Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vígreifir kokkar. Frá vinstri: Viktor Örn Andrésson, Sturla Birgisson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Ísak Þorsteinsson.
Vígreifir kokkar. Frá vinstri: Viktor Örn Andrésson, Sturla Birgisson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Ísak Þorsteinsson.
Mynd / Bocuse Ísland.
Fréttir 12. júní 2018

Ísland áfram í aðalkeppni Bocuse d'Or

Höfundur: TB

Bjarni Siguróli Jakobsson náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar haldin var í Tórinó dagana 11.-12. júní. Úrslitin voru tilkynnt í dag klukkan 17 að íslenskum tíma.

Bocuse d´Or er ein af virtustu matreiðslukeppnum heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda.

Bjarni Siguróli hafði 5 ½ klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk sem var annars vegar borið fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari  að vonum hæstánægðir með úrslitin, segir í fréttatilkynningu frá íslenska Bocuse-hópnum.

Árangur Bjarna gefur honum keppnisrétt í aðalkeppni Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24.-25. janúar 2019. Fram undan eru strangar æfingar hjá Bjarna Siguróla en hann stefnir ótrauður á verðlaunapall í Lyon. Þjálfari Bjarna er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmaður er Ísak Þorsteinsson.

Norðurlandaþjóðir í efstu sætum

Enn á ný eru Norðurlandaþjóðir sigursælar. Noregur lenti í efsta sæti og Svíþjóð og Danmörk koma þar á eftir. 

1. sæti – Noregur

2. sæti – Svíþjóð

3. sæti – Danmörk

4. sæti – Finnland

5. sæti – Frakkland

6. sæti – Belgía

7. sæti – Sviss

8. sæti – Ungverjaland

9. sæti – Ísland

10. sæti – Bretland


Ísland hefur náð góðum árangri í gegnum árin

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan árið 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Þeir nældu báðir í bronsverðlaun.


Kjötfatið hjá Bjarna Siguróla var glæsilegt á að líta.

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...