Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ísland og Noregur nota minnst af sýklalyfjum í dýraeldi
Mynd / Heimild: Hagstofa Íslands
Fréttir 22. október 2015

Ísland og Noregur nota minnst af sýklalyfjum í dýraeldi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Ný skýrsla frá Lyfjastofnun Evrópu (EMA) sýnir að sýklalyfjanotkun í evrópskum landbúnaði er komin fram úr öllu hófi. Þrátt fyrir að bannað sé að nota sýklalyf sem vaxtarhvetjandi meðul í landbúnaði í Evrópu er ljóst að ekki er farið eftir settum reglum. Sýklalyfjaónæmi hjá mönnum og dýrum er vaxandi vandamál á heimsvísu þar sem sýklalyf bíta ekki lengur á ónæmar bakteríur. 
 
Noregur og Ísland eru þær þjóðir sem koma best út úr öllum samanburði í þessum efnum með sáralitla notkun sýklalyfja í landbúnaði. Ríki eins og Spánn, Ítalía, Ungverjaland, Portúgal og Þýskaland koma illa út. Á Spáni er notkun sýklalyfja sextíuföld miðað við það sem hér gerist. 
 
Sú þjóð sem selur Íslendingum mest af kjöti, Þýskaland, notar þrjátíu og fjórum sinnum meira af sýklalyfjum í dýraeldi en Ísland. Rúmur helmingur alls kjöts sem fluttur er til Íslands kom frá Þýskalandi á síðasta ári. Á eftir kemur Danmörk með 22,1% markaðshlutdeild og Spánn er í þriðja sæti með 8,5% af heildarinnflutningi. 
 
Góðu fréttirnar við nýja skýrslu EMA eru þær að sýklalyfjanotkun hefur minnkað hjá flestum þjóðum í Evrópu á síðustu árum. 
 
Vill að fylgst verði með ónæmum sýklum í innfluttum matvælum
 
Sala sýklalyfja til dýraeldis í Evrópu er afar misjöfn.    
Heimild: Lyfjastofnun Evrópu
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis­ráðherra sendi svar við fyrirspurn Haraldar Benediktssonar þingmanns um bakteríusýkingar í byrjun vikunnar. Um ávinning af því að vinna að fækkun ýmissa sýkinga eins og kampýlóbakter, salmonella, E.Coli og mósa svaraði ráðherra því til að hann væri mikill. Baráttan snerist um að reyna eins og mögulegt er að stemma stigu við útbreiðslu þessara baktería. Ráðherra sagði ýmsar aðgerðir líklegar til að skila árangri, t.d. að stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja hjá mönnum og í dýraeldi. Halda ætti áfram að takmarka notkun sýklalyfja hjá dýrum og fylgjast grannt með sýklalyfjaónæmum sýklum í matvælaframleiðslu hér á landi og bregðast við með viðeigandi hætti komi slíkt upp. Þá leggur Kristján Þór til að gefnar verði út leiðbeiningar um hvernig staðið skuli að skimun ónæmra baktería hjá einstaklingum sem starfa í matvælaframleiðslu og jafnframt verði fylgst með ónæmum sýklum í innfluttum matvælum.
 
Sjá nánar á blaðsíðum 26 og 27 í nýju Bændablaði, en pdf-útgáfu þess má nálgast hér.
 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...