Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta álagi af ferðamennsku.

Umhverfis­, orku­ og loftslags­ráðuneytið hefur gefið út nýja verkefnaáætlun innan landsáætlunar um upp­ byggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og á hún að gilda fram til 2025.

Í skýrslu sem kom út í sumar segir m.a. að með áætluninni sé haldið áfram að takast á við mikla og uppsafnaða þörf fyrir innviðauppbyggingu á svæðum sem búa við álag af völdum ferðamennsku. Jafnfram sé vaxandi þörf á fjármagni til viðhalds og reksturs þeirra innviða sem byggðir hafa verið. Fjárheimild landsáætlunar 2023–2025 nemur samtals tæpum 2,7 milljörðum króna og eru áætluð verkefni 127 talsins á um 82 stöðum.

Eru 56 þeirra ný af nálinni. Sem dæmi um verkefni má nefna fuglaskoðunarhús og fuglasjónauka á nýrri hringleið í Dyrhólaey, hönnun og framkvæmd nýs aðkomusvæðis í Friðlandi að fjallabaki, endurnýjun göngubrúa í Friðlandi Svarfdæla, bætta aðstöðu tjaldsvæða á Hornströndum og brú yfir Staðará, fyrsta áfanga eldaskála í Hallormsstaðarskógi og hönnun gönguleiðar og útsýnispalls að Svartafossi í Skaftafelli. Þá á að fara í aðgerðir til verndar minjum að Örlygsstöðum í Skagafirði, svo fátt eitt sé nefnt.

Talið er að fylgjast þurfi sérstak­lega með auknu álagi á eftirfarandi staði sem ekki njóta friðlýsingar: Flatey (vesturhluta, utan friðlands), Hjörleifshöfða, Glym, Kirkjufells­foss, Skála á Langanesi, Brúarfoss, Sólheimajökul og hluta Reykjanes­fólkvangs.

Skylt efni: náttúruvernd

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...