Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Innlausn á greiðslumarki mjólkur
Fréttir 20. desember 2017

Innlausn á greiðslumarki mjólkur

Matvælastofnun vekur athygli á því á vef sínum í dag, að skilafrestur umsókna vegna fyrstu innlausnar og kaupa á greiðslumarki á árinu  2018 er 15. janúar næstkomandi.  

„Skilyrði fyrir kaupum er greiðsla berist í síðasta lagi 15. febrúar 2018. Umsóknum um kaup og sölu þarf að skila á þjónustugátt Matvælastofnunar. Umsókn um kaup á greiðslumarki er nr. 7.18 inn á þjónustugáttinni. Umsókn um sölu (innlausn) á greiðslumarki er nr. 7.14 á þjónustugáttinni.  

Umsókn  um innlausn þarf að fylgja  útfyllt og undirritað eyðublað ásamt  veðbókarvottorði og þinglýstu leyfi veðhafa jarðarinnar ef einhverjir eru.  Innlausnarverð á lítra á innleystu greiðslumarki liggur fyrir  í síðasta lagi 1. janúar 2018.  Matvælastofnun greiðir fyrir innleyst greiðslumark eigi síðar en 15. mars 2018. 

Greiðslumark framleiðanda með enga framleiðslu árið 2017 verður innleyst  á  öðrum  innlausnardegi ársins í maí  2018  án þess að bætur komi fyrir ef framleiðandi hefur ekki sent inn umsókn um innlausn í síðasta lagi 15. mars 2018,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...