Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Írskur vetrarpúði
Hannyrðahornið 23. janúar 2018

Írskur vetrarpúði

Höfundur: Gallery Spuni
Gleðilegt nýtt ár, kæru viðskiptavinir, og takk fyrir viðskiptin árið 2017. 
 
Hér kemur æðisleg uppskrift að fullkomnum kósí púða. 
 
Megi árið 2018 vera ykkur gæfuríkt og njótið þess að setjast niður með handavinnuna ykkar.
 
Mál:  ca 45 x 45 cm – púðaverið passar fyrir kodda 50 x 50 cm það á að strekkjast aðeins á því þegar það er sett á.
Efni: DROPS ALPACA frá Garnstudio
350 g nr 100, natur
DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 l x 22 umf með sléttprjóni með 2 þráðum verði 10 x 10 cm.
DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla.
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*.
 
MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 og A.2. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.
 
PÚÐI:
Stykkið er prjónað í hring.
Fitjið upp 152 l með 2 þráðum Alpaca á hringprjóna nr 5. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Prjónið síðan 1 umf slétt þar sem aukið er út um 20 l jafnt yfir = 172 l. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið. Prjónið * A.1a (= 2 l), A.1b (= 26 l), A.2 (= 30 l), A.1b (= 26 l), A.1c (= 2 l) *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur þar til A.1 hefur verið prjónað 5 sinnum á hæðina. Prjónið 4 umf garðaprjón – JAFNFRAMT í fyrstu umf er fækkað um 20 l jafnt yfir = 152 l. Fellið af. 
 
FRÁGANGUR:
Brjótið uppá stykkið við prjónamerkin. Saumið saman efri hlið.
 
Nýjárskveðja frá öllum í Gallery Spuna!
 
           

4 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...