Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta álagi af ferðamennsku.

Umhverfis­, orku­ og loftslags­ráðuneytið hefur gefið út nýja verkefnaáætlun innan landsáætlunar um upp­ byggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og á hún að gilda fram til 2025.

Í skýrslu sem kom út í sumar segir m.a. að með áætluninni sé haldið áfram að takast á við mikla og uppsafnaða þörf fyrir innviðauppbyggingu á svæðum sem búa við álag af völdum ferðamennsku. Jafnfram sé vaxandi þörf á fjármagni til viðhalds og reksturs þeirra innviða sem byggðir hafa verið. Fjárheimild landsáætlunar 2023–2025 nemur samtals tæpum 2,7 milljörðum króna og eru áætluð verkefni 127 talsins á um 82 stöðum.

Eru 56 þeirra ný af nálinni. Sem dæmi um verkefni má nefna fuglaskoðunarhús og fuglasjónauka á nýrri hringleið í Dyrhólaey, hönnun og framkvæmd nýs aðkomusvæðis í Friðlandi að fjallabaki, endurnýjun göngubrúa í Friðlandi Svarfdæla, bætta aðstöðu tjaldsvæða á Hornströndum og brú yfir Staðará, fyrsta áfanga eldaskála í Hallormsstaðarskógi og hönnun gönguleiðar og útsýnispalls að Svartafossi í Skaftafelli. Þá á að fara í aðgerðir til verndar minjum að Örlygsstöðum í Skagafirði, svo fátt eitt sé nefnt.

Talið er að fylgjast þurfi sérstak­lega með auknu álagi á eftirfarandi staði sem ekki njóta friðlýsingar: Flatey (vesturhluta, utan friðlands), Hjörleifshöfða, Glym, Kirkjufells­foss, Skála á Langanesi, Brúarfoss, Sólheimajökul og hluta Reykjanes­fólkvangs.

Skylt efni: náttúruvernd

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...