Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Áhöfnin á Ísleifi heppna, þeir Aron Garðar Másson og Gunnar Logi  Malmquist Einarsson, tóku sér smá hlé frá því að þjónusta ákaft ísáhugafólk í Hörpu til að sinna fyrirsætustörfum fyrir Bændablaðið.
Áhöfnin á Ísleifi heppna, þeir Aron Garðar Másson og Gunnar Logi Malmquist Einarsson, tóku sér smá hlé frá því að þjónusta ákaft ísáhugafólk í Hörpu til að sinna fyrirsætustörfum fyrir Bændablaðið.
Mynd / HKr.
Fólk 13. mars 2018

Ísbúðin Ísleifur heppni kætir bragðlauka landans

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ísbúðin Ísleifur heppni hefur vakið mikla athygli fyrir gott og ferskt bragð hvar sem ísinn hefur verið í boði. 
 
Þar sem eitthvað sérstakt er um að vera má alveg eins búast við því að félagarnir frá Ísbúðinni Ísleifi heppna séu á staðnum. Þannig var það líka á Matarmarkaði Búrsins í Hörpu um síðustu helgi. Þar sýndu aðstandendur Ísleifs listir sínar og buðu gestum og gangandi að smakka ís sem er engum öðrum líkur. 
Á bak við Ísleif heppna standa feðgarnir Einar Ólafsson arkitekt, sem var á árum áður þekktur skíðakappi frá Ísafirði, og matreiðslumaðurinn Gunnar Logi Malmquist Einarsson. 
 
Þegar tíðindamann Bænda­blaðsins bar að garði á Matarmarkaði Búrsins sl. sunnudag voru Gunnar Logi og Aron Garðar Másson að gefa gestum ís að smakka.
 
Búðin er annars með aðsetur í Hlemmi – Mathöll og hafa eigendur einnig verið með eins konar „popup“ á hinum ýmsu viðburðum. Þannig mátti sjá þá félaga á opnun á nýjum sýningarsal Bílasölu Benna fyrir skömmu og hafa þeir víða troðið upp með sín tæki og tól. 

Skylt efni: ísgerð | Ísleifur heppni

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...