Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Húnavatnshrepps, að undirrita samkomulag um styrk til sveitarfélagsins.  Styrkfjárhæðin er 84 milljónir, en sveitarfélagið hyggst gjörbylta fjarskiptainnviðum með því að leggja ljósleiðara um alla sveitina.
Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Húnavatnshrepps, að undirrita samkomulag um styrk til sveitarfélagsins. Styrkfjárhæðin er 84 milljónir, en sveitarfélagið hyggst gjörbylta fjarskiptainnviðum með því að leggja ljósleiðara um alla sveitina.
Mynd / Innanríkisráðuneytið
Lesendarýni 9. maí 2016

Ísland ljóstengt byrjar vel

Höfundur: Páll Jóhann Pálsson og Haraldur Benediktsson
Á annað þúsund heimili og fyrir­tæki í sveitum landsins munu tengjast ljósleiðara á fyrsta ári af fimm í átaksverkefni ríkisstjórnarinnar, Ísland ljóstengt. Áætlað er að um 3.800 heimili og fyrirtæki hafi ekki viðunandi internet-tengingu í dag.
 
Ísland ljóstengt er átaksverkefni stjórnvalda um byltingu í bættum fjarskiptum. Í fjárlögum fyrir árið 2016, sem er fyrsta ár í umræddu verkefni, er  gert ráð fyrir 450 milljónum í að tengja ljósleiðara inn á heimili og fyrirtæki  í dreifbýli. Það er til viðbótar 300 milljónum sem voru í fjárlögum 2015 og ætlað var til stuðnings við að byggja hringtengingar.
 
Valin var sú leið að vinna verk­efnið í samstarfi við sveitarfélög og eftir auglýsingu Fjarskiptasjóðs hefur nú verið samið við 14 sveitarfélög um lagningu ljósleiðara, og eða röra, til að tengja 1.100 staði.
 
Farin var sú leið að skipta landinu upp í fjögur svæði og styrknum skipt hlutfallslega jafnt niður á landsvæðin eftir því hve margir ótengdir staðir væru á hverju svæði. 
 
 Eðlilega vildu mörg sveitarfélög vera fyrst í röðinni og því var ekki hægt að verða við öllum umsóknum. Fjöldi umsókna og eftirspurn endurspeglar vel þá miklu þörf sem er á úrbótum í fjarskiptamálum.
Með nýrri fjögurra ára ríkisfjármálaáætlun verður  miklu fé  áætlað í þetta verkefni næstu fjögur ár og ætlunin er að ljúka því verki sem nú er hafið. 
 
Þau sveitarfélög sem Fjarskipta­sjóður hefur nú samið við eru eftirfarandi: 
 
Borgarbyggð: 17 staðir, 4.560.000 kr.
Húnaþing vestra: 130 staðir,  45.605.000 kr.  
Súðavíkurhreppur:  21 staður, 8.100.000 kr.  
Eyja- og Miklaholtshreppur:   31staður, 12.090.000 kr.
Blönduósbær: 28 staðir, 12.960.000 kr.  
Húnavatnshreppur: 175 staðir, 84.000.000 kr.  
Norðurþing: 22 staðir, 5.500.000 kr.  
Fljótsdalshérað: 19 staðir, 9.425.000 kr. 
Svalbarðshreppur: 41 staður, 20.500.000 kr.  
Þingeyjarsveit: 150 staðir,  73.575.000 kr.  
Rangárþing eystra: 77 staðir, 26.950.000 kr.  
Rangárþing ytra: 297 staðir, 118.050.000 kr.  
Kjósarhreppur: 48 staðir, 8.000.000 kr.
 
Mismunandi er til hvaða verkþátta stuðningurinn er en þannig er lögð áhersla á að samnýta aðrar veituframkvæmdir. Þannig er í nokkrum tilfellum verið að styrkja röralagnir. Einhver sveitarfélög fá stuðning við að ljúka við byggingu kerfis þar sem rör höfðu áður verið lögð. Flest eru sveitarfélögin að byggja heildstæð kerfi. Þá falla nokkrir styrkir að lagnaleiðum sem eru hluti af því að tengja byggðarlög sem ekki hafa áður fengið ljósleiðara. Þannig fléttast saman eldri fjarskiptaáætlun og hið nýja átak, Ísland ljóstengt.  
 
Ljóst er að Ísland ljóstengt fer vel af stað þar sem um þriðjungur af ótengdum stöðum klárast á fyrsta ári. Árið 2016 er sérstakt í þessu átaki þar sem áhersla er lögð á að fá sem flestar tengingar í gagnið.  
Um þetta framfara þjóðþrifamál ríkir almennur stuðningur og langflestir alþingismenn greiddu breytingartillögu við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016 atkvæði sitt, en þar var aukið við það getu Fjarskiptasjóðs að takast á við verk­efnið. Það er því með sanni hægt að segja að stjórnvöld standi við stóru orðin um að gera stórátak í bættum fjarskiptum.  Um leiðir og aðferð má alltaf deila og sjaldgæft er að öllum líki – sérstaklega þegar þörfin  er jafnmikil og raun ber vitni.
 
Höfundar eru:
Páll Jóhann Pálsson og Haraldur Benediktsson alþingismenn.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...