í vikunni sérfræðingahóp sem mun móta tillögur að jarðhitavísi. Mun Bjarni Pálsson, forseti Alþjóðajarðhitasambandsins og framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun, leiða stefnumótunarvinnuna og gegna formennsku í hópnum.

Samstarf eflt við önnur jarðhitaríki

Í tilkynningu úr ráðuneytinu segir að sérfræðingahópnum sé falið að móta tillögur til ráðherra sem miða meðal annars að því að skapa skilyrði til aukinnar raforku- og varmavinnslu með jarðhita, ýta undir tækniþróun og tryggja að jarðhitanum sé beitt markvisst sem tæki til verðmætasköpunar og jöfnunar lífskjara og búsetuskilyrða á Íslandi.

Þá muni hópurinn horfa til þess hvernig megi stuðla að öflugum grunnrannsóknum og menntun á sviði jarðvísinda og jarðhitanýtingar, viðhalda og efla leiðandi hlutverk Íslands í jarðhitamálum á alþjóðavísu, efla samstarf við önnur jarðhitaríki og styðja við útflutning þekkingar og tækni á sviði jarðhita. Tillögum verður skilað til ráðherra fyrir 1. júní 2026.

Höfum náð ótrúlegum árangri

Haft er eftir ráðherra að hvergi í heiminum leiki jarðhiti eins mikilvægt hlutverk og á Íslandi. „Við höfum náð ótrúlegum árangri á sviði jarðhitanýtingar, en það sem hefur vantað sárlega er strategía og stefna, skýr áætlun fram veginn um hvernig við getum styrkt samkeppnishæfni okkar enn frekar. Ef við erum værukær og hættum að hugsa stórt eins og fyrri kynslóðir gerðu, þá glötum við forskotinu.“

Í sérfræðingahópnum sitja, auk Bjarna, Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR, Sigurður H. Markússon, leiðtogi djúpnýtingar hjá Orkuveitunni, Elena Dís Víðisdóttir, verkefnastjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, Finnur Sveinsson, viðskiptastjóri sjálfbærni hjá HS orku og María Erla Marelsdóttir, sendiherra hjá Þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins.  

Skylt efni: Jarðhitamál

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...