Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Heilsugæslan í Vík.
Heilsugæslan í Vík.
Mynd / MHH
Fréttir 2. mars 2017

Ísland um miðbikið en á pari við Finnland miðað við höfðatölu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ísland er nálægt meðaltalseyðslu Evrópusambandsríkja hvað varðar heildarhlutdeild af vergri landsframleiðslu (GDP) sem varið er til heilbrigðismála. Það er þó talsvert á eftir öllum hinum Norðurlöndunum samkvæmt úttekt Eurostat sem byggð er á tölum frá 2014. Ísland er þó nokkru framar í röð allra Evrópuríkja sé tillit tekið til höfðatölu.  
 
Samkvæmt tölum Eurostat var Ísland nokkurn veginn á pari við Finnland og Bretland sé miðað við fjármagn til heilbrigðismála á hvern íbúa. Hlutur sjúklinga í greiðslum vegna heilbrigðisþjónustu virðist vera heldur hærri á Íslandi en í Bretlandi en svipaður og í Finnlandi. Hann er hins vegar mun lægri en í Sviss sem ver reyndar langmestum hlutfallslegum fjármunum allra Evrópuríkja til heilbrigðismála miðað við höfðatölu. 
 
Spurning um skilvirkni
 
Eins og fram kemur í gögnum Eurostat er þarna byggt á tölum frá 2014. Framlög til heilbrigðismála hafa aukist verulega á Íslandi frá þeim tíma og landið þá væntanlega betur statt í samanburðinum. Flestir Íslendingar telja þó að gera þurfi miklu betur. Tímabært fer því væntanlega að verða að spyrja um skilvirkni heilbrigðiskerfisins. Hvort nýting fjármagnsins sé nægilega góð og ef ekki, hvað þurfi þá að laga. 
 
 
Svisslendingar með hæsta hlutfallið 
 
Ef höfðatöluviðmiðið er skoðað frekar skera Svisslendingar og Norðmenn sig úr með mest fjármagn til heilbrigðismála. Þar á eftir kemur Lúxemborg, Þýskaland, Holland, Svíþjóð og Austurríki, en Danmörk fylgir þar fast á eftir. 
 
Ef þetta hlutfall er skoðað meðal ESB-landanna þá er Svíþjóð í fjórða sæti, Danmörk í sjötta sæti, Finnland í tíunda sæti á pari við Ísland, en sem fyrr segir er Noregur með langmesta fjármagn allra Norðurlandaþjóðanna til heilbrigðismála.
 
Um miðbik Evrópulandanna
 
Dæmið lítur aðeins öðruvísi út ef höfðatölusamanburðurinn er ekki inni í myndinni. Þar myndi Ísland lenda um miðbikið, eða í fjórtánda sæti, miðað við ESB-löndin, en í sextánda sæti allra Evrópuþjóða, rétt á eftir Spáni, Ítalíu og Portúgal. Þessi staða þykir væntanlega ekki glæsileg fyrir Ísland miðað við stöðu heilbrigðismála fyrir hrunið 2008. 
 
Hlutfallslegt fjármagn af vergri landsframleiðslu (GDP) sem lagt var í heilbrigðiskerfið á Íslandi 2014 samkvæmt tölum Eurostat var 8,8%. Þetta hlutfall var 11,1% í Svíþjóð, 10,4% í Danmörku, 9,5% í Finnlandi og 9,4% í Noregi. 
 
Hugmynd um að jafna hlutfall Svíþjóðar og Þýskalands
 
Kári Stefánsson setti sem kunnugt er fram hugmyndir í fyrra um að 11% yrði varið til þessara mála, eða svipað og í Svíþjóð og í Þýskalandi. Væntanlega þýddi það að Ísland færi á toppinn miðað við höfðatölu í samanburði við allar aðrar Evrópuþjóðir. Til að ná því marki þyrfti trúlega að auka framlög ríkisins til heilbrigðismála um þrjá til fjóra tugi milljarða frá því sem nú er.
Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara