Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ísland allt blómstri
Lesendabásinn 18. október 2017

Ísland allt blómstri

Höfundur: Haraldur Benediktsson
Við þurfum að hafa þekkingu og innsýn, skilning og kjark til að leggja fram róttækar hugmyndir um hvernig við styrkjum landbúnaðinn og skjótum þannig sterkari stoðum undir byggð í sveitum. En við þurfum einnig að hlusta á gagnrýni, móttaka aðrar hugmyndir og vera tilbúin til rökræðna til að hægt sé að móta sameiginlega sýn á framtíðina.  
 
Á síðustu mánuðum hef ég, ásamt nokkrum félögum mínum, unnið að því að móta hugmyndir og tillögur um nýja byggðastefnu og nýja hugsun í skipulagi landbúnaðarins. Þar byggi ég á reynslu og þekkingu sem ég hef öðlast á síðustu fjórum  árum  við að starfa á alþingi, en ekki síður á því sem ég hef lært sem bóndi og sem formaður Bændasamtaka Íslands í tæpan áratug.  
 
Ætlunin var að halda á fund bænda um allt land nú í haust. Efna til umræðu um hugmyndir og aðferðir. Svo sprakk ríkisstjórnin, eins og allir vita og kosningar eru handan við hornið. En óháð kosningum þá er margt og ekki léttvægt sem þarf að ræða við bændur og þess vegna höldum við okkar striki. Við ætlum ekki að  leggja fram bunka af kosningaloforðum eða kynna hinar endanlegu  lausnir. Við ætlum að kynna hugmyndir um hvernig hægt er að leggja grunn að blómstrandi byggð í sveitum. Og við viljum skapa umræðu og fá bændur og íbúa sveitanna til að móta stefnu til framtíðar.  
 
Í níu ár fór ég í bænafundaferðir um landið og hélt ríflega 100 bændafundi. Þar voru umræður fjögurar, menn óhræddir við að lýsa skoðunum sínum og það án tæpitungu. En fyrst og síðast voru bændur alltaf tilbúnir til að ræða nýjar hugmyndir, nýjar aðferðir og tillögur. Líklega hefur aldrei verið meiri nauðsyn fyrir bændur og íbúa landsbyggðarinnar að láta til sín taka, þegar vá er fyrir dyrum – það blasir við byggðaröskun, afkomuhrun. Fráfarandi landbúnaðarráðherra bar ekki gæfu til að leiða fram viðunandi aðgerðir til að bregðast við.  Í viðtali við Bændablaðið hef ég lýst áliti mínu á tillögum hennar.  Við það er engu að bæta.   
 
Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson byggðamálaráðherra og ég sem formaður fjárlaganefndar alþingis,  höfum sett saman tillögu um neyðaraðgerð til aðstoðar sauðfjárbændum.  Þegar þetta er ritað er ekki komin niðurstaða um hvort sú aðgerð sem við höfum sett saman, ekki síst á grundvelli skýrslu Byggðastofnunar, nær fram að ganga.  Til þess þarf atbeina fleiri ráðherra starfsstjórnarinnar.  Tillaga okkar kallar ekki á lagabreytingar eða upptöku á samningum við bændur.  En hún er heldur ekki fullnægjandi til lengri tíma.  Það er ljóst að í mun meiri aðgerðir þarf að ráðast og þá fyrst og fremst í fullu samkomulagi við bændur.  Það munu aldrei verða með mínum stuðningi aðgerðir sem ganga gegn því gegn áratuga samstarfi bænda og stjórnvalda um samstarf á mótun á starfsumhverfi landbúnaðarins.  
 
Pólitískar aðstæður eru fordæmalausar.  Ríkisstjórnin sem nú fer frá var ekki óskaríkisstjórn mín. Hún var stjórn sem mynduð var af skyldurækni við það hlutverk alþingismanna að rísa undir þeirri að hér starfi ríkisstjórn. En hún hrökklast frá þegar ábyrgðarlausir stjórnmálamenn brugðust. Það er mikilvægt að kosningar 28. október nk. leiði til meiri festu í stjórnmálum.    
 
Sjálfstæðisflokkurinn vill með fundum með bændum leggja fram nýjar og kannski óvæntar hugmyndir að því hvernig má á næsta áratug, sækja fram á nýjum sviðum. Sýn okkar verður að mótast með bændum. En grundvallaratriði er að skapa hér aðstæður til að efla byggð í sveitum á ný og afkomu bænda. Það er einfaldlega afstaða Sjálfstæðisflokksins að Ísland verði sterkara með traustri byggð í sveitum og bæjum um land allt.  
 
Okkur gengur einfaldlega best þegar byggð um land allt er sterk.  Látum Ísland allt blómstra.
Haraldur Benediktsson
Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...