Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Heilsugæslan í Vík.
Heilsugæslan í Vík.
Mynd / MHH
Fréttir 2. mars 2017

Ísland um miðbikið en á pari við Finnland miðað við höfðatölu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ísland er nálægt meðaltalseyðslu Evrópusambandsríkja hvað varðar heildarhlutdeild af vergri landsframleiðslu (GDP) sem varið er til heilbrigðismála. Það er þó talsvert á eftir öllum hinum Norðurlöndunum samkvæmt úttekt Eurostat sem byggð er á tölum frá 2014. Ísland er þó nokkru framar í röð allra Evrópuríkja sé tillit tekið til höfðatölu.  
 
Samkvæmt tölum Eurostat var Ísland nokkurn veginn á pari við Finnland og Bretland sé miðað við fjármagn til heilbrigðismála á hvern íbúa. Hlutur sjúklinga í greiðslum vegna heilbrigðisþjónustu virðist vera heldur hærri á Íslandi en í Bretlandi en svipaður og í Finnlandi. Hann er hins vegar mun lægri en í Sviss sem ver reyndar langmestum hlutfallslegum fjármunum allra Evrópuríkja til heilbrigðismála miðað við höfðatölu. 
 
Spurning um skilvirkni
 
Eins og fram kemur í gögnum Eurostat er þarna byggt á tölum frá 2014. Framlög til heilbrigðismála hafa aukist verulega á Íslandi frá þeim tíma og landið þá væntanlega betur statt í samanburðinum. Flestir Íslendingar telja þó að gera þurfi miklu betur. Tímabært fer því væntanlega að verða að spyrja um skilvirkni heilbrigðiskerfisins. Hvort nýting fjármagnsins sé nægilega góð og ef ekki, hvað þurfi þá að laga. 
 
 
Svisslendingar með hæsta hlutfallið 
 
Ef höfðatöluviðmiðið er skoðað frekar skera Svisslendingar og Norðmenn sig úr með mest fjármagn til heilbrigðismála. Þar á eftir kemur Lúxemborg, Þýskaland, Holland, Svíþjóð og Austurríki, en Danmörk fylgir þar fast á eftir. 
 
Ef þetta hlutfall er skoðað meðal ESB-landanna þá er Svíþjóð í fjórða sæti, Danmörk í sjötta sæti, Finnland í tíunda sæti á pari við Ísland, en sem fyrr segir er Noregur með langmesta fjármagn allra Norðurlandaþjóðanna til heilbrigðismála.
 
Um miðbik Evrópulandanna
 
Dæmið lítur aðeins öðruvísi út ef höfðatölusamanburðurinn er ekki inni í myndinni. Þar myndi Ísland lenda um miðbikið, eða í fjórtánda sæti, miðað við ESB-löndin, en í sextánda sæti allra Evrópuþjóða, rétt á eftir Spáni, Ítalíu og Portúgal. Þessi staða þykir væntanlega ekki glæsileg fyrir Ísland miðað við stöðu heilbrigðismála fyrir hrunið 2008. 
 
Hlutfallslegt fjármagn af vergri landsframleiðslu (GDP) sem lagt var í heilbrigðiskerfið á Íslandi 2014 samkvæmt tölum Eurostat var 8,8%. Þetta hlutfall var 11,1% í Svíþjóð, 10,4% í Danmörku, 9,5% í Finnlandi og 9,4% í Noregi. 
 
Hugmynd um að jafna hlutfall Svíþjóðar og Þýskalands
 
Kári Stefánsson setti sem kunnugt er fram hugmyndir í fyrra um að 11% yrði varið til þessara mála, eða svipað og í Svíþjóð og í Þýskalandi. Væntanlega þýddi það að Ísland færi á toppinn miðað við höfðatölu í samanburði við allar aðrar Evrópuþjóðir. Til að ná því marki þyrfti trúlega að auka framlög ríkisins til heilbrigðismála um þrjá til fjóra tugi milljarða frá því sem nú er.
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...