Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vígreifir kokkar. Frá vinstri: Viktor Örn Andrésson, Sturla Birgisson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Ísak Þorsteinsson.
Vígreifir kokkar. Frá vinstri: Viktor Örn Andrésson, Sturla Birgisson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Ísak Þorsteinsson.
Mynd / Bocuse Ísland.
Fréttir 12. júní 2018

Ísland áfram í aðalkeppni Bocuse d'Or

Höfundur: TB

Bjarni Siguróli Jakobsson náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar haldin var í Tórinó dagana 11.-12. júní. Úrslitin voru tilkynnt í dag klukkan 17 að íslenskum tíma.

Bocuse d´Or er ein af virtustu matreiðslukeppnum heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda.

Bjarni Siguróli hafði 5 ½ klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk sem var annars vegar borið fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari  að vonum hæstánægðir með úrslitin, segir í fréttatilkynningu frá íslenska Bocuse-hópnum.

Árangur Bjarna gefur honum keppnisrétt í aðalkeppni Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24.-25. janúar 2019. Fram undan eru strangar æfingar hjá Bjarna Siguróla en hann stefnir ótrauður á verðlaunapall í Lyon. Þjálfari Bjarna er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmaður er Ísak Þorsteinsson.

Norðurlandaþjóðir í efstu sætum

Enn á ný eru Norðurlandaþjóðir sigursælar. Noregur lenti í efsta sæti og Svíþjóð og Danmörk koma þar á eftir. 

1. sæti – Noregur

2. sæti – Svíþjóð

3. sæti – Danmörk

4. sæti – Finnland

5. sæti – Frakkland

6. sæti – Belgía

7. sæti – Sviss

8. sæti – Ungverjaland

9. sæti – Ísland

10. sæti – Bretland


Ísland hefur náð góðum árangri í gegnum árin

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan árið 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Þeir nældu báðir í bronsverðlaun.


Kjötfatið hjá Bjarna Siguróla var glæsilegt á að líta.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...