Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar og Bernhard Url, forstjóri EFSA undirrita samninginn.
Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar og Bernhard Url, forstjóri EFSA undirrita samninginn.
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 4. júlí 2019

Ísland og EFSA í samstarf um rannsóknir á sýklalyfjaónæmi

Höfundur: smh

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja samstarf í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Verkefnið felur í sér rannsóknir á sýklalyfjaónæmi í E. coli-bakteríum á Íslandi með heilraðgreiningu á erfðaefni þeirra.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að vonast sé til að niðurstöðurnar varpi ljósi á uppruna baktería með getu til að mynda sýklalyfjaónæmi (ESBL/AmpC myndandi E. coli) og þættir matvæla, dýra, manna og umhverfis greindir í útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. 

„Nýleg viðhorfskönnun EFSA sýnir að helstu áhyggjur evrópskra neytenda eru sýklalyf í matvælum. Það gleður mig að EFSA og Matvælastofnun hafi ákveðið að sameina krafta sína í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi, sem er ein helsta ógn sem við stöndum frammi fyrir í dag. Styrkur EFSA, sem nemur 8,5 milljónum króna, mun styðja við vísindarannsóknir og vera hlekkur í sameiginlegu átaki gegn sýklalyfjaónæmi á heimsvísu,“ er haft eftir Bernhard Url, forstjóri EFSA, í tilefni undirritunar samningsins um samvinnuna.

Niðurstöður nýtast til að útbúa viðbragðsáætlanir 

„Undirritun samnings vegna verkefnisins fór fram í dag í hátíðarsal Háskóla Íslands í tengslum við komu forstjóra EFSA, Bernhard Url, til fundar ráðgjafahóps EFSA á Íslandi (Advisory Forum). Matvælastofnun, í samvinnu við Keldur, Matís og sýklafræðideild Landspítalans, hefur unnið að undirbúningi að samstarfsverkefninu með EFSA og DTU Fødevareinstituttet í Danmörku. Verkefnið er unnið undir formerkjum “One Health”, sem er alþjóðleg stefna ætluð auknu þverfaglegu samstarfi og samskiptum á öllum sviðum heilbrigðisþjónustu fyrir menn, dýr og fyrir umhverfið. 

Verkefnið er partur af röð samstarfsverkefna EFSA á sviði matvælaöryggis og er megin markmið þeirra að auka þekkingu í hverju landi ásamt því að auka samvinnu milli landa innan Evrópu. Verkefnið er einnig liður í áætlun stjórnvalda til að auka fjármagn til rannsókna og sóknar gegn sýklalyfjaónæmi og verður styrkt að hluta af EFSA.

Sýklalyfjaónæmi er ein stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag og hafa alþjóðastofnanir hvatt aðildarþjóðir sínar til að efla rannsóknir til að stemma stigu við þessari ógn. Niðurstöðurnar munu nýtast til að útbúa viðbragðsáætlanir til að viðhalda lágu hlutfalli sýklalyfjaónæmis eða að hægja á þróun/aukningu ónæmis eins og hægt er,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f