Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vígreifir kokkar. Frá vinstri: Viktor Örn Andrésson, Sturla Birgisson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Ísak Þorsteinsson.
Vígreifir kokkar. Frá vinstri: Viktor Örn Andrésson, Sturla Birgisson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Ísak Þorsteinsson.
Mynd / Bocuse Ísland.
Fréttir 12. júní 2018

Ísland áfram í aðalkeppni Bocuse d'Or

Höfundur: TB

Bjarni Siguróli Jakobsson náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar haldin var í Tórinó dagana 11.-12. júní. Úrslitin voru tilkynnt í dag klukkan 17 að íslenskum tíma.

Bocuse d´Or er ein af virtustu matreiðslukeppnum heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda.

Bjarni Siguróli hafði 5 ½ klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk sem var annars vegar borið fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari  að vonum hæstánægðir með úrslitin, segir í fréttatilkynningu frá íslenska Bocuse-hópnum.

Árangur Bjarna gefur honum keppnisrétt í aðalkeppni Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24.-25. janúar 2019. Fram undan eru strangar æfingar hjá Bjarna Siguróla en hann stefnir ótrauður á verðlaunapall í Lyon. Þjálfari Bjarna er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmaður er Ísak Þorsteinsson.

Norðurlandaþjóðir í efstu sætum

Enn á ný eru Norðurlandaþjóðir sigursælar. Noregur lenti í efsta sæti og Svíþjóð og Danmörk koma þar á eftir. 

1. sæti – Noregur

2. sæti – Svíþjóð

3. sæti – Danmörk

4. sæti – Finnland

5. sæti – Frakkland

6. sæti – Belgía

7. sæti – Sviss

8. sæti – Ungverjaland

9. sæti – Ísland

10. sæti – Bretland


Ísland hefur náð góðum árangri í gegnum árin

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan árið 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Þeir nældu báðir í bronsverðlaun.


Kjötfatið hjá Bjarna Siguróla var glæsilegt á að líta.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...